320. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 20. mars kl. 20.00.
Mætt voru: Arnar árnason, Einar Gíslason, Elísabet Sigurðardóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Lilja Sverrisdóttir, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði þórný Barðadóttir.
Dagskrá.
Oddviti leitaði afbrigða og óskaði eftir því að taka inn á dagskrá erindi um sparnaðaraðgerðir í rekstri Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Erindið verður afgreitt sem 1. liður dagskrár, þar sem fulltúar Fallorku forfölluðust og fyrir lá að fresta þyrfti auglýstum 1. lið.
1. Sparnaðaraðgerðir í rekstri Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Eiríkur Stephensen, skólastjóri gerði grein fyrir hugmyndum þar að lútandi.
2. Erindi stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár dags. 8. mars 2007, afstaða stjórnarinnar til virkjunaráforma við Tjarnir í Eyjafjarðarsveit.
Lagt fram til kynningar.
3. Erindi stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár dags. 8. mars 2007, almenn sjónarmið vegna efnistöku úr Eyjafjarðará.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
“Með vísan til erindis stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár dags. 8. mars 2007 sem og tillögu skipulagsnefndar frá 68. fundi hennar hinn 13. des. 2006, samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að leita eftir samstarfi við stjórn veiðifélagsins og bæjaryfirvöld á Akureyri um faglegt mat á áhrifum efnistöku úr Eyjafjarðará og óshólmasvæði árinnar.”
4. Erindi eigenda og ábúenda jarðanna Fellshlíðar og öxnafells dags. 13. mars 2007, beiðni um upplýsingar vegna kostnaðar við lagningu hitaveitu að bæjunum.
Sveitarstjóra falið að kynna ábúendum jarðanna niðurstöður hagkvæmniútreikninga Verkfræðistofu Norðurlands.
5. Kvenfélagið Aldan/Voröld, erindi dags. 11. mars 2007, beiðni um styrk vegna ferðar til Tallin í Eistlandi 31. mars – 4. apríl 2007.
Erindinu hafnað.
6. Samgönguráðuneytið, bréf dags. 5. mars 2007, svar við fyrirspurn frá 15. feb. s. l. um fjarskiptamál.
Lagt fram til kynningar.
7. Tillaga að styrkveitingum til félaga til greiðslu á fasteignagjöldum árið 2007.
Erindið samþykkt.
8. Boðun ársfundar og stofnfundar Lánasjóðs sveitarfélaga 23. mars 2007.
Samþykkt að veita Bjarna Kristjánssyni, sveitarstjóra umboð sveitarstjórnar á stofnfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
9. ársfundur Símeyjar miðvikudaginn 25. apríl 2007.
Samþykkt að tilnefna Arnar árnason oddvita fulltrúa sveitarstjórnar á ársfundinn.
10. Fundargerð umhverfisnefndar, 75. fundur, 12. mars 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
11. Fundargerð skipulagsnefndar, 72. fundur, 13. mars 2007.
Fundargerðin samþykkt og sveitarstjóra falið að kynna viðkomandi breytingar á skilmálum deiliskipulags, sem fram koma í 2. lið fundargerðarinnar.
12. Fundargerð skólanefndar, 157. fundur, 15. mars 2007.
Fundargerðin samþykkt.
13. Fundargerð félagsmálanefndar, 113. fundur, 15. mars 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
14. Fundargerð byggingarnefndar, 56. fundur, 6. mars 2007.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 7. til og með 10. lið.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
15. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 99. fundur, 12. mars 2007.
Fundargerðin lögð fram til kynninar.
16. Heimild til lántöku.
Heimild samþykkt til 45 milljóna kr. lántöku hjá Kaupþingi.
17. Lóðir við Skólatröð og samningur við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf.
Sveitarstjóra falið að vinna málið í samráði við lögfræðing.
18. Tillaga F-listans að ályktun um viðbragðaáætlun vegna hættuástands.
Sveitarstjóra falið að gera tillögu að nákvæmu verkferli varðandi upplýsingagjöf til íbúa sveitarfélagsins þegar hættuástand hefur skapast. Tillögurnar skulu liggja fyrir í lok apríl n.k..
Fleira ekki gert, fundið slitið kl. 22.40