316. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 29. janúar 2007, kl. 18:00
Mætt voru: Arnar árnason, Elísabet Sigurðardóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Sigríður örvarsdóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
1. Afgreiðsla athugasemda við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðar-sveitar 2005 – 2025, athugasemdir F1 – F4. Fyrir lá tillaga að afgreiðslu athugasemdanna og var hún samþykkt. Jafnframt samþykkti sveitarstjórn að vísa skipulagstillögunni til afgreiðslu hjá Skipulags-stofnun og umhverfisráðherra.
2. Landskipti úr jörðinni Jódísarstöðum, erindi dags. 25. jan. 2007.
Farið er fram á að svæði austan íbúðarsvæðis í landi Jódísarstaða verði skipt í þrjú svæði sem hvert fái sitt landnúmer.
Erindið er samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00