256. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 10. ág. 2004 kl. 16:15.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Reynir Björgvinsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Umsögn Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar vegna efnistöku úr óshólmum Eyjafjarðarár, dags. 8. júlí 2004.
Fyrir fundinum lá bókun nefndarinnar frá fundi 5. júlí 2004 en þar segir m.a.:
"Nefndin telur ekki þörf á umhverfismati vegna efnistöku í lóninu austan Eyjafjarðarbrautar þar sem það mun vera utan skilgreindra marka friðlands og útivistarsvæðis í óshólmum Eyjafjarðarár. En komi til þess að þörf verði á efnistöku vestan Eyjafjarðarbrautar, innan verndarsvæðisins, verði leita álits umsjónarnefndar áðurgreinds friðlands. Varðandi efnistöku á því svæði telur nefndin að þörf sé á umhverfismati samkvæmt 3. viðauka (iii,a) laga um mat á umhverfisáhrifum, númer 106/2000."
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og er henni sammála um að ekki sé þörf á umhverfismati vegna fyrirhugaðrar efnistöku svo fremi að efnistakan sé utan verndarsvæðis.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:40