Sveitarstjórn

277. fundur 11. desember 2006 kl. 23:42 - 23:42 Eldri-fundur

277. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi  þriðjudaginn 7. júní 2005,  kl. 19:30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson,  Eygló Daníelsdóttir,  Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson,  Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
 
1. Bréf frá Guðmundi Oddssyni,  dags. 11. apríl 2005,  styrkbeiðni vegna námsferðar.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.


2. Erindi frá stjórn Funa,  dags. 11. apríl 2005 ,  beiðni um styrk vegna breytinga á Funaborg og fl.
Sveitarstjórn samþykkir að styðja verkefnið um að allt að kr. 2.000.000.-. 
á árinu 2005 verði greiddar allt að kr. 500.000.-,   en afgreiðslu að öðru leiti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.


3. Bréf UMF Samherja dags. 24. maí 2005 ,  tilkynning um skipun í samstarfsnefnd.
Samþykkt að óska eftir tilnefningu íþrótta- og tómstundarnefndar í samstarfsnefndina samkv. 19. gr. samstarfssamningsins.
 
4. Erindi frá Hreiðari B. Hreiðarssyni dags. 2. júní 2005,  vegna lóðar nr. 3 við Hjallaröð.
Sveitarstjóra falið að leita samninga við bréfritara um lausn málsins.


5. Fundargerð stjórnar Eyþings, 161. fundur,  13. maí 2005.
Lögð fram til kynningar.


6. Fundargerð skipulagsnefndar, 42. fundur, 2. júní 2005.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.


Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  20:40

Getum við bætt efni síðunnar?