238. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi 28. október 2003, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Einar Gíslason, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason
1. Fundargerð félagsmálanefndar, 92. fundur, 23. okt. 2003
1. liður, tillaga að reglum um veitingu viðbótarlána til íbúðarkaupa. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.
2. liður, tillaga að reglum um úthlutun leiguíbúða Eyjafjarðarsveitar. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með eftirfarandi breytingu:
Yfirskriftin verði:
"Reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða Eyjafjarðarsveitar."
1. úr 1. málsgrein 1. gr. falli út "60 ára og eldri." á undan síðustu málsgrein 1. gr. komi ný málsgrein er hljóði þannig: "útleiga íbúðanna að Reykhúsum 4a, b og c er bundin því skilyrði að umsækjandi eða maki hans sé 60 ára eða eldri."
2. á eftir "Auk aldursmarkanna" í upphafi 2. gr. komi "sbr. 1. gr."
3. Við 1. málsgrein 3. gr. bætist "og kr. 378.000,00 fyrir hvert barn að 20 ára aldri, sem býr á heimilinu."
4. á eftir "sambýlismaður/kona" í c lið 7. gr. komi "eða börn."
2. Fundargerð umferðarnefndar, 13. fundur, 23. okt. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Fundargerð atvinnumálanefndar, 13. fundur, 9. okt. 2003
Liður 1.b. Umræða var um fyrirkomulag á garnaveikibólsetningu. Sveitarstjórn beinir því til atvinnumálanefndar að hún kalli ákveðnar eftir gögnum um bólusetningu. Jafnframt verði fyrirkomulag garnaveikibólusetningar kynnt fyrir búfjáreigendum.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 68. fundur, 16. okt. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Fundargerð umhverfisnefndar, 55. fundur, 13. sept. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
6. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 59. fundur, 16. okt. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Fundargerð byggingarnefndar, 18. fundur, 21. okt. 2003
4. liður, erindi frá Fosslandi ehf. um breytingu á utanhúsklæðningu á Fosslandi 1.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
5. liður, Mælifell ehf sækir um leyfi fyrir geymsluskúr á lóð nr. 13 á skipulögðu sumarhúsasvæði á jörðinni Eyrarlandi.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
6. liður, Fallorka ehf. sækir um leyfi fyrir stíflu í Djúpadalsá vegna virkjunarframkvæmda.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
7. liður, þórir Hólmgeirsson og Hólmgeir Valdimarsson leggja fram breyttar teikningar af íbúðarhúsi á lóð nr. B-5 í landi Hólshúsa.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
8. Fundargerðir stjórnar Eyþings, 144. og 145. fundur, 26. sept. og 3. okt. 2003
Lagðar fram til kynningar.
9. Héraðsnefnd Eyjafjarðar, erindi um safnamál dags. 20. okt. 2003
Sveitarstjórn leggur til að 5. gr. verði breytt þannig að orðin "að öllu jöfnu" í síðustu efnisgrein falli út.
Sveitarstjórn gerir ekki aðrar athugasemdir við einstakar greinar í drögum að nýrri stofnskrá fyrir Minjasafnið á Akureyri. Hins vegar vill sveitarstjórn vekja athygli á nauðsyn þess að skilgreina betur í stofnskránni ráðgefandi hlutverk Minjasafnsins gagnvart öðrum söfnum á svæðinu og að hve miklu leyti sú þjónusta er innifalin í framlagi sveitarfélaganna til þess sem héraðssafns. Leggja ber áherslu á þetta ráðgefandi hlutverk sem og hlutverk þess í skipulagi safnamálanna í heild. Að þessum hlutverkum báðum er vikið í fsk. með drögunum undir yfirskriftinni "Aðild að Minjasafninu á Akureyri, þjónusta þess og skyldur" án þess að þau séu nægilega skilgreind í drögunum sjálfum.
þá leggur sveitarstjórn til að nafni safnsins verði breytt í "Minjasafn Eyjafjarðar."
10. Vetrarfundur Héraðsnefndar Eyjafjarðar 26. nóv. 2003
Lagt fram til kynningar.
11. Samningur um stofnanaþjónustu fyrir aldraða
Sveitarstjórn getur ekki fallist á meira en 50% hækkun á gjaldalið samningsins frá því sem nú er og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við önnur aðildarsveitarfélög samningsins.
12. Lögfræðiálit Arnars Sigfússonar um hitavatnsréttindi á Syðra-Laugalandi dags. 9. okt. 2003
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og Arnari Sigfússyni að taka upp viðræður við Prestssetrasjóð um hitavatnsréttindin á grundvelli fyrirliggjandi álitsgerðar.
13. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar, 197. fundur, 15. okt. 2003
Lagt fram til kynningar.
14. Aðalskipulag fyrir Svalbarðsstrandarhrepp, tilkynning um skipulagsvinnu dags. 10. okt. 2003
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:50