Sveitarstjórn

317. fundur 08. febrúar 2007 kl. 09:15 - 09:15 Eldri-fundur

317. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 6. febrúar  2007,  kl. 18:00
Mætt voru:  Arnar árnason,  Reynir Björgvinsson, Lilja Sverrisdóttir, Sigríður örvarsdóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson og Einar Gíslason.
Fundargerð ritaði Stefán árnason

1. Fundargerðir atvinnumálanefndar, 43. og 44. fundur, 12. des. 2006 og 31. jan. 2007.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

2. Fundargerðir stjórnar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, 83. og 84. fundur, 23. jan. og 1. feb. 2007.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.
Samþykkt að óska eftir að skólastjóri TE komi á fund sveitarstjórnar.

3. Fundargerð Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 83. fundur, 17. jan. 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Fundargerð stjórnar Eyþings, 178. fundur, 5. jan. 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Fundargerð félagsmálanefndar, 112. fundur, 1. feb. 2007.
Fundargerðin er samþykkt.

6. Tilboð Skýrr í uppsetningu ADSL tenginga.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7. þjónustusamningur við Markaðsskrifstofu ferðamála.
Samþykkt að vísa fyrirliggjandi samningsdrögum til umsagnar hjá atvinnumálanefnd.

8. Hitaveitumálefni, könnun.
Afgreiðslu frestað.

9. Erindi til launanefndar.
Samþykkt að vísa til launanefndar Eyjafjarðarsveitar að ákvarða greiðslur til sveitarstjórnarmanna fyrir fundi sem þeir sækja (aðra en sveitarstjórnarfundi)  eða erindi sem þeir gegna og ekki getur talist greitt fyrir í föstum launum.

10. Erindi AFE, dags. 22. jan. 2007.
Samþykkt að óska eftir því að AFE komi með kynningu á starfi Vaxtarsamningsins Eyjafjarðar.

 

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 20:55

Getum við bætt efni síðunnar?