Sveitarstjórn

220. fundur 07. desember 2006 kl. 00:55 - 00:55 Eldri-fundur

220. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 21. janúar 2003, kl. 19:30
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

 

1. Eyþing, erindi dagsett 11. des., um tilnefningu fulltrúa á fund til undirbúnings samnings við menntamálaráðuneytið um menningarstarfsemi í umdæmi Eyþings
Samþykkt að Valdimar Gunnarsson verði fulltrúi Eyjafjarðarsveitar á fundinum og Valgerður Jónsdóttir verði varafulltrúi.

 

2. Fundargerðir stjórnar Eyþings, 137. fundur, 4. des. 2002 og 138. fundur, 10. jan. 2003
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

 

3. Fundargerðir byggingarnefndar, 8. fundur, 17. des. 2002 og 1. jólafundur haldinn sama dag
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

 

4. Fundargerð atvinnumálanefndar, 6. fundur, 12. des. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

5. Fundargerð stjórnar félagsheimilanna, 2. fundur, 7. jan. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

6. Fundargerð stjórnar handverkssýningarinnar, 9. fundur, 12. des. 2002
Mikil umræða varð um framtíð handverksýningar og verður tekið fyrir sem sérstakur dagskrárliður fljótlega.
Annað í fundargerð gefur ekki tilefni til ályktana.

 

7. Framtíðarskipulag skólavistunarinnar, greinargerð dags. 13. des. 2002
Greinargerðinni vísað til umsagnar skólanefndar.

 

8. Erindi formanns umhverfisnefndar, ódagsett
Sveitarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi.
Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir að sveitarstjóri ásamt umhverfisnefnd móti reglur um hvernig bregðast eigi við þegar umgengni er ábótavant.

 

9. Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn
Samþykkt að óska eftir því að allir sveitarstjórnarfulltrúar og fyrstu varamenn sæki námskeiðið.

 

10. Skipan fulltrúa í vinnuhóp um orkumál sbr. samþykkt frá 218. fundi sveitarstjórnar, 10. des. 2002
Samþykkt að skipa eftirtalda í vinnuhópinn:

þorsteinn Egilson, Grund
ólafur Vagnsson, Hlébergi
Brynjar Skúlason, Hólsgerði
Arnar árnason, Hranastöðum

Með vinnuhópnum starfar Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri og boðar hann til fyrsta fundar.

 

11. Skipan fulltrúa í búfjáreftirlitsnefnd sbr. 10. gr. laga nr. 103/2002, um búfjárhald o. fl.
Borist hafði erindi frá atvinnumálanefnd með tilnefningu í nefndina.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Jón Jónsson fulltrúa Eyjafjarðarsveitar í nefndina, samkvæmt tilnefningu atvinnumálanefndar.

 

12. Málefni Saurbæjar, minnisblað frá sveitarstjóra dags. 10. jan. 2003
Sveitarstjórn telur eðlilegt að skipuð verði nefnd til að fjalla um framtíð Saurbæjar, sem í eigi sæti fulltrúar frá eftirtöldum aðilum:

Sveitarstjórn
þjóðminjasafni
Sóknarnefnd Saurbæjarsóknar
Skipulagsnefnd kirkjugarða
Skógræktarfélagi Eyfirðinga

Hlutverk nefndarinnar er að móta tillögur að framtíð Saurbæjar á grundvelli þeirra hugmynda, sem fram koma í ?áskorun til fjárlaganefndar? sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 15. okt. 2002 og í sameiginlegu erindi sveitarstjórnar, þjóðminjasafns, sóknarnefndar Saurbæjarsóknar og Skipulagsnefndar kirkjugarða til nefndarinnar dags. 4. nóv. 2002. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fara þess á leit við aðila að þeir skipi fulltrúa í nefndina. Fulltrúi sveitarstjórnar verði Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.

 

13. Undirskriftalisti vegna Sólgarðs, jan. 2003
Sveitarstjórn þakkar þann áhuga sem íbúar sýna framtíð Sólgarðs. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að leita leiða til að verða við þeim ábendingum sem fram koma við frekari tillögugerð fyrir safn.
þegar tillögur sveitarstjórnar liggja fyrir verða þær kynntar íbúum áður en ákvörðun verður tekin í málinu.

 

14. Sólgarður, safnamál, minnisblað sveitarstjóra
Sveitarstjóra og Einari Gíslasyni er falið að velja þrjá hönnuði sem kæmu með tillögur að hönnun safnsins samkvæmt minnisblaðinu.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að greiða hönnuðum allt að kr. 50.000.- hverjum fyrir tillögurnar.

 

15. Endurskoðun Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014, vinnufundur um stefnumótun 1. og 2. feb. n. k.
Lagt fram til kynningar.

 

16. Erindi Skipulagsstofnunar dags. 8. jan. 2003 um Djúpadalsvirkjun
Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að krefjast umhverfismats vegna fyrirhugaðrar Djúpadalsvirkjunar enda verður ekki ráðið af fyrirliggjandi gögnum, að virkjunin geta haft í för með sér "umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar." Umsækjanda verði þó gert að gera nánari grein fyrir á uppdrætti staðsetningu vegarslóða að inntaki og stíflu, hvað felst í því "að notast verði við efni á staðnum við gerð hans." Jafnframt geri umsækjandi grein fyrir því hvernig farið verði með það efni, sem losað verður við gerð aðrennslisskurðar og fallpípu og ekki nýtist aftur við frágang mannvirkjanna.

 

17. Erindi Trésmíðaverkstæðis Sveins Heiðars hf., dags. 16. jan. 2003
Sveitarstjórn samþykkir að taka til endurskoðunar gildandi deiliskipulag fyrir byggingarreit fyrirtækisins við Skólatröð. Sveitarstjórn telur sér hins vegar ekki fært að verða við beiðni um kaup á fleiri íbúðum, enda hefur sveitarfélagið þegar lagt sitt af mörkum til að greiða fyrir uppbyggingu á skipulagsreitnum með kaupum á þeim þremur íbúðum, sem þar hafa verið byggðar.

 

18. Erindi verkalýðsfélaga við Eyjafjörð, dags. 19. des. 2002
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur sig hafa tekið tillit til þessara hluta með hóflegum hækkunum við ákvörðun þjónustugjalda fyrir árið 2003.

 

19. Minnisblað frá sveitarstjóra, yfirlit um afgreiðslu mála og verkáætlun
Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 23:15


Getum við bætt efni síðunnar?