289. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 6. des. 2005 kl. 19:30.
Mætt: Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Björk Sigurðardóttir, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason
1. Fundargerðir félagsmálanefndar 106. og 107. fundi, 21. og 29. nóv. 2005, ásamt fsk.
Með vísan til áskorunar til sveitarstjórnar varðandi húsnæðismál aldraðra vísar sveitarstjórn erindinu í þá vinnu sem er í gangi um framtíðanýtingu heimavistarhúss
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Fundargerð umhverfisnefndar, 72. fundur, 29. nóv. 2005.
1. lið, fundargerðar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2006.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Fundargerð skólanefndar, 146. fundur, 1. des. 2005.
1. lið, fundargerðar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2006.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 85. fundur, 14. nóv. 2005.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. Fundargerðir stjórnar Eyþings, 165. og 166. fundur, 22. sept. og 10. nóv. 2005.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
6. Tilboð í ADSL tengingar.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu og felur sveitarstjóra að kanna áhuga á þátttöku íbúa á svæðinu
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:20