Sveitarstjórn

647. fundur 13. febrúar 2025 kl. 08:00 - 10:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
Almenn erindi
1. 2310005 - Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi
Fyrir fundinum liggja tillaga á vinnslustigi vegna nýs deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi fyrir athafnasvæði á Bakkaflöt.
 
Skipulagsnefnd afgreiddi málið frá sér á 425. fundi sínum. Þar óskar nefndin eftir við skipulagshönnuð að uppfæra gögn svo að mænishæð verði að hámarki 10m. Skipulagsnefnd lagði þá til við sveitarstjórn að svo breyttri aðal- og deiliskipulagstillögu vegna Bakkaflatar - athafnasvæðis yrði vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30 gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Aðalskipulagstillagan er unnin af Landslagi dags. 7.febrúar 2025.
Deiliskipulagstillagan er unnin af Lilium teiknistofu, dags. 10.febrúar 2025 og hefur þar verið tekið tillit til ábendingar skipulagsnefndar um að hámarks mænishæð verði 10 metrar.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fram lagðar aðal- og deiliskipulagstillögur vegna Bakkaflatar - athafnasvæðis verði vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30 gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
2. 2412001 - Sorphirða og gámasvæði gjaldskrá 2025
Sveitarstjórn tekur fyrir gjaldskrársamþykkt fyrir förgun úrgangs og sorphirðu í sveitarfélaginu.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu sveitarstjóra að breytingu orðalags í gjaldskrársamþykktinni til samræmis við fyrri afgreiðslur sveitarstjórnar á gjaldskránni. Sveitarstjóra er falið að fullnusta gildistökuna.
 
3. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Lindu Margréti Sigurðardóttur formann skipulagsnefndar í stað Önnu Guðmundsdóttur sem verður varaformaður nefndarinnar. Einnig samþykkir sveitarstjórn samhljóða að skipa Freydísi Ernu Guðmundsdóttur sem varamann í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar í stað Sonju Magnúsdóttur.
 
4. 2502007 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II vegna Kotru 13
Sveitarstjóri kynnir umsögn Eyjafjarðarsveitar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II vegna Kotru 13. Í umsögninni kemur fram að "Litið er svo á að útgáfa nýrra gistileyfa sé ekki í samræmi við gildandi skipulag í Kotru og mælir Eyjafjarðarsveit því gegn útgáfu umbeðins leyfis að Kotru 13".
 
Lagt fram til kynningar.
 
Fundargerðir til kynningar
5. 2501006F - Framkvæmdaráð - 157
Fundargerð 157.fundar Framkvæmdaráðs Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
 
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
6. 2502001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 425
Fundargerð 425.fundar Skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
 
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
7. 2501002F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 277
Fundargerð 277.fundar Skólanefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
 
Sveitarstjórn óskar eftir að fá skólastjórnendur Hrafnagilsskóla til fundar við sveitarstjórn vegna 4. liðar fundar skólanefndar, mats á skólastarfi. Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
8. 2501002 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 960
Fundargerð 960. fundar Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
9. 2502004 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 961
Fundargerð 961. fundar Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
10. 2502005 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 962
Fundargerð 962. fundar Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Getum við bætt efni síðunnar?