Sveitarstjórn

651. fundur 13. mars 2025 kl. 08:00 - 10:10 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
Almenn erindi
1. 2502052 - Leikskólinn Krummakot (nýji) - umsókn um frávik frá deiliskipulagi vegna staðsetningar gróðurhúss
Eyjafjarðarsveit sækir um frávik frá deiliskipulagi Hrafnagilshverfis vegna staðsetningar gróðurhúss á og við nýja lóð leikskólans.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 427. fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu samkv. 3.mgr. 43. gr. sömu laga.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið sem óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skal fallið frá grenndarkynningu samkv. 3.mgr. 43. gr. sömu laga.
 
2. 2406011 - Byttunes L228844 - framkvæmdaleyfi v.haugsetningar á sandi
Ölduhverfi ehf. óskar eftir leyfi til að viðbótar haugsetningu tímabundið sand á Byttunesi L228844.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 427. fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna tímabundinnar haugsetningar á sandi á Byttunesi L 228844 og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi enda liggja samþykki landeigenda fyrir. Framkvæmdaleyfi gildi til og með 6.júní 2026.
 
Linda Margrét Sigurðardóttir víkur af fundi undir þessum lið.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um framkvæmdaleyfi vegna tímabundinnar haugsetningar á sandi á Byttunesi L 228844 og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi enda liggja samþykki landeigenda fyrir. Framkvæmdaleyfi gildi til og með 6.júní 2026.
 
3. 2503001 - Ölduhverfi - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Útgröftur fyrir vegstæði
Ölduhverfi ehf. sækir um framkvæmdaleyfi til útgraftar á vegstæði innan svæðis og niður að uppkeyrslu. Mótun svæðis tengt Bogöldu og uppkeyrslu að svæði.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 427. fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi. Þá leggur nefndin áhersla á að snyrtilega verði gengið um svæðið og að gætt verði sérstaklega að nálægð við Jólagarðinn við flutning vinnuvéla upp á svæðið og umferð sé ekki meiri en nauðsyn krefur.
 
Linda Margrét Sigurðardóttir víkur af fundi undir þessum fundarlið.
 
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Þá leggur sveitarstjórn áherslu á að snyrtilega verði gengið um svæðið og að gætt verði sérstaklega að nálægð við Jólagarðinn við flutning vinnuvéla upp á svæðið og umferð sé ekki meiri en nauðsyn krefur.
 
4. 2411007 - Leifsstaðir II L152714 - breyting á deiliskipulagi, hótel orlofshús
Sveitarstjórn heimilaði á 645. fundi sínum landeiganda að leggja fyrir sveitarstjórn tillögu að breytingu á aðalskipulagi samhliða tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd fjallaði um tillögurnar á 427. fundu sínum og leggur til við sveitarstjórn að aðal- og deiliskipulagstillögu vegna Leifsstaða II - verslunar- og þjónustusvæðis verði vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30 gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að aðal- og deiliskipulagstillögu vegna Leifsstaða II - verslunar- og þjónustusvæðis verði vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30 gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
5. 2503002 - Erindi frá Óshólmanefnd til Eyjafjarðarsveitar varðandi Hvamms- og Kjarnarflæðar
Óshólmanefnd hefur sent Eyjafjarðarsveit erindi vegna afgreiðslu skipulagsnefndar og sveitarstjórnar á framkvæmdaleyfi á svæðinu. Skipulagsnefnd fjallaði um erindið á 427. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn þakkar innkomið erindi Óshólmanefndar.
 
Sveitarstjórn lítur svo á að nægilega hafi verið tekið tillit til umsagnar Óshólmanefndar þegar ákvörðun var tekin um útgáfu framkvæmdaleyfis.
 
Sveitarstjórn lítur svo á að með ákvörðuninni hafi verið farið bil beggja þar sem ekki hafi verið ákveðið að veita leyfi fyrir öllu því svæði sem sótt var um heldur eingöngu þurrasta hluta þess. Sveitarstjórn er hinsvegar ekki tilbúin til að binda hendur landeiganda til frambúðar umfram það sem framkvæmdaleyfið tekur til og mun því ekki aðhafast frekar í málinu.
 
6. 2502053 - Samtök iðnaðarins - Innviðir á Íslandi 2025. Ástand og framtíðarhorfur
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að láta taka saman yfirlit yfir vatnsveitur í sveitarfélaginu og koma því yfirliti inn á kortasjá sveitarfélagsins.
 
7. 2503004 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál.
 
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mótmælir þeirri tillögu sem sett er fram í framangreindri þingsályktunartillögu um breytingar á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, þannig að eftirfarandi kostir á Norðurlandi færist úr biðflokki í verndarflokk:
Norðurland, Héraðsvötn, Skatastaðavirkjun C, R3107C,
Norðurland, Héraðsvötn, Skatastaðavirkjun D, R3107D,
Norðurland, Héraðsvötn, Villinganesvirkjun, R3108A,
Norðurland, Héraðsvötn, Blanda, Vestari-Jökulsá, R3143A.
 
Sveitarstjórn telur að raforkuöryggi þjóðarinnar verði ekki tryggt nema með skynsamlegri dreifingu á orkuöflun samhliða dreifikerfi. Þannig sé mikilvægt að horfa til þess að nýta megi virkjanakosti til að tryggja staðbundna raforkuframleiðslu komi til að mynda upp jarðfræðilegar óvissur líkt og við erum að kljást við í dag. Með því að færa þessa virkjanakosti úr biðflokk í verndarflokk verða möguleikar framtíðarkynslóða á Norðurlandi stórlega skertir.
 
8. 2503005 - XL. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 20.mars 2025
XL. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fer fram þann 20.mars næstkomandi og liggur dagskrá þingsins ásamt fundargögnum og tillögum fyrir á vef sambandsins.
 
Lögð fram til kynningar dagskrá landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
9. 2503009 - Áhrif nýrra kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands
Lagt fram minnisblað skrifstofu- og fjármálastjóra vegna áhrifa kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands á fjárhagsáætlun ársins 2025.
 
Samkvæmt minnisblaði skrifstofu og fjármálastjóra er gert ráð fyrir að útgjöld vegna nýrra kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands í sveitarfélaginu muni aukast um 48 milljónir króna á árinu 2025. Er það 30 milljónum umfram það sem fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir. Þá muni áhrifum kjarasamninganna áfram gæta á komandi árum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kanna hvaða hagræðingamöguleikar eru í rekstri til að koma á móti útgjaldaaukningunni, lögð er áhersla á að þetta sé skoðað í nánu samstarfi við stjórnendur skólanna og að minnisblað verði lagt fram við fyrsta tækifæri.
 
18. 2502003 - SSNE
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE, og Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri hjá SSEN, mæta til fundar við sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar þar sem farið er yfir starfsemi samtakanna, áherslur samtakanna og það helsta sem snýr að hverju sveitarfélagi fyrir sig.
 
Sveitarstjórn þakkar fyrir góða kynningu.
 
20. 2502037 - Fasteignir Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn tekur til umræðu að leigja út um 27 hektara af túnum að Þormóðsstöðum.
 
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa til leigu túnin að Þormóðsstöðum svo nýta megi þau undir ræktun og beit. Við nýtingu lands skal taka tillit til þess sem gróðursett hefur verið samkvæmt skógræktarsamningi eftir að fulltrúar Lands- og Skógar hafa metið aðstæður.
 
21. 2502031 - Víðigerði II - L152822 - Umsókn um byggingarreit fyrir 180m2
Benjamín Örn Davíðsson hefur skilað inn uppfærðum gögnum m.t.t fjarlægðar frá vegi, að beiðni sveitarstjórnar. Skipulagsnefnd tók erindið fyrir að nýju á 427. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
 
Fundargerðir til kynningar
10. 2502044 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 965
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
11. 2502045 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 966
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
12. 2502046 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 967
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
13. 2502047 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 968
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
14. 2502048 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 969
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
15. 2502057 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 970
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
16. 2502051 - Norðurorka - Fundargerð 307. fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
17. 2503003 - Óshólmanefnd - fundargerð 4. mars 2025
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
19. 2503001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 427
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
Sveitarstjórn tekur sérstaklega til umræðu 7. lið fundar skipulagsnefndar Víðigerði II - L152822 - Umsókn um byggingarreit fyrir 180m2 - 2502031. Erindið er rætt undir fundarlið númer 21.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10
Getum við bætt efni síðunnar?