215. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 29. október, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson og Einar Gíslason.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá erindi Hestamannafélaganna Léttis og Funa dags. 29. október 2002.
Samþykkt og verður 12. liður dagskrár.
1. Fundargerð skólanefndar, 119. fundur, 17. okt. 2002
Varðandi 1. lið, samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra og skólastjóra að vinna að ítarlegri tillögu að fyrirkomulagi skólavistunar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Fundargerð menningarmálanefndar, 87. fundur 23. okt. 2002
Sveitarstjórn samþykkir erindi menningarmálanefndar sem fram kemur í fundargerð nefndarinnar frá 9. október 2002 og fyrirliggjandi kostnaðaráætlun í fundargerð 87. fundar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Fundargerð handverkssýningarstjórnar, 8. fundur 2002, 17. sept. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Fundargerð byggingarnefndar 5. fundur 15. okt. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, 62. fundur, 22. okt. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
6. Fundargerðir heilbrigðisnefndar, 49. og 50. fundur, 1. og 14. okt. 2002
Lagðar fram til kynningar.
7. Erindi Vegagerðarinnar dags. 21. okt. 2002, varðandi umferðaröryggismál og merkingar við Hrafnagil
Sveitarstjórn fagnar því að þessar tillögur skulu fram komnar og lýsir sig samþykka þeim.
8. Erindi Hjálparsveitarinnar Dalbjargar, dags. 15. okt. 2002
Beiðni um hækkun á greiðslu fyrir vinnu við íþróttavöll úr kr. 250.000.- í kr. 370.000.-
Sveitarstjórn felst á þau rök að verkið hafi verið umfangsmeira en áætlað var í fyrstu og samþykkir að hækka umsamda greiðslu um kr. 60.000.- sem verði greidd við verklok.
9. Erindi Ingvars Kristinssonar og Vilborgar E. Gunnlaugsdóttur um nafnbreytingu á Kálfagerði II, ódags.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir nánari upplýsingum frá bréfritara
10. Aðalfundur Tækifæris 7. nóv. 2002, tillaga að breytingum á samþykktum sjóðsins
Samþykkt að veita íslenskum verðbréfum h.f. heimild til að fara með atkvæði Eyjafjarðarsveitar á fundinum.
11. Erindi Benedikts Grétarssonar f. h. Jólagarðsins ehf., dags. 10. okt. 2002, umsókn um tengingu við hitaveitu
Sveitarstjóra falið að kanna hagkvæmni og kostnað við að leggja hitaveitu í Jólagarðinn.
12. Erindi Hestamannafélaganna Funa og Léttis, dags. 29. október 2002, beiðni um stuðning vegna Landsmóts hestamanna á Melgerðismelum 2006
Samkvæmt þeim forsendum sem fram koma í erindinu samþykkir sveitarstjórn að veita hestmannafélögunum Funa og Létti fjárstyrk allt að kr. 8.000.000.- til að undirbúa Landsmót hestamanna árið 2006, ef það verður haldið á Melgerðismelum.
Um greiðslu þessa styrks ef af verður mun samið síðar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:20