Sveitarstjórn

644. fundur 12. desember 2024 kl. 17:00 - 19:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2412001F - Framkvæmdaráð - 153
Fundargerð lög fram til kynningar.
 
2. 2412003F - Framkvæmdaráð - 154
Sveitarstjórn vísar fyrsta lið 154. fundar framkvæmdaráðs til afgreiðslu undir sjötta lið fundar sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn vísar þriðja lið 154. fundar framkvæmdaráðs til afgreiðslu á fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveit undir áttunda lið sveitarstjórnafundar.
Annað í fundargerð gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
Almenn erindi
3. 2411014 - Sýslum. á Norðurl.eystra - umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi gististaða vegna Leifsstaða lóð F2310045
Sveitarstjórn heldur áfram umræðu um umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Norðurlandi eystra varðandi rekstarleifi gististaða á Leifsstöðum lóð.
 
Sveitarstjórn hefur kannað afstöðu næstu nágranna til fyrirhugaðs gistirekstur. Engin andmæli bárust vegna gistirekstursins en jákvæðar umsagnir bárust. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðan gistirekstur að Leifsstöðum lóð enda barst umsóknin sveitarstjórn áður en nýjar reglur um afgreiðslu slíkra umsókna tók gildi.
 
4. 2412006 - Samningur um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra
Samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra lagður fyrir sveitarstjórn.
 
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samningnum til síðari umræðu.
 
5. 2411019 - Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri 2025
Lögð er fyrir beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar fyrir árið 2025.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja rekstur Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar um 600.000 kr.- á árinu 2025 í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstöðu vísað til fjárhagsáætlunar 2025.
 
6. 2412014 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu efri hæðar
Framkvæmdaráð hefur farið var yfir tilboð sem bárust í viðbyggingu efri hæðar á Hrafnagilsskóla og verkum því tengdu sem opnuð voru á skrifstofu Verkís þann 11.desember 2024 klukkan 9:00.
 
Þrjú tilboð bárust frá tveimur aðilum. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 663,1 m.kr.-. Tilboð Land og verk reyndist 151% af kostnaðaráætlun. Tvö tilboð bárust frá B.Hreiðarssyni, annarsvegar upp á 121% af kostnaðaráætlun og síðan frávikstilboð sem reyndist 116% af kostnaðaráætlun.
 
Framkvæmdaráð hefur lagt til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við B. Hreiðarsson.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmdaráðs og felur sveitarstjóra og framkvæmdaráði að ganga til samninga við B. Hreiðarsson.
 
7. 2411031 - Viðauki I við fjárhagsáætlun 2024
Lagður fram viðauki I við fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka I við fjárhagsáætlun ársins 2024 samkvæmt framlögðu minnisblaði.
 
8. 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
Álagning gjalda 2025:
Útsvarshlutfall óbreytt 14,93%.
Fasteignaskattur, A stofn 0,39 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,40 % hækkar úr 1,35%
Holræsagjald 0,1 % (óbreytt)
Lóðarleiga 0,75% (óbreytt)
Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
 
Hreinlætismál:
Að tillögu atvinnu- og umhverfisnefndar verður gjaldskrá sorphirðu uppfærð í þeim tilgangi að uppfylla lagaskilyrði varðandi málaflokkinn. Sorphirðugjald hækki þannig um 11.198 krónur á íbúð miðað við 240L ílát og þrjár tunnur en hver íbúð fái þá árlega afhent 16 skipta kort á gámasvæðið. Þá verði samsetning gjaldskrárinnar einnig aðlöguð að ábendingum HMS svo hún uppfylli lagaskilyrði þar um. Sjá nánar í greinargerð með áætlun.
Álagt gjald á búfé vegna kostnaðar við eyðingu dýraleifa er hækkað um 15%. Með þeirri breytingu er gert ráð fyrir að tekjur standi undir kostnaði eins og lög gera ráð fyrir.
Rotþróargjald verður óbreytt.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 10 frá 1. febrúar til 1. nóvember.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. Sjá greinargerð með áætlun.
 
Gjaldskrá heimaþjónustu er samkvæmt samþykkt velferðar- og menningarnefndar og breytist 1. ágúst 2025 í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs.
Gjaldskrár grunn- og leikskóla hækka í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs 1. ágúst 2025.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu Velferðar- og menningarnefndar. Gjaldskráin hækkar um 3-4%.
Þá er samþykkt fjárfestingaráætlun fyrir árið 2025 1.010 m.kr. í samræmi við fyrirliggjandi áætlun framkvæmdaráðs.
 
Helstu niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2025.
Tekjur er áætlaðar 2.033 millj. Gjöld án fjármagnsliða er áætluð 1.601 millj.
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 24,1 millj. )
Rekstrarniðurstaða er jákvæð um 341,5 millj.
Veltufé frá rekstri 272 millj.
Afborganir lána 2,3 millj.
Handbært fé í árslok er um kr. 122,2 millj.
Gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu 2025 kr. 460 millj. og að seldar verði eignir fyrir 185 millj.
 
Stærstu einstöku framkvæmdirnar á árinu 2025 verða:
Framkvæmdir við nýbyggingu leik- og grunnskóla kr. 879 millj.
Gatnagerð og fráveita kr. 51 millj.
Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér. Sveitarstjórn leggur áherslu á að styrkir til félagasamtaka og fram koma í áætluninni verði ekki greiddir út nema fyrir liggi samningur um styrkveitinguna.
 
Fjárhagsáætlunin 2025 er samþykkt samhljóða.
 
Fjárhagsáætlun 2026 - 2028.
Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2026 - 2028 er samþykkt samhljóða.
Ekki er í áætluninni gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum, áfram verður leitað leiða til hagræðingar í rekstri. Gert ráð fyrir fjárfestingum á tímabilinu fyrir 414 millj.
Á áætlunartímabilinu er ekki gert ráð fyrir frekari lántöku og að seldar verði eignir fyrir 85 millj.
Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir þá er áætlað að skuldaviðmið Eyjafjarðarsveitar skv. reglugerð 502/2012 verði ekki nema um 23% í lok ársins 2025.
 
Sveitarstjórn þakkar nefndum og starfsmönnum fyrir gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar og sendir þeim öllum, fjölskyldum þeirra svo og öðrum íbúum sveitarfélagsins bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00
 
Getum við bætt efni síðunnar?