222. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 18. febrúar 2003, kl. 19:30
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Erindi Hreiðars B. Hreiðarssonar, dags. 31. jan. 2003, þar sem hann fyrir hönd Evu Pétursdóttur óskar eftir viðræðum um möguleg kaup á gömlu sundlaugarbyggingunni á Syðra Laugalandi
Sveitarstjórn telur sig ekki geta orðið við erindinu að svo stöddu þar sem ekki er fengin niðurstaða úr gerðardómsmáli varðandi heitavatnsréttindi.
Sveitarstjóra falið að gera bréfritara grein fyrir stöðu málsins.
2. Afsal fyrir jörðinni Ytra-Felli
Afsal fyrir jörðinni Ytra-Felli dags. 30. janúar 2003, þar sem Kaldbakur fjárfestingarfélag, afsalar jörðinni til Sigurlaugar K Pétursdóttur.
Sveitarstjórn afsalar sér forkaupsrétti.
3. Makaskiptasamningur um land milli jarðanna Syðra- og Ytra-Fells
Makaskiptasamningur um land milli jarðanna Syðra- og Ytra-Fells dags. 7. febrúar 2003, milli Sigurlaugar K. Pétursdóttur og Jóns ólafs Jónssonar.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn.
4. Fundargerðir orkuhópsins 1. og. 2. fundur, 3. og 11. feb. 2003
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.
5. Fundargerð skipulagsnefndar, 21. fundur , 13. feb. 2003
Fundargerð skipulagsnefndar er samþykkt.
6. Fundargerðir búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18, 1. og 2. fundur, 26. jan. og 3. feb. 2003
Sveitarstjórn samþykkir tillögu um framkvæmd búfjáreftirlits nú í vor samkvæmt 3.lið fundargerðar dags. 3. febrúar 2003.
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Drög að erindisbréfum nefnda
Fyrir lágu drög að erindisbréfum fyrir eftirtaldar nefndir:
Atvinnumálanefnd
Félagsheimilanefnd
Félagsmálanefnd
íþrótta- og tómstundanefnd
Menningarmálanefnd
Skipulagsnefnd
Skólanefnd
Umferðarnefnd
Umhverfisnefnd.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og felur sveitarstjóra endanlegan frágang þeirra og kynningu í nefndum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:50