Sveitarstjórn

240. fundur 11. desember 2006 kl. 23:25 - 23:25 Eldri-fundur

240. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, Syðra Laugalandi 25. nóvember 2003, kl. 19:30.

 

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 


1. Fundargerð atvinnumálanefndar 14. fundur, dags. 10. nóv. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

2. Fundargerð umhverfisnefndar 58. fundur, dags. 19. nóvember 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

3. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 69. fundur, dags. 19. nóvember 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

4. Fundargerð menningarmálanefndar 96. fundur, dags. 20. nóvember 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

5. Erindi frá Sindra Hreiðarssyni og Gunni ýri Stefánsdóttur dags. 19. nóvember 2003 ,
þar óska þau eftir samþykki sveitarstjórnar til að nefna hús sitt Smáralund.
Erindið er samþykkt.

 

6. Kaupsamningur um jörðina þverá I, dags. 19. nóvember 2003
þar selja Guðrún Matthildur Sveinsdóttir og Pétur Billeskov Hansen Jóni B. Arasyni jörðina þverá I.
Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti.

 

7. Kaupsamningur um lóð í Leifsstaðabrúnum dags. 10. ágúst 2003
þar selur Bergsteinn Gíslason Hjalta Eymann landspildu nr. 6 samkvæmt deiliskipulagi af Leifsstaðabrúnum.
Sveitarstjórn samþykkir falla frá forkaupsrétti.

 

8. Endurskoðun Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014
Drög að greinargerð lögð fram til kynningar.
Samþykkt að vísa fyrirliggjandi drögum til skipulagsnefndar.


9. Fjörubyggð, minnisblað sveitarstjóra dags. 21.nóvember 2003
Lagt fram til kynningar.
Frestað er til næsta fundar afgreiðslu á erindi Björgunar dags. 18. júní 2003.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:55

Getum við bætt efni síðunnar?