230. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 10. júní 2003, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2002, síðari umræða
Rekstrarniðurstaða ársreiknings 2002 er jákvæð um 3,8 millj. króna sem er 2.8 milljónum lakari niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Veltufé frá rekstri er um 23.5 milljónir króna.
Skuldir samtals eru 144.1 millj. króna.
Eigið fé og skuldir samtals kr. 545.5 millj. króna
Reikningurinn var samþykktur samhljóða.
2. Erindi Búnaðarfélags öngulsstaðahrepps, frestað á síðasta fundi
í erindinu er óskað eftir því að Eyjafjarðarsveit kaupi hlut félagsins í Freyvangi.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni félagsins og kaupa eignarhlut þess á kr. 250.000.- sem er 18.93% af fasteignamati eignarhlutans.
þetta er gert í ljósi þess að sveitarsjóður hefur annast allt viðhald hússins um árabil.
3. Heitavatnsréttindi að Syðra-Laugalandi, niðurstaða gerðardóms í máli menntamálaráðuneytisins gegn Prestssetrasjóði
Samþykkt að óska eftir túlkun á niðurstöðu dómsins frá Arnari Sigfússyni, lögfræðingi Eyjafjarðarsveitar.
4. Drög að deiliskipulagi Reykárhverfis II
Samþykkt að vísa fyrirliggjandi drögum til skipulagsnefndar til frekari skoðunar í ljósi umræðna á fundinum.
5. Erindi Freys Ragnarssonar og óla V. Stefánssonar um leigu á sundlauginni að Syðra-Laugalandi, ódags., þar sem þeir vilja kanna möguleika á að fá sundlaugina Syðra-Laugalandi á leigu sumarið 2003
Erindinu er hafnað þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun um framtíð laugarinnar.
6. Erindi ármanns H. Skjaldarsonar dags. 13. maí 2003, þar sem hann óskar eftir að láta af störfum í félagsmálanefnd
Sveitarstjórn samþykkir erindið. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að Aðalheiður Harðardóttir taki sæti sem aðalmaður í félagsmálanefnd.
7. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 57. fundur, 12. maí 2003
Lögð fram til kynningar.
8. Fundargerð stjórnar Eyþings, 141. fundur, 26. maí 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
9. Fundargerð skipulagsnefndar, 23. fundur, 3. júní 2003
Fundargerð skipulagsnefndar samþykkt.
Varðandi 1. lið, samþykkir sveitarstjórn að í aðalskipulagi verði mótuð stefna í skipulagi svæðisins.
10. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs sbr. 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar
Hólmgeir Karlsson var kjörinn oddviti með 5 atkvæðum.
Jón Jónsson var kjörinn varaoddviti með 4 atkvæðum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:55