Sveitarstjórn

235. fundur 11. desember 2006 kl. 23:22 - 23:22 Eldri-fundur

235. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 16. september 2003, kl. 19:30.

 

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Reynir Björgvinsson, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

 

1. Fundargerð starfshóps um "Smámunasafn", 9. sept. 2003
Fundargerðin samþykkt.

 

2. Fundargerð atvinnumálanefndar, 12. fundur, 10. sept. 2003
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti en því að hún frestar ákvörðun um breytingu á þeim tíma sem heimilt er að hafa hross í afrétt. Sveitarstjórn felur nefndinni að afla frekari rökstuðnings t.d. með áliti héraðsdýralæknis og gróðurverndarnefndar áður en til ákvörðunar kemur.

 

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 61. fundur, 8. september 2003
Lögð fram til kynningar.

 

4. Fundargerð skólanefndar, 127. fundur, 4. sept. 2003
Sveitarstjórn óskar starfsfólki Hrafnagilsskóla til hamingju með viðurkenningu frá íslensku menntasamtökunum fyrir framúrskarandi árangur.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

5. Erindi Björns Karlssonar dags. 5. sept. 2003, beiðni um námstyrk.
Sveitarstjórn vísar erindinu til skólanefndar og óskar eftir umsögn hennar.

 

6. Bréf Lögmannsstofunnar, Akureyri, dags. 5. sept. 2003, um álagningu fjallskilagjalda. Gefur ekki tilefni til bókunar.

 

7. Erindi Steinunnar A. ólafsdóttur, dags. 26. ágúst 2003,
um göngustíg milli Hrafnagils og Kristness.
Erindinu er vísað til gerðar aðalskipulags og sveitarstjóra falið að kanna lauslega áætlaðan kostnað við að gera gönguleið.

 

8. Fundargerð búfjáreftirlits 18. svæðis, dags. 1. sept. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
Sveitarstjóra falið að fara yfir starfsmannamál Eyjafjarðarsveitar í ljósi breyttrar verkefnastöðu hvað varðar búfjáreftirlit og gera tillögu þar um.

 

9. Erindi Búnaðarsambands Eyjafjarðar, dags. 8. sept. 2003, samn. um búfjáreftirlit.
Sveitarstjóra falið að leggja fram drög að gjaldskrá á næsta fundi.

 

10. Erindi dags. 2. sept. 2003 um styrk vegna stækkunar á endurhæfingarheimili Krossgatna í Kópavogi.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

11. Vottunarfélagið Tún, fundargerð aðalfundar 29. ág. 2003
Lögð fram til kynningar.

 

12. Fjárlaganefnd Alþingis, augl. dags. 4. sept. 2003 um viðtalstíma fyrir sveitarstjórnarmenn
Sveitarstjóra falið að ítreka fyrri erindi sveitarfélagsins til nefndarinnar.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:15

Getum við bætt efni síðunnar?