Sveitarstjórn

303. fundur 11. desember 2006 kl. 23:56 - 23:56 Eldri-fundur

303. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar,  haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 11. júlí 2006,  kl. 20:00
Mættir voru:  Arnar árnason,  Bryndís þórhallsdóttir, Einar Gíslason, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Reynir Björgvinsson, Sigríður örvarsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
 
1. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar, 10. fundur, 21. júní 2006.
Fundargerðin er samþykkt.


2. Fundargerð skipulagsnefndar, 55. fundur, 3. júlí 2006.
Eftirfarandi bókun var samþykkt:

"í framhaldi af fundi fulltrúa sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar og fulltrúa Skipulagsstofnunar hinn 15. maí 2006 var stjórnum allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar sent erindi og þeim kynntar þær hugmyndir að breytingum á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar, sem um leið krefðust breytinga á Svæðisskipulaginu.  í erindinu var þess um leið  óskað, að viðkomandi sveitarstjórnir  féllust á að ekki þyrfti að kalla saman samvinnunefnd um svæðisskipulagið sbr. 1. mgr. 14. gr. skipulagslaganna til að fjalla um breytingarnar. Sú beiðni var nánar rökstudd með vísan til erindis sveitarstjórnar til Skipulagsstofnunar sem dags. er 9. maí 2006. Allar sveitarstjórnirnar, nema bæjarstjórn Akureyri, hafa formlega lýst því yfir að þær geri ekki athugasemd við að aðalskipulagstillagan verði auglýst ásamt þeim breytingum, sem gera þarf á svæðisskipulaginu, án umfjöllunar samvinnu-nefndar. Með vísan til þess og að bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki tilgreint neina ástæðu fyrir höfnun sinni, telur sveitarstjórn sér rétt að auglýsa aðalskipulagstillöguna ásamt tillögu að breytingu á Svæðisskipulaginu án umfjöllunar samvinnunefndar. því felur sveitarstjórn skipulagsnefnd að ljúka sem fyrst vinnu við lokayfirferð skipulagstillögunnar svo taka megi hana til síðari umræðu í sveitarstjórn hinn 25. júlí n. k.  Jafnframt  felur hún sveitarstjóra að kynna skipulagstillöguna nánar fyrir skipulagsyfirvöldum á Akureyri í þeim tilgangi að fá formlega fram athugasemdir þeirra. þrátt fyrir þessa ákvörðun þá ályktar sveitarstjórn að rétt sé að kalla saman samvinnunefnd um svæðisskipulagið til að fjalla um framtíð þess og breytingar sem miði að því að nema úr gildi þau ákvæði, sem augljóslega hafa mjög hamlandi áhrif á framgang skipulagsmála í einstökum sveitarfélögum. þegar svo gerist virðist litið á svæðisskipulagið sem ígildi aðalskipulags, sem vart getur talist tilgangur þess þegar sveitarfélög á viðkomandi svæði hafa staðfest aðalskipulag.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera þær ráðstafanir sem þarf til að nefndin verði kölluð saman."


3. Hólsgerðislaug, minnisblað sveitarstjóra og tilboð í boranir.
Með vísan til minnisblaðs sveitarstjóra (11. júlí 2006), tilboðs og tillögu Alvarrs ehf. (Friðfinns Daníelssonar) dags. 23. júní 2006 um borun í Hólsgerðislaug og önnur framlögð gögn s. s. skýrslu vinnuhóps um orkumál, kostnaðaráætlanir o. fl. samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi:

"Sveitarstjóra er falið að afla upplýsinga um tæknilegar forsendur og áætlaðan kostnað við  lagningu dreifiveitu frá Hólsgerðislaug  á grundvelli tilboðs Alvarrs ehf frá 23. júni 2006. Tveir valkostir verði  til skoðunar þ. e. annars vegar lagning hitaveitu í Hólsgerði, Halldórsstaði, Torfufell og Vatnsenda og hins vegar hitaveitu sem næði að Skáldsstöðum að vestan og Hólum að austan. þegar þessar upplýsingar liggja fyrir mun sveitarstjórn taka afstöðu til fyriliggjandi tilboðs og áætlunar um boranir  og þá eftir atvikum hefja viðræður við íbúa á umræddu svæði eða svæðum, forsvarsmenn Yls sf., og eigendur Hólsgerðislaugar um samningslegar forsendur fyrir framkvæmdum".


4. Drög að samningi milli Eyjafjarðarsveitar og Skýrr um rekstur fjarskipta- og internetsþjónustu.
Afgreiðslu frestað


5. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2006, lántökuheimild, tillaga að breytingu.
Sveitarstjóra er falið að afla tilboða og semja um  nýja lántöku fyrir Eyjafjarðarsveit allt að kr. 75 millj.  áður hafði í áætlun ársins gert ráð fyrir nýrri lántöku á árinu  kr. 45 millj. 


6. Erindi Egils Ragnars Sigurðssonar, nemanda við Viðskiptaháskólann að Bifröst, dags. 27. júní 2006, beiðni um styrk vegna BS ritgerðar.
Sveitarstjórn hafnar beinum fjárstuðningi að svo stöddu en lýsir sig reiðubúna til  að greiða götu styrkumsækjanda með öðrum hætti.
Sveitarstjóra falið að hafa samband við styrkumsækjanda.


7. Heiða Jóhannsdóttir, nemandi við Viðskiptaháskólann að Bifröst, dags. 27. júní 2006, beiðni um styrk vegna BS ritgerðar.
Sveitarstjórn hafnar beinum fjárstuðningi að svo stöddu en lýsir sig reiðubúna til  að greiða götu styrkumsækjanda með öðrum hætti.
Sveitarstjóra falið að hafa samband við styrkumsækjanda.


8. Frumvarp til skipulagslaga og og frumvarp til laga um mannvirki, beiðni um umsögn sbr. erindi umhverfisráðuneytisins dags. 30. júní 2006.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.


9.Erindi um nafn á frístundalóð úr landi Leifsstaða. Nafnið er álfaslóð.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nafngiftina.


10. Tillaga F-listans um ráðningu á forstöðumanni íþróttamannvirkjanna sem jafnframt gegndi starfi íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa.
"F-listinn leggur til að að sveitarstjóra verði falið að gera áætlun um rekstur íþróttamannvirkja Eyjafjarðarsveitar.
í framhaldi af því verði gengið sem fyrst frá ráðningu forstöðumanns íþróttamannvirkja Eyjafjarðarsveitar sem jafnframt gegnir stöðu íþrótta- tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.  Hans hlutverk verði í megindráttum sem lýst er í hjálögðu fylgiskjali,  Drög að starfslýsingu."
Tillagan er samþykkt.



Fleira ekki gert,  fundið slitið kl. 22:05

Getum við bætt efni síðunnar?