247. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, Syðra Laugalandi 16. mars 2004, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Valdimar Gunnarsson, Arnar árnason, Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Fundargerð atvinnumálanefndar, 18. fundur, 9. mars 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Umsókn um leyfi til efnistöku fyrir landi Syðri-Varðgjár, dags. 1. mars 2004
Umsækjendur eru Egill Jónsson og G.V. Gröfur ehf.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi af óshólmasvæðinu.
3. ódagsett erindi stýrihóps um athugun á áhrifum sameiningar sveitarfélaga við Eyjafjörð
Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða:
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur á fundi sínum þann 16. mars 2004 tekið fyrir ódagsett erindi "stýrihóps um athugun á áhrifum sameiningar sveitarfélaga við Eyjafjörð" undirritað af fulltrúum Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarbæjar. Sveitarstjórn er tilbúin til samstarfs við stýrihópinn um þá hugmynd að leita til Háskólans á Akureyri um könnun á áhrifum sameiningar sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Hún lítur svo á að slík könnun geti orðið grunnur að frekari skoðanaskiptum um sameiningu og sameiningarkosti á umræddu svæði, enda komi fulltrúar allra þeirra sveitarfélaga, sem þess óska, að þeirri umræðu á jafnréttisgrundvelli. það er jafnframt skoðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar að eðlilegt sé, að í framhaldi könnunarinnar verði umræður um sameininguna og eflingu sveitarstjórnarstigsins leiddar af Eyþingi. það er ljóst að skoðanir eru mjög skiptar um þetta málefni og nokkur tortryggni er ríkjandi í afstöðu íbúa á svæðinu til víðtækrar sameiningar sveitarfélaganna. það skiptir því miklu að umræðan sé opin og fagleg og að henni verði stýrt af aðila sem telja má hlutlausan en ekki af fulltrúum eins sveitarfélags umfram önnur. í þessu samhengi vísar sveitarstjórn til ályktunar um sameiningu sveitarfélaga sem samþykkt var á fundi hennar 17. feb. s. l. og er svar hennar við erindi nefndar um sameiningu sveitarfélaga dags. 22. jan. ályktunin hefur verið send nefndinni, stjórn Eyþings og sveitarstjórnum á Eyjafjarðarsvæðinu."
Með hliðsjón af erindi stýrihópsins samþykkir sveitarstjórn að tilnefna Bjarna Kristjánsson sem aðalmann í hópinn og Hólmgeir Karlsson til vara.
4. Bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 26. feb. 2004, svar við erindi sveitarstjóra dags. 21. jan. s. l., um greiðslu Jöfnunarsjóðs á hluta fasteignaskatta
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur móttekið svar Jöfnunarsjóðs við erindi sínu til sjóðsins dags.21. jan. 2004. í erindinu var óskað eftir leiðréttingu á framlagi sjóðsins til greiðslu á fasteignaskatti sbr. breytingu frá árinu 2000 á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga. Sveitarstjórn taldi að ekki hefði verið staðið við fyrirheit um að sveitarfélögin yrðu "jafnsett og áður" eins og segir í athugasemdum við 4. grein frumvarpsins. þ.e. að sveitarfélögunum yrði bætt með framlagi úr Jöfnunarsjóði hugsanlegt tekjutap vegna lagabreytingarinnar. í bréfi sínu hafnar Jöfnunarsjóður beiðni sveitarfélagsins um leiðréttingu á framlaginu og þá væntanlega um leið þeirri röksemdafærslu, sem beiðnin studdist við. Til stuðnings höfnuninni vísar sjóðurinn til 1. gr. "Samkomulags um breytingar á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga" frá 4. des. 2002". Samkomulag þetta er undirritað af félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga. í a og b lið 1. gr. samkomulagsins er fjallað um lausn þess ágreinings sem uppi var milli aðila um greiðslu á umræddu framlagi og síðan segir:
" Með hækkun framlaga samkvæmt a) og b) lið hefur framangreindur ágreiningur aðila verið að fullu leystur og eru aðilar sammála um að framlag ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna lækkunar á fasteignaskatti einstakra sveitarféaga verði ekki endurskoðað frekar þrátt fyrir breytingar sem verða kunna á fasteignamati eða skatttekjum ríkissjóðs frá ári til árs."
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur ekki hjá því komist að lýsa undrun sinni yfir því að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem óumdeilanlega ber að gæta hagsmuna sveitarfélaga gagnvart ríkisvaldinu, telji sig þess umkomna að standa fyrir þeirra hönd að slíku samkomulagi. Sveitarstjórn telur, að þegar samkomulagið var gert hafi stjórn Sambandsins mátt vera ljóst, að Jöfnunarsjóður gæti ekki staðið við þau fyrirheit sem gefin voru um fjárhagslega jafnstöðu sveitarfélaganna eftir umrædda lagabreytingu, þrátt fyrir nokkra hækkun á framlögum til sjóðsins í kjölfar samkomulagsins. Sveitarstjórn skorar á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að gera grein fyrir því hvað réði afstöðu hennar til þessa málefnis. Jafnframt skorar hún á stjórnina að taka nú þegar upp viðræður við ríkisvaldið um leiðréttingu á framlögum ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitafélaga til samræmis við raunverulega fjárþörf vegna hlutar hans í fasteignaskattstekjum sveitarfélaganna."
5. Erindi Kollgátu dags. 9. mars 2004 um heimild til frávika frá byggingarskilmálum sem gilda fyrir byggingu á lóðum úr landi Hólshúsa
Sveitarstjórn samþykkir erindið komi ekki fram athugasemdir í kjölfar grenndarkynningar.
Sveitarstjóra falið að annast kynninguna.
6. Vegamál, minnisblað sveitarstjóra
Samþykkt að óska eftir umsögn umferðarnefndar um fyrirliggjandi minnisblað.
7. Samningar um stofnanaþjónustu fyrir aldraða
Fyrir fundinum lá minnisblað frá sveitarstjóra dags. 16. mars.
Sveitarstjórn samþykkir þá tillögu sem fram kemur í minnisblaðinu hvað varðar gagntilboð um greiðslu til Akureyrarbæjar fyrir stofnanaþjónustu.
8. Erindi félagsmálanefndar alþingis, beiðni um umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
9. Tillaga að samþykkt um hunda- og kattahald, fyrri umræða
Samþykkt að vísa tillögunni til síðari umræðu.
10. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 67. fundur, 8. mars 2004
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
í tengslum við umræður um fundargerðina samþykkti sveitarstjórn að óska eftir því við umhverfisnefnd og heilbrigðisnefnd að þær láti umgengni utan húss sig varða. Sérstaklega má benda á frágang og umgengni um heyrúllur.
11. Tillaga að skipan fulltrúa í Handverkssýningarstjórn
Eftirfarandi tillaga frá oddvita var samþykkt samhljóða:
"Handverkssýningarstjórn verði skipuð 5 fulltrúum. Sveitarstjórn skipi 2 fulltrúa án tilnefningar og 3 fulltrúa skv. tilnefningu handverksfólks.
Annar fulltrúi sveitarstjórnar skal vera formaður stjórnar.
Að öllu jöfnu verði skipuð ný stjórn fyrir hverja handverkshátíð. Sú sem nú verður skipuð sitji til loka okt. 2004, en þá verði skipuð ný stjórn til eins árs."
þá lágu einnig fyrir bréf þar sem Valdimar Gunnarsson og Vaka Jónsdóttir óska eftir að verða leyst frá störfum í stjórn handverksýningar.
Fallist er á erindi þeirra en óskað eftir að þau sitji þar til skipað hefur verið í nýja stjórn.
Samþykkt að fresta til næsta fundar að skipa í stjórnina.
12. Tillaga að afgreiðslu styrkumsókna
Fyrir lá eftirfarandi tillaga frá oddvita sem samþykkt var samhljóða:
"Við gerð fjárhagsáætunar ár hvert verði ákveðinni upphæð varið í styrki. úthlutun fer fram einu sinni á ári á fundi sveitarstjórnar í ágúst mánuði. Fram að þeim tíma skal safna saman öllum beiðnum er berast og þær þannig látnar koma til álita við úthlutun.
Að öllu jöfnu skal að því stefnt að úthluta styrk / styrkjum til félaga og félagasamtaka sem starfa á svæðinu eða veita þjónustu íbúum svæðisins.
á árinu 2004 verði varið allt að kr. 350.000.- til styrkja."
Fjárveitingunni verði mætt með lækkun á eigin fé.
13. Skýrsla vinnuhóps um orkumál
Skýrslan lögð fram til kynningar.
Samþykkt að óska eftir því við formann vinnuhópsins að hann mæti á fund sveitarstjórnar.
14. Erindi Hjálparsveitarinnar Dalbjargar dags. 11. mars 2004, beiðni um styrkveitingu.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Hjálparsveitinni Dalbjörg styrk kr. 300.000.-
15. Fundargerð skipulagsnefndar, 31. fundur, 12. mars 2004
Fundargerðin er samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:55