Sveitarstjórn

323. fundur 09. maí 2007 kl. 10:18 - 10:18 Eldri-fundur
323. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 8. maí 2007, kl. 20.00.
Mætt voru: Arnar árnason, Bryndís þórhallsdóttir, Einar Gíslason, Elísabet Sigurðardóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Elín Stefánsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

1. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 105. fundur, 1. maí 2007.
7. liður, búningsklefar. Samþykkt að fresta afgreiðslu og láta vinna kostnaðaráætlun um verkið.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Fundargerðir skipulagsnefndar, 75. fundur, 17. apríl 2007.
1. liður. Afgreiðslu er frestað og óskað skýringa á því við hvaða fjarlægðamörk er miðað.
2. liður. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

3. Fundargerð atvinnumálanefndar, 47. fundur, 30. apríl 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Fundargerð menningarmálanefndar, 114. fundur, 17. apríl 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar , 226. fundur, 18. apríl 2007.
Lögð fram til kynningar.

6. Vorfundur Héraðsnefndar Eyjafjarðar, 6. júní 2007.
Lagt fram til kynningar.

7. Erindi Foreldrafélags Hrafnagilsskóla, dags. 10. apríl 2007.
Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.

8. Erindi landeigenda í Sölvadal, dags. 28. apríl 2007.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við Vegagerðina og Lögregluna á Akureyri um þetta mál og hvort og hvernig sé hægt að bregðast við þessu.

9. Erindi Dórótheu Jónsdóttur um ferðamál o. fl.
Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við bréfritara um efni erindisins.

10. Samþykkt um gatnagerðargjald o. fl., 2. umræða.
Afgreiðslu frestað

11. Tillaga að breytingu á samþykkt um hundahald, 2. umræða.
Samþykktin var samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum fulltrúa F-listans.
Fulltrúar F-listans óska að bókað yrði:
"Fulltrúar listans telja ekki rétt að fella niður gjöld á þjónustu sem neytendur hafa val um og ekki telst til grunnþjónustu. þess vegna greiðir F-listinn atkvæði gegn tillögu að breytingu á samþykkt um hundahald."
Fleira ekki gert, fundið slitið kl. 22:05


Getum við bætt efni síðunnar?