Sveitarstjórn

232. fundur 11. desember 2006 kl. 23:19 - 23:19 Eldri-fundur

232. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi 11. júlí 2003, kl. 10:00.

 

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Björk Sigurðardóttir, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason

 

 

1. Umsókn dags. 8. júlí 2003 um skemmtanaleyfi vegna útihátíðar á Melgerðismelum 1. ? 4. ágúst 2003
Umsækjendur eru ómar Aage Tryggvason Schiöth og Ingólfur þór Hlynsson.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með eftirfarandi skilyrðum:
a) Eyjafjarðarsveit áskilur sér endurgjald sem nemi 6% af andvirði seldra aðgöngumiða þó aldrei lægri upphæð en kr. 1.000.000.-. Lögð verði fram bankatrygging fyrir endurgjaldinu.
b) Lögð verði fram bankatrygging kr. 1.500.000.- fyrir kostnaði við hreinsun, frágang og lagfæringar á svæðinu.
c) Ekki verði hleypt inn á svæðið fleiri gestum en viðbúnaður á svæðinu gerir ráð fyrir sbr. umsóknina sem gerir ráð fyrir 8.000 gesta hámarki.
d) Að gæsla á svæðinu verði í höndum björgunarsveita eða annarra sambærilegra aðila.
e) Að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gefi út starfsleyfi.
f) Að Sýslumaðurinn á Akureyri gefi leyfi fyrir samkomunni. Leyfi sýslumanns taki mið af tillögum í 6. kafla skýrslu starfshóps sem skipaður var til að fara yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir sem dags. er 11. júlí 2002.

 

2. Erindi þverárgolfs ehf. dags. 7. júlí 2003, umsókn um leyfi til byggingar aðstöðuhúss í landi þverár
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:45

Getum við bætt efni síðunnar?