Sveitarstjórn

286. fundur 11. desember 2006 kl. 23:47 - 23:47 Eldri-fundur

286. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 25. okt. 2005 kl. 19.30.
Mætt: Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Reynir Björgvinsson,  Jón Jónsson,  Valdimar Gunnarsson,  Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason


1. Fundargerð skólanefndar ásamt fsk., 144. fundur, 13. okt. 2005.
Varðandi 2., 10. og 11. lið,  samþykkir sveitarstjórn að skipa vinnuhóp sem fari yfir þau mál sem þar eru til umræðu.
Samþykkt var að skipa eftirtalda í vinnuhópinn:
   Jóhann ó. Halldórsson
   Karl Frímannsson
   önnu Gunnbjörnsdóttur
   Bjarna Kristjánsson 
Sveitarstjóra er falið að kalla hópinn samann.

8. liður, erindi Vilborgar þórðardóttur,  sveitarstjórn samþykkir erindið.
Einar Gíslason tók ekki þátt í afgreiðslu 8. liðar.

Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana. 


2. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 90. fundur, 18. okt. 2005.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundargerð atvinnumálanefndar, 32. fundur, 17. okt. 2005.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerðir umhverfisnefndar, 69. 70. og 71. fundur, 13. júní, 20. júní og 13.     okt. 2005.
Fundargerðir 69. og 70. fundar  gefa ekki tilefni til ályktana.
Varðandi 2. lið, 71. fundargerðar,  sveitarstjórn beinir því til nefndarinnar að hún endurskoði ákvörðun sýna um að veita ekki umhverfisverðlaun í ár.


5. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Norðurlandssvæðis eystra, 84. fundur, 10. okt. 2005.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


6. Fundargerðir héraðsráðs, 211. 212. og 213. fundur, 13. júlí, 7. sept. og 5. okt. 2005.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar


7. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins á Akureyri, 6. júní, 7. 14. og 19. sept. 2005.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


8. Fundarboð, vetrarfundur héraðsnefndar, 30. nóv. 2005.
Lagt fram til kynningar.


9. ályktanir frá aðalfundi Eyþings 2005.
Með vísan til erindis Eyþings dags, 4. okt. 2005,  samþykkir sveitarstjórn að endurskoða afstöðu sýna til þátttöku í hlutafjáraukningu Greiðrar leiðar ehf. og  samþykkir að auka hlutafé sitt um kr.  400.000.-


10. Erindi frá Rotaryklúbbi Akureyrar dags. 10. okt. 2005, beiðni um framkvæmdaleyfi vegna áningarsvæðis við skógarreit klúbbsins í landi Botns.
Samþykkt að leita eftir samþykki landeiganda og fá álit Vegagerðar áður en tekin er afstaða til framkvæmdaleyfis.


11. Minnisblað vinnuhóps um nýtingu á heimavistarhúsi Hrafnagilsskóla dags. 18. og 20. okt. 2005.
Sveitarstjórn felur vinnuhópnum að vinna málið áfram.


12. Skipan fulltrúa í handverkssýningarstjórn.
 Eftirtaldir hafa verið tilnefndir frá handverksfólki í stjórnina:
     Guðrún Hadda Bjarnadóttir
     Hugrún ívarsdóttir
     Sveina Björk Jóhannesdóttir
 Sveitarstjórn samþykkir að skipa Einar Gíslason og Eirík Stephensen í stjórnina.
 Einar Gíslason verður formaður stjórnar. 
 þá mun Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri vinna með stjórninni.   


13. Skipan fulltrúa í skólanefnd.
Samþykkt að skipa Arnar árnason, Hranastöðum,  sem varamann í nefndina.
    

14. Skipan fulltrúa í félagsmálanefnd.
Samþykkt að skipa Rögnvald Símonarson, Björk,  sem varamann í nefndina.


15. Fundur með þingmönnum Norðausturkjördæmis 31. okt. 2005.
Lagt fram til kynningar.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 21:20

Getum við bætt efni síðunnar?