321. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 3. apríl 2007, kl. 20.00.
Mætt voru: Arnar árnason, Bryndís þórhallsdóttir, Elín Stefánsdóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Kristín Kolbeinsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason
Oddviti leitaði afbrigða til að fella út 9. lið dagskrár sem er samningur við Yl sf.
Var það samþykkt.
1. Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðisins, kynning.
á fundinn mætti Magnús ásgeirsson og gerði grein fyrir verkefninu.
2. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 103. fundur, 19. mars 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Fundargerð atvinnumálanefndar, 46. fundur, 28. mars 2007.
2. liður, samningur við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra í samvinnu við atvinnumálanefnd að ganga frá samningi við Markaðsskrifstofuna.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar, 84. og 85. fundur, 22. feb. og 15. mars 2007.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.
5. Erindi íbúa við Hjallatröð og Sunnutröð, dags. 28. mars 2007.
Sveitarstjórn samþykkir að fara í malbikun þessara gatna.
6. Drög að samþykkt um fráveitu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög.
7. Samstarf sveitarfélaga við Eyjafjörð.
Sveitarstjórn lýsir sig sammála þeim hugmyndum sem fram eru settar í skýrslunni um einföldun á stjórnsýslu samstarfsverkefna sveitarfélaga.
Einstaka þættir þurfa þó nánari umfjöllunar þeirra sveitafélaga sem í hlut eiga.
8. Tillaga að stækkun friðlandsins í þjórsárverum.
Erindinu frestað.
9. Minnisblað um efnistöku.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ályktar að stöðva beri þegar í stað alla efnistöku úr Eyjafjarðará og óshólmasvæði árinnar vestan Eyjafjarðarbrautar eystri hafi ekki verið gefin út formleg framkvæmdaleyfi hennar vegna. ályktun sinni til stuðnings vísar sveitarstjórn til 2. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 sem er svohljóðandi:
“öll efnistaka á landi og af og úr hafsbotni innan netalaga er háð framkvæmdaleyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði laga nr. 44/1999, um náttúru-vernd. Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku skal gefið út til tilskilins tíma þar sem gerð er grein fyrir stærð efnistökusvæðis, vinnsludýpi, magni og gerð efnis sem heimilt er að nýta samkvæmt leyfinu, vinnslutíma og frágangi á efnistökusvæði."
þá vísar sveitarstjórn einnig til 1. mgr. 33. gr. laga nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, en þar segir:
“Sérhver framkvæmd í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd þess, afkomu fiskistofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, er háð leyfi Landbúnaðarstofnunar. Um byggingarleyfis- og framkvæmdaleyfisskildar framkvæmdir fer einnig samkvæmt skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, og reglum settum samkvæmt þeim.”
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tilkynna hlutaðeigandi aðilum um stöðvun framkvæmda og leita aðstoðar lögreglu til að stöðva framkvæmdir ef tilmælum um stöðvun þeirra verður ekki sinnt.
10. Minnisblað, framkvæmdaáætlun.
Framkvæmdir samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði eru samþykktar. Fjármögmum er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2007.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:10