308. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 24. okt. 2006 kl. 20.00.
Mætt voru: Arnar árnason, Bryndís þórhallsdóttir, Einar Gíslason, Elísabet Sigurðardóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Sigríður örvarsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá:
a) skipun fulltrúa í samvinnunefnd um svæðisskipulag.
b) skipun fulltrúa í menningarmálanefnd.
Samþykkt og verða 18. og 19. liður dagskrár.
1. Erindi Sögufélags Eyfirðinga dags. 27. sept. 2006, frestað á 307. fundi.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
2. Breyting á innheimtu rotþróargjalds sbr. erindi Egils Jónssonar dags. 16. ág. 2006, og afgreiðslu sveitarstjórnar á 306. fundi.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
3. Samningar við Skýrr.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og afla frekari gagna.
4. Skipulagsfulltrúi, minnisblað sveitarstjóra frá 14. feb. 2006 og erindi Búgarðs dags. 10. apríl 2006.
Sveitarstjórn hafnar erindi Búgarðs frá 10. apríl 2006.
5. Kynningarmál, heimasíða.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga.
6. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 97. fundur, 17. okt. 2006.
Sveitarstjórn samþykkir 5. lið fundargerðarinnar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Fundargerð umhverfisnefndar, 73. fundur, 5. okt. 2006.
Fundargerðin er leiðrétt áður afgreidd fundargerð á 307. fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir 1. lið. Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
8. Fundargerð menningarmálanefndar, 108. fundur, 12. okt. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
9. Fundargerð skólanefndar, 153. fundur, 19. okt. 2006.
5. liður, samþykkt að vísa erindinu til skipulagsnefndar.
6. liður, sveitarstjórn samþykkir að skipa í vinnuhópinn Sigurð Friðleifsson, Hjallatröð 4.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
10. Fundargerðir heilbrigðisnefndar, 93. og 94. fundur, 29. sept. og 11. okt. 2006.
Lagðar fram til kynningar.
11. Fundargerð stjórnar Minjasafnsins 4. okt. 2006.
Lögð fram til kynningar.
12. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 80. fundur, 5. okt. 2006.
Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga á að fá kynningu á hugmyndum um endurvinnslu á lífrænum úrgangi.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
13. Aðalfundur Eyþings, 22. og 23. sept. 2006.
Lagt fram til kynningar.
14. Nýtt húsnæði fyrir heimilisfræðslu Hrafnagilsskóla, minnisblað sveitarstjóra dags. 20. okt. 2006.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
15. Samstarfssamningur um brunavarnir, minnisblað sveitarstjóra dags. 20. okt. 2006.
Sveitarstjóra falið að senda Slökkviliði Akureyrar fyrirspurn um framkvæmd samstarfssamnings um brunavarnir frá 11. júní 2001.
16. úrvinnsla athugasemd við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, umræða um verklags- og tímaáætlun.
Frestur til að gera athugasemdir við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 rann út hinn 10. okt. s. l. Innkomnar athugasemdir og ábendingar hafa verið flokkaðar og taldar eins og hér segir:
Flokkur. Fjöldi bréfa Fjöldi undirskrifta
A. Fjörubyggð 6 30
B. Leifsstaðaland 8 10
C. Reið- og gönguleiðir, vegamál 7 16
D. Staðarbyggð 3 19
E. ýmsar athugasemdir 15 33
F. Annað ótalið, ath., fyrirspurn.
og ábendingar 4 5
A - F samtals 43 113
Sveitarstjórn felur skipulagsnefnd að leggja fram tillögu að afgreiðslu þeirra athugasemda, sem raðað hefur verið flokk B, C, D og E. Frekari umræða fari hins vegar fram innan sveitarstjórnar um þá stefnumótun, sem liggur að baki þeim athugasemdum sem falla undir flokk A og F.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa eftirtalda í vinnuhóp til að fara yfir athugasemdir sem eru flokkaðar í A og F.
í vinnuhópinn voru skipaðir: Arnar árnason, Bjarni Kristjánsson og Karel Rafnsson.
Stefnt skal að, að tillaga með afgreiðslu athugasemda liggi fyrir á fundi sveitarstjórnar 21. nóvember n.k.
17. Tillaga að ályktun um sorpmál.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða.
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur nauðsynlegt að sveitarfélög við Eyjafjörð hafi áfram með sér samstarf í sorpmálum. það samstarf hefur fram til þessa farið fram á vettvangi Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. Verulegur árangur hefur náðst í minnkun þess sorps sem fer til urðunar og fyrir forgöngu samlagsins hefur verið samþykkt svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæðinu. þeirri áætlun þarf að fylgja eftir með faglegri ráðgjöf og aðgerðaáætlun. Hugmyndir um stofnun félags um jarðgerð á lífrænum úrgangi fellur vel að markmiðum svæðisáætlunarinnar og samstarf um að vinna henni framgang þarf að fara fram á vettvangi sveitarfélaganna. Sveitarstjórn telur Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. vera þann vettvang. Hún skorar því á bæjarstjórn Akureyrar að draga til baka ákvörðun sína um úrsögn úr samlaginu og taka áfram með öðrum sveitarfélögum fullan þátt í starfi innan þess. Með sameiginlegu átaki allra sveitarfélaganna næst frekast árangur í þessum málaflokki m. a. til minnkunar á þeim úrgangi, sem fer til urðunar, eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. það er í samræmi við samþykkta svæðisáætlun og gæti orðið öðrum sveitarfélögum til fyrirmyndar um gott verklag og árangursríka samvinnu."
18. Skipun fulltrúa í samvinnunefnd um svæðisskipulag.
Samþykkt að skipa Bjarna Kristjánsson og óla þór ástvaldsson.
19. Skipun fulltrúa í menningarmálanefnd.
Samþykkt að Einar Gíslason verði aðalmaður í nefndinni í stað Hrefnu Harðardóttur sem tekur sæti varamanns. Einar Gíslason verður formaður nefndarinnar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:45