Sveitarstjórn

301. fundur 11. desember 2006 kl. 23:55 - 23:55 Eldri-fundur

301. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar,  haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 13. júní 2006,  kl. 16:00
Mættir voru:  Arnar árnason,  Dóróthea Jónsdóttir,  Einar Gíslason,  Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Reynir Björgvinsson og Sigríður örvarsdóttir.
Með vísan til 13. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, boðaði Jón Jónsson til fundarins sem er fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
 
1. Kosning oddvita og varaoddvita  til eins árs sbr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Oddviti var kjörinn Arnar árnason  með 4 atkvæðum
Varaoddviti var kjörinn Elísabet Sigurðardóttir  með 4 atkvæðum


2. Ráðning sveitarstjóra.
Samþykkt að framlengja ráðningarsamning við Bjarna Kristjánsson sem sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar til næstu tveggja ára.
Oddvita falið að ganga frá samningi við Bjarna Kristjánsson.


3. Ráðning ritara sveitarstjórnar.
Samþykkt að ráða Stefán árnason ritara sveitarstjórnar.


4. Skipan kjörstjórnar til fjögurra ára sbr. 14. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórnar.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða:
Aðalmenn:
Emilía Baldursdóttir, Syðra Hóli
Jón Jóhannesson, Espihóli  
Níels Helgason, Torfum  
Varamenn:
Ingibjörg Jónsdóttir, Villingadal
Helga Hallgrímsdóttir, Hvammi
Birgir þórðarson, öngulsstöðum


5. Tillaga að fundartíma sveitarstjórnar.
Samþykkt að fundartími sveitarstjórnar verði kl. 20:00 til 31. ágúst, fyrir þann tíma verði tekin ákvörðun um framhald fundartíma.


6. Tillaga að breytingu á A lið  51. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar nr. 473/2002.
Samþykkt að vísa tillögunni til síðari umræðu.


7. Minnisblað um málefni mötuneytis Hrafnagilsskóla og Krummakots.
Lagt fram til kynningar.  Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna frekari gögn fyrir næsta fund.


8. Fundargerð skipulagsnefndar ,  54. fundur, 1. júní 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


9. Fundargerð byggingarnefndar , 50. fundur, 6. júní 2006.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 4. til og með 7. lið fundargerðar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?