Sveitarstjórn

234. fundur 11. desember 2006 kl. 23:22 - 23:22 Eldri-fundur

234. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 2. september 2003, kl. 19:30.

 

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Valdimar Gunnarsson og Einar Gíslason.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

 

1. Fundargerð byggingarnefndar, 16. fundur, 19. ágúst 2003
4. liður, Benjamín Baldursson sækir um leyfi til að breyta fjósi og hlöðu í legubásafjós.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
5. liður, Matthías Frímannsson sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóð nr. 7 úr landi Leifsstaða.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
6. liður, þverár Golf ehf, sækir um leyfi til að byggja golfskála við vallaraðstöðu sína í landi þverár.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
7. liður, Fallorka ehf, sækir um leyfi til að byggja stöðvarhús við Djúpadalsá.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

2. Fundargerð atvinnumálanefndar, 11. fundur, 18. ágúst 2003
5. liður, sveitarstjórn samþykkir tillögu atvinnumálanefndar að fundafyrirkomulagi v/AFE. Jafnframt verði sveitarstjórnarfulltrúum boðið að sitja fundina.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

3. Fundargerð skipulagsnefndar, 26. fundur, 26. ágúst 2003
Fundargerðin er samþykkt.

 

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 60. fundur, 11. ágúst 2003
Lagt fram til kynningar.

 

5. ársreikningur Tónlistarskóla Eyjafjarðar fyrir árið 2002
Lagður fram til kynningar.

 

6. Erindi Bílaklúbbs Akureyrar, dags. 21. ágúst 2003
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara og afla frekari upplýsinga um málið.

 

7. Beiðni um námsvist í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags, dags. 25. ágúst
Sveitarstjórn hafnar erindinu þar sem nám á framhaldsskólastigi er á hendi ríkisins og ekki í verkahring sveitarfélaga.
Sveitarstjóra falið að senda menntamálaráðuneytinu erindi og hvetja til þess að fundin verði lausn á málinu sem fyrst.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:50

Getum við bætt efni síðunnar?