Dagskrá:
Almenn erindi
1. 2502023 - Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 (breyting) Holtahverfi - ÍB17 og VÞ17, nr. 0821-2024 Kynning tillögu á vinnslustigi - umsagnarbeiðni
Akureyrarbær hefur óskað eftir umsögn við aðalskipulagsbreytingu: Holtahverfi - ÍB17 og VÞ17: kynning tillögu á vinnslustigi (breyting á aðalskipulagi), mál nr. 0821/2024 í skipulagsgátt.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi 426. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við erindið.
2. 2210043 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar endurskoðun 2022
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi 426. Skipulagsnefnd óskar eftir sameiginlegnum fundi með sveitarstjórn þar sem farið verður yfir áherslur og stefnu ásamt skipulagshönnuði.
Sveitarstjórn tekur undir mikilvægi sameiginlegs fundar með skipulagsnefnd vegna málsins og stefnir á að funda um málið mánudaginn 10.mars.
3. 2502043 - Húsnæðisáætlun 2025
Fyrir sveitarstjórn liggur húsnæðisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit fyrir árið 2025.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi 426 og leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög af húsnæðisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög af húsnæðisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og felur sveitarstjóra að tilkynna það til HMS.
4. 1706026 - Oddi (áður Espigerði), Birkitröð, Kvos - Breytingartillaga á deiliskipulagi
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi 426 og leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna deiliskipulagið að nýju samkv. 5.6. og 5.7.gr. skipulagsreglugerðar 90/2013.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna deiliskipulagið að nýju samkv. 40. og 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
5. 2305033 - Brúnahlíð Brúarlandi - leiðrétting á skipulagsmörkum
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi 426 og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna "Brúnahlíð Brúarlandi - Leifsstaðir Eyjafjarðarsveit" þannig að skipulagsmörk verði leiðrétt samkvæmt ábendingu frá Skipulagsstofnun og að deiliskipulagið "Brúarland Eyjafjarðarsveit, Brúnagerði áfangi A og B (05)" geti öðlast gildi. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fullnusta skipulagið með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagstillöguna "Brúnahlíð Brúarlandi - Leifsstaðir Eyjafjarðarsveit" þannig að skipulagsmörk verði leiðrétt samkvæmt ábendingu frá Skipulagsstofnun og að deiliskipulagið "Brúarland Eyjafjarðarsveit, Brúnagerði áfangi A og B (05)" geti öðlast gildi. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fullnusta skipulagið með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
6. 2502030 - Öngulstaðir 5 - L225123 - Umsókn um stofnun sjálfstæðrar eignar úr kjallaraíbúð hússins.
Fyrir fundinum liggur erindi frá eigendum Öngulsstaða 5 L225123 F2160058, sem sækja um leyfi til að gera íbúð í kjallara eignarinnar að sjálfstæðri fasteign/séreign.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi 426 og leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
7. 2502018 - Borholur í nágrenni Stokkahlaða - Umsókn um framkvæmdarleyfi - Norðurorka
Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi til borunar á borholum í nágrenni Stokkahlaða. Umsókninni fylgir áætluð staðsetning ásamt umsögn/leyfi landeiganda.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi 426 og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi enda liggja samþykki landeigenda fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi enda liggi samþykki landeigenda fyrir.
8. 2502031 - Víðigerði II - L152822 - Umsókn um byggingarreit fyrir 180m2
Fyrir fundinum liggur umsókn um byggingarreit undir allt að 180m2 geymslu í landi Víðigerðis II L152822.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi 426 og leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
Sveitarstjórn óskar eftir uppfærðum gögnum með tilliti til fjarlægðar frá vegi og vísar málinu aftur til skipulagsnefndar.
9. 2502011 - Leifsstaðir land (Leifsstaðabrúnir 25 eða Heiðarhvammur) L152708 - óveruleg breyting á deiliskipulagi og sameining 4 lóða
Fyrir fundinum liggur erindi þar sem óskað eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í að sameina fjórar lóðir sem eru í eigu sama aðila, breytingu á nýtingarhlutfalli, mænisstefnu og þakformi.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi 426 og leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Leifsstaðabrúna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekur til lóðar nr. 25, og að breytingartillögu verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við tillöguna og að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Leifsstaðabrúna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekur til lóðar nr. 25, og að breytingartillögu verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við tillöguna og að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.
10. 2501006 - Brúarland (ÍB 15) og Brúarland efra svæði (L) (SL), breytingar á skilgreiningu í ASK
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi 426 og leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði lögð fram til kynningar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagslýsingin verði lögð fram til kynningar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. 2412006 - Samningur um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
12. 2502042 - Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisauka-, umhverfis- og auðlindaskatt og tollalögum
Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 26/2025, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, og tollalögum, nr. 88/2005, o.fl."
Sveitarstjórn fagnar því að áformin hafi verið dregin til baka að svo stöddu.
Sveitarstjórn leggur þó ríka áherslu á að íslensk stjórnvöld standi vörð um innlenda matvælaframleiðslu meðal annars með tollvernd þar sem við á.
13. 2502038 - Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Í janúar 2023 skipaði innviðaráðherra starfshóp um endurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og var markmið starfshópsins að bæta gæði jöfnunar, einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins og tryggja að sjóðurinn fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Frumvarp þetta var samið á grundvelli tillagna starfshópsins, sem m.a. fólu í sér að nýtt líkan Jöfnunarsjóðs sem leysir núverandi tekjujöfnunar-, útgjaldajöfnunar- og fasteignaskattsframlög af hólmi. Um er að ræða gagnsætt líkan sem sameinar ofangreind framlög í eitt framlag.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
14. 2502035 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 148. fundar skólanefndar
Fundargerð 148. fundar skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
15. 2502032 - HNE - Fundargerð 240
Fundargerð 240. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
16. 2502022 - Norðurorka - Fundargerð 306. fundar
Fundargerð 306. fundar stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
17. 2502019 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 963
Fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
18. 2502041 - SSNE - Fundargerð 70. stjórnarfundar
Fundargerð 70. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur SSNE og annarra landshlutasamtaka varðandi uppbyggingu farsímanets á stofnvegum landsins eins og fram kemur í fundarlið 10.
Sveitarstjórn harmar þá stöðu sem upp er komin og skorar á stjórnvöld að bregðast nú þegar við og veita Öryggisfjarskiptum ehf. fjármagn á árinu 2025 til að verkefnið haldi áætlun. Tryggja verður að farnet þjóni vegfarendum um land allt jafnt íbúum sem ferðamönnum og setja verður sérstaklega í forgang þá vegkafla þar sem ekkert farnetssamband er til staðar í dag. Sömuleiðis þarf að tryggja að samskiptakerfi viðbragðaðila verði byggt upp samhliða.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktunar.
19. 2502002F - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 9
Sveitarstjórn óskar eftir upplýsingum um skipulag viðburða og aksturs eins og þeir eru hugsaðir út frá tillögum Ungmennaráðs.
20. 2502005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 426
Sveitarstjórn vísar til afgreiðslu á fundarliðum 1-10 í fundardagskrá sveitarstjórnar. Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40