Sveitarstjórn

304. fundur 11. desember 2006 kl. 23:56 - 23:56 Eldri-fundur

304. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar,  haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi  25. júlí 2006,  kl. 20:00.

Mætt voru:  Arnar árnason,  Bryndís þórhallsdóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Einar Gíslason, Sigríður örvarsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.


1. Fundargerð byggingarnefndar, 51. fundur, 7. júlí 2006.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 9. til 13. tl. fundargerðarinnar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Bygging sundlaugar við íþróttahús Hrafnagilsskóla, tillaga að viðbótar-verkum sbr. greinargerð og tilboð.
Gluggar á suður- og vesturhlið íþróttahússins eru orðnir lélegir og aðaldyr og meðfylgjandi hurðir fullnægja ekki ítrustu aðgengiskröfum. Meðfylgjandi er tilboð frá B.Hreiðarssyni ehf. að upphæð kr. 4.5 millj. í nýja glugga og hurðir ásamt ísetningu og frágangi öllum.
Sveitarstjórn telur að rétt sé að skipta um glugga og hurðir, en felur sveitarstjóra að óska eftir kostnaðaráætlun frá hönnuðum yfir verkþáttinn.


3. Fundargerð skipulagsnefndar ásamt með fsk., 56. fundur, 13. júlí 2006.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um breytingu á legu reiðleiðar sbr. 1. tl. fundargerðarinnar. Jafnframt staðfestir hún afgreiðslu hennar á erindum, sem henni hafa borist sbr. 2. - 6. tl. fundargerðarinnar.


4. Fundargerð skipulagsnefndar ásamt með fsk., 57. fundur, 19. júlí 2006.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 1. 3. og 5. tl.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi reglur um fjarlægðir milli skipulagssvæða:
1. Skipulögð íbúðarbyggð: Að lágmarki 50  m frá landamerkjum.
2. Skipulögð orlofshúsabyggð:  Að lágmarki 50 m frá landamerkjum.
Möguleg frávik: Ef um sams konar landnýtingu er að ræða  beggja vegna landamerkja getur sveitarstjórn  minnkað fjarlægðarmörkin enda sé það gert með samþykkt þinglýstra eigenda aðliggjandi lands.
Reglur þessar gilda utan þeirra svæða sem þéttbýlisuppdráttur og séruppdrættir oná til.
Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að minnka áætlaðan fjölda íbúða í Fjörubyggðinni.


5. Tillaga að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025, síðari umræða.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna eins og hún liggur fyrir að teknu tilliti til þeirra atriða sem fram koma í 4. tl. þessarar fundargerðar.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.35

Getum við bætt efni síðunnar?