Sveitarstjórn

285. fundur 11. desember 2006 kl. 23:46 - 23:46 Eldri-fundur

285. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 11. okt. 2005 kl. 19.30.
Mætt: Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Björk Sigurðardóttir,  Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason,  og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason


1. Fundargerð byggingarnefndar, 43. fundur, 4. okt. 2005.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 3. til og með 11. lið fundargerðarinnar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð skipulagsnefndar, 46. fundur, 10. okt. 2005.
Varðandi 6. lið,  samþykkir sveitarstjórn breytingu sem lýst er í bókun skipulagsnefndar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar samþykktir óbreyttir.


3. Erindi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, dags. 13. sept. 2005, um hækkun á grunnframlagi sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir erindið þar sem um er að ræða tímabundna hækkun.
áætluð hækkun á árinu 2006 er kr. 105.000.-


4. Erindi Greiðrar leiðar ehf., dags. 24. ág. 2005 um aukningu á hlutafé félagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.


5. Erindi Stefáns Stefánssonar, dags. 29. sept. 2005 um nafn á húsi á lóð úr landi Jódísarstaða.
Sveitarstjórn frestar erindinu þar til fyrir liggur hvort húsagatan fær sérstakt nafn eða ekki.


6. Skipan fulltrúa í stjórn Handverkshátíðarinnar.
Samþykkt að leita eftir tilnefningu handverksfólks í nefndina og verður Laufáshópnum sent erindi þar um.


7. Um lagningu hitaveitu frá Akri að Fellshlíð, minnisblað sveitarstjóra.
Sveitarstjórn samþykkir tillögur sveitarstjóra í fyrirliggjandi minnisblaði og svarbréfi til Norðurorku ehf.


8. Drög að samþykkt um fráveitur í Eyjafjarðarsveit.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leiti og að þau verði send til umsagnar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra áður en þau koma til síðari umræðu.


9. Deiliskipulag í Reykárhverfi III, minnisblað frá sveitarstjóra.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að hefja undirbúning að deiliskipulagi svæðisins.


10. Um gerð útivistarkorta, minnisblað frá sveitarstjóra.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að semja við AFþ um útgáfu útivistarkorts samkv. tilboði frá félaginu.  áætlaður kostnaður er kr. 600 -650 þús. og er honum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  20:45

Getum við bætt efni síðunnar?