282. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 5. sept. 2005 kl. 22.00.
Mættir: Hólmgeir Karlsson, Einar Gíslason, Valdimar Gunnarsson, Arnar árnason, Gunnar Valur Eyþórsson, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
á dagskrá var eitt mál, erindi nefndar um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð, drög að málefnaskrá.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur tekið til umfjöllunar á fundi sínum þann 5. september 2005 bréf samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu ásamt tillögu að málefnaskrá dagsett 30. ágúst 2005.
það er mat sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar að fyrirliggjandi tillögur að kynningarefni fyrir íbúa Eyjafjarðar um kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna sé ekki í fullu samræmi við það sem samþykkt var af fulltrúum sveitarfélaganna á fyrsta fundi nefndarinnar þann 29. apríl 2005. í kynningarefninu er ekki að finna þá hlutlausu framsetningu á kostum þess og göllum að ganga til sameiningar eins og að var stefnt. þess í stað fjallar kynningarefnið í heild sinni að stærstum hluta um kosti sameiningar.
Auk þess er fjallað ítarlega um innra skipulag hugsanlegs sveitarfélags sem ekki var í verkahring nefndarinnar.
Einnig voru við upphaf vinnunnar settir fyrirvarar af hálfu sveitarfélaganna um þátttöku í verkefninu sem meðal annars fólust í eftirfarandi:
Að framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skerðist ekki
Að fyrir liggi ákvörðun um skiptingu tekjustofna milli ríkisins og sveitarfélaga.
þessi ákvæði hafa ekki verið uppfyllt, þó svo óbreyttum framlögum hafi verið lofað úr Jöfnunarsjóði næstu fjögur árin frá sameiningu. Um þetta er heldur ekki fjallað í kynningarefninu.
það skal tekið fram að þessari gagnrýni sem fram kemur hér að ofan hafa fulltrúar sveitarfélagsins í nefndinni ítrekað komið á framfæri á fundum nefndarinnar
Afstaða sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar er óbreytt frá því málið var til umfjöllunar á fundi hennar þann 4. janúar 2005, en megininntak bókunarinnar var eftirfarandi:
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur ekki að fram séu komin nein þau rök sem mæla eindregið með sameiningu sveitarfélagsins við önnur á svæðinu"
Eftir sem áður telur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mikilvægt að íbúum sveitarfélagsins verði á hlutlausan hátt kynntir kostir og gallar hugsanlegrar sameiningar sveitarfélaga við Eyjafjörð. þar sem framlagt kynningarefni mun augljóslega ekki þjóna þeim tilgangi að fullu, sér sveitarstjórn sig knúna til að koma frekari upplýsingum á framfæri við íbúa sveitarfélagsins verði ekki gerðar verulegar breytingar á innihaldi og framsetningu kynningarefnisins.