Sveitarstjórn

309. fundur 11. desember 2006 kl. 23:58 - 23:58 Eldri-fundur

309. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 7. nóvember 2006 kl. 20.00.
Mætt voru:  Arnar árnason,  Bryndís þórhallsdóttir,  Einar Gíslason, Elísabet Sigurðardóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Sigríður örvarsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá erindi frá Sigurði Sigurðarsyni,  dýralækni,  dags. 7. nóvember 2006.
Var það samþykkt og verður 18. liður dagskrár.


1. Fundargerð atvinnumálanefndar, 41. fundur, 30. okt. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð menningarmálanefndar, 109. fundur, 31. okt. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundargerð byggingarnefndar, 54. fundur,  24. okt. 2006.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 5. til og með 10. lið.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerð Sorpeyðingar Eyjafjarðar 26. okt.  2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


5. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 og undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
Fyrirliggjandi tillögur voru samþykktar.


6. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2007 - 2018.
Lagt fram til kynningar.

7. Upplýsingar frá Skýrr hf. um gjaldskrá og fjölda ADSL áskrifenda.
Sveitarstjórn hafar tillögu Skýrr hf. um niðurgreiðslu á ADSL afnotagjaldi notenda sem tengdir eru stöð við Sólgarð og Ysta Gerði. 
Sveitarstjórn  telur eðlilegt að allir viðskipavinir Skýrr hf. í sveitafélaginu greiði sama gjald fyrir sömu þjónustu óháð búsetu.
 

8. Erindi Landgræðslunnar dags. 23. okt. 2006, beiðni um styrk vegna verkefnisins "Bændur græða land".
Erindið er samþykkt.

9. Erindi Björgvins þórssonar dags. 1. nóv. 2006,   beiðni um nafn á húsi í landi Jódísarstaða. Nafnið verði Jódísarstaðir II.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nafnið,  enda geri eigandi Jódísarstaða ekki athugasemd við það.


10. Erindi þórhalls Hákonarsonar, ódags., um aðgang að tjaldsvæðum.
Erindinu er hafnað. 


11. Dagskrá fundar Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn verður á Dalvík 8. nóv. 2006.
Lagt fram til kynningar.


12. Erindi Hótels Vinjar, Vínar ehf. dags. 25. ág. 2006.
Erindinu er hafnað á grundvelli fyrirliggjandi lögfræðiálits.


13. Húsnæði fyrir heimilisfræðslu Hrafnagilsskóla.
Samþykkt að  vinna málið áfram og vísa því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.


14. Erindi Skógræktarfélags Eyfirðinga, dags. 31. okt. 2006.
Lagt fram til kynningar.


15. Heimasíða.
Samþykkt að ganga til samninga við Stefnu hf. um Moya umsjónarkerfi fyrir heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.


16. Erindi Vaðlabyggðar dags. 27. okt. 2006,   þar sem óskað er eftir að Eyjafjarðarsveit tilnefni fulltrúa í vinnuhóp til að útfæra og koma með hugmyndir að skipulagi fjörubyggðar.
Samþykkt að fresta afgreiðslu.


17. Málefni Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. 
Fyrir lá bréf Sigmundar ófeigssonar dags. 3. nóv. 2006,  um uppbyggingu jarðgerðarstöðvar.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.
Jafnframt er sveitarfélagið reiðubúið til samstarfs til að finna hentugan framtíðarstað fyrir starfsemina í sveitarfélaginu.


18. Erindi frá Sigurði Sigurðarsyni,  dýralækni,  dags. 7. nóvember 2006,   beiðni um tilnefningu fulltrúa á samráðsfund sveitarfélaga við Eyjafjaörð um átak til að uppræta riðuveiki og garnaveiki af Norðurlandi 
Samþykkt að vísa erindinu til atvinnumálanefndar. 

      

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 22:15

Getum við bætt efni síðunnar?