262. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 9. nóvember 2004, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Reynir Björgvinsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Erindi frá Háskólasetrinu í Hveragerði, dags. 1. nóv. 2004, beiðni um styrk.
Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.
2. Erindi frá Hótel Vín ehf. dags. í okt. 2004, beiðni um endurskoðun á samningi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við bréfritara.
3. Erindi Björns Einarssonar og Margrétar árnadóttur dags. 22. okt. 2004, þar sem þau óska leyfis sveitarstjórnar til að nefna landsspildu úr landi Bjarkar, Signýjarstaði.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.
4. Bréf frá Gunni ýri Stefánsdóttur dags 5. nóv. 2004.
Erindið er samþykkt. Frestað til næsta fundar að skipa nýjan formann í nefndina.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:05