Dagskrá:
Almenn erindi
1. 2308022 - Reiðleið um Brúnir
Tekin fyrir að nýju tillaga að breyttri legu reiðleiðar RH7 um Brúnir. Erindið var síðast á dagskrá sveitarstjórnar þann 5. september s.l. að undangenginni umfjöllun skipulagsnefndar. Sveitarstjórn afgreiddi þá tillöguna til samþykktar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn hefur rýnt tillöguna í samræmi við gr. 4.8.3 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Ein athugasemd barst á kynningartímabili tillögunnar sem lauk 13.11.2024 og er hún nú til umfjöllunar.
Skipulagsnefnd telur ábendingu landeiganda varðandi orðalag í skipulagstillögu um að reiðleiðin fari meðfram skjólbelti sé réttmæt og leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði um orðuð á þann veg að skjólbeltisins sé ekki getið, enda telur skipulagsnefnd ljóst að um sé að ræða svæði það sem landeigandi getur um í erindi sínu og hnitsett var með kaupsamningi. Leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umrædd setning í skipulagstillögunni verði því orðuð svo: "Þaðan liggur reiðleiðin til suðurs um hitaveituveg, yfir Miðbraut (823) meðfram landamerkjum Brúna og Syðra Laugalands að Eyjafjarðarbraut (829)."
Skipulagsnefnd telur skipulagsbreytinguna ólíklega til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa sé falið að senda uppfærð skipulagsgögn til Skipulagsstofnunar og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ásta Arnbjörg Pétursdóttir situr hjá við afgreiðsluna erindisins vegna vankanta sem orðið hafa. Upplýsingar lágu ekki fyrir í skipulagsnefnd þegar ákvarðanir voru teknar á fyrri stigum í skipulagsferlinu.
Sveitarstjórn samþykkir fram lagða skipulagstillögu þar sem umræddri setningu hefur verið breytt til samræmis við tillögu skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn telur skipulagsbreytinguna ólíklega til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda uppfærð skipulagsgögn til Skipulagsstofnunar og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að ef til framkvæmda kemur verði þess gætt að beitarnýting landeiganda raskist ekki utan reiðvegar á framkvæmdatímanum.
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir situr hjá við afgreiðsluna erindisins vegna vankanta sem orðið hafa. Upplýsingar lágu ekki fyrir í skipulagsnefnd þegar ákvarðanir voru teknar á fyrri stigum í skipulagsferlinu.
2. 2304027 - Eyjafjarðará - aukning á rennsli austurkvíslar
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 27. apríl 2023 að óska umsagnar Umhverfisstofnunar um möguleg áhrif framkvæmda til að auka rennsli í austurkvísl Eyjafjarðarár en árfarvegurinn er að fyllast af framburði með möguleiki á að hann lokist alveg. Umsögn Umhverfisstofnunar liggur nú fyrir, dags. 25.10.2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kannaður sé vilji landeigenda til verkefnisins áður en næstu skref eru ákveðin. Þá verði umsögn Umhverfisstofnunar send Óshólmanefnd til kynningar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kanna vilja landeigenda til verkefnisins áður en næstu skref eru ákveðin og senda Óshólmanefnd umsögn Umhverfisstofnunar til kynningar
3. 2411007 - Leifsstaðir II L152714 - breyting á deiliskipulagi, hótel orlofshús
Landeigandi, S&A eignir ehf. kt. 680918-1040 óska eftir breytingu á deiliskipulagi Leifsstaða 2, verslunar- og þjónustusvæðis sem tók gildi 10.01.2024. Óskað er eftir að fá að breyta deiliskipulaginu með fjölgun gistimöguleika og aukningu gistieininga, sbr. meðfylgjani erindi dags. 07.11.2024. Gildandi deiliskipulag Leifsstaða 2 fylgir með fundargögnum.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa sé falið að boða málsaðila á fund til að kynna áformin frekar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að málsaðilar séu boðaðir til fundar með það fyrir sjónum að kynna áformin.
4. 2411012 - Eyrarland L152588 - umsókn um stofnun landspildunnar Eyrarlands ytra
Landeigendur Jóhann Reynir Eysteinsson kt. 260671-4809 og Bur ehf. kt. 710523-2230 sækja um heimild sveitarfélagsins til að stofna nýja 409,2 ha landspildu úr landi Eyrarlands L152588 en innan landspildunnar eru 16 lóðir samtals 38.391,0 m² að stærð, tvær garðávaxtageymslur (mhl nr. 011 og 018) ásamt hemreið að Eyrarlandi og lóðum og skal almennur umferðarréttur tryggður þar um. Sótt er um að nýja lóðin fái staðfangið Eyrarland ytra. Merkjalýsing, unnin af Jóni Hlyni Sigurðssyni dags. 8.nóvember.2024, fylgir ásamt F-550 umsókn.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun landspildunnar sé samþykkt enda verði almennur umferðarréttur tryggður að öllum lóðum innan hennar auk heimreiðar að Eyrarlandi og greiður aðgangur að merktri gönguleið líkt og fram kemur á deiliskipulagi. Þá leggur nefndin jafnframt til við sveitarstjórn að staðfangið Eyrarland ytra verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun landspildunnar enda verði þinglýst kvöð um umferðarréttur að öllum lóðum innan hennar auk heimreiðar að Eyrarlandi og greiðs aðgangs að merktri gönguleið líkt og fram kemur á deiliskipulagi. Þá samþykkir sveitarstjórn jafnframt staðfangið Eyrarland ytra.
5. 2411004 - Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - endurskoðun, nr. 13172024 Lýsing (Breyting á aðalskipulagi) - umsagnarbeiðni
Akureyrarbær óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar vegna endurskoðunar Aðalskipulags bæjarins og fylgir skipulagslýsing erindinu, dags. 23.10.2024.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við endurskoðun Aðalskipulags Akureyrarbæjar.
6. 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
Umræður um gjaldskrár t.a.m. Íþróttamiðstöðvar, Sorphirðugjalda, Gámasvæðis og fasteignaskatta.
Skrifstofu- og fjármálastjóri fer yfir stöðu fjárhagsáætlunar og óskir og bókanir fagnefnda.
Sveitarstjórn heldur áfram umræðu um fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028.
Sveitarstjórn þakkar ábendingu Öldungaráðs varðandi að skoða tekjutengda afslætti eldri borgara og óskar eftir að fá fram sviðsmyndir í áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
Tillögur Velferðar- og menningarnefndar:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Velferðar- og menningarnefndar að gjaldskrárbreytingum íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis. Taka skal tillit til þessa við áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
Sveitarstjórn samþykkir að fjárhagsrammi verði aukinn með það fyrir sjónum að auka tíðni rútuferða og endurskoða starfsemi félagsmiðstöðvar. Lögð er áhersla á að það sé unnið áfram í samráði við ungmennaráð og aðra nemendur.
Tillögur skólanefndar:
Skólanefnd leggur til að fjármagn til tölvukaupa verði aukið sbr. minnisblað grunnskólastjóra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auka framlög til árlegrar endurnýjunar á tölvubúnaði Hrafnagilsskóla um 1.000.000kr-.
Tillögur Atvinnu- og umhverfisnefndar:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Atvinnu- og umhverfisnefndar um að hækka gjöld fyrir dýraleifar um 15% sem skref í átt að því að málaflokkurinn standi undir sér og standist þannig lög þar um. Taka skal tillit til þessa við áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Atvinnu- og umhverfisnefndar um breytta nálgun að gjaldtöku á gámasvæðinu með það fyrir sjónum að málaflokkurinn standi sem best undir sér og sveitarfélagið komist nær því að uppfylla lagakröfur þar um. Sveitarstjórn samþykkir að sorphirðugjöld verði hækkuð um sem nemur 11.198 krónur á íbúð miðað við þrjú 240L ílát á heimili. Hver íbúð fái samhliða árlega afhent 16 skipta kort á gámasvæðið sem fyrnast árlega en reglur vegna korta verða gefin út fyrir áramót. Þá verði gjaldskráin varðandi aðrar stærðir og þjónustuþega að auki aðlöguð samhliða breytingunum til í samræmis við tillögur sveitarstjóra. Taka skal tillit til þessa við áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða tillögu Atvinnu- og umhverfisnefndar um að gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróar haldist óbreytt.
7. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Sigurgeir Sv. Gíslason sem aðalmann fyrir F lista í skólanefnd. Sigurgeir er skipaður í stað Bjarka Á. Oddssonar.
8. 2410026 - Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2024-2025
Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2024-2025 lögð fram til samþykktar. Umræður urðu í skólanefnd meðal annars um foreldrastefnumót, gæðaráð, öryggiseftirlit, símafrí og yfirlit yfir skimanir.
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2024-2025 verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir fram lagða starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2024-2025.
9. 2410025 - Leikskólinn krummakot - Starfsáætlun 2024-2025
Starfsáætlun Krummakots 2024-2025 lögð fram til samþykktar.
Umræður urðu í skólanefnd meðal annars um skráningardaga, fyrirkomulag gjaldtöku og öryggisáætlun. Góð tengsl eru milli starfsáætlunar og innri matsskýrslu frá því í vor.
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun 2024-2025 Krummakots verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir fram lagða starfsáætlun Krummakots 2024-2025.
11. 2411014 - Sýslum. á Norðurl.eystra - umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi gististaða vegna Leifsstaða lóð F2310045
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar vegna umsóknar Nolls ehf. (kt. 410206-1290) um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II - G íbúðir á Leifsstaðir lóð (F2310045).
Skipulagsnefnd vísar umsagnarbeiðninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að afla upplýsinga um grenndaráhrif áður en afstaða verður tekin í umsögn sveitarfélagsins.
12. 2410022 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn - Heiðin ehf. Rekstrarleyfi gistingar vegna Brúnagerði 2 og 4
Sveitarstjórn hefur kannað afstöðu næstu nágranna til fyrirhugaðs gistirekstur þar sem fram komu nokkur andmæli við fyrirætlanir Heiðarinnar ehf. Fyrr á árinu hefur sveitarfélagið haft til umfjöllunar erindi frá sama umsækjanda, um gistingu í húsum númer 3 og 5 og stærri áform um gistirekstur í nærfellt öllum húsum við götuna og liggja því fyrir ítarlegar gögn og upplýsingar um áform umsækjanda og umsagnir hagsmunaaðila, m.a. á fundi með hagsmunaaðilum. Sveitarstjórn veitti neikvæða umsögn um fyrri áform en fjallar nú um nýja umsókn um rekstur á öðrum forsendum með rekstur í aðeins tveimur húsum.
Þar sem Heiðin ehf. hefur lýst því yfir að félagið hafi fallið frá áformum sínum um rekstur í nærfellt allri götunni snýr málsmeðferð sveitarfélagsins eingöngu um umsögn gistireksturs í Brúnagerði 2 og 4. Jákvæð ummæli hafa borist á fyrri stigum frá þeim aðila sem verður fyrir mestum grenndaráhrifum af rekstri í umræddum húsum. Ekki er talið að neikvæð áhrif vegna gistireksturs í umræddum tveimur húsum geti orðið veruleg hjá þeim aðilum sem skilað hafa inn neikvæðum umsögnum á þessu stigi né hjá öðrum. Fyrirhuguð áform eru minniháttar gistirekstur. Vegna fordæma í öðrum íbúðarbyggðum í sveitarfélaginu þar sem afmörkuð minniháttar gististarfsemi hefur verið heimiluð, þá telur sveitarstjórn það stríða gegn meðalhófsreglu og ekki séu gild rök til að veita neikvæða umsögn vegna leyfis til gistireksturs í Brúnagerði 2 og 4.
Sveitarstjórn gerir því ekki athugasemd við fyrirhugaðan gistirekstur í Brúnagerði 2 og 4.
13. 2411024 - Vinnureglur vegna útgáfu rekstrarleyfa fyrir starfsemi í íbúðabyggð
Með tilkomu laga nr 43, 13.maí 2024 varðandi breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 varð óheimilt að veita rekstrarleyfi innan þéttbýlis nema í samþykktu atvinnuhúsnæði. Áhrif þessara laga er nú farið að gæta í aukinni eftirspurn eftir rekstrarleyfi í íbúðarbyggð utan þéttbýlis en slíkar byggðir má finna víða í Eyjafjarðarsveit.
Til að viðhalda þeim einkennum sem skipulag íbúðarbyggðar er ætlað að skapa hefur sveitarstjórn ákveðið að marka nýja stefnu um starfsemi sem þarf leyfi skv. lögum 85/2007 og setja reglur um útgáfu slíkra leyfa til samræmis við lög um útgáfu slíkra leyfa í þéttbýli. Með því verður litið svo á að rekstur veitingastaða, gististaða og skemmtanahalds samræmist ekki skipulagi íbúðarbyggðar nema skipulagið kveði svo sérstaklega á um og felur það í sér breytingu frá fyrri framkvæmd þar sem fram til þessa hefur ekki verið lagst gegn minniháttar gistirekstri í einstaka fasteignum.
Fyrir fundinum liggur minnisblað frá Lögmannsstofu Norðurlands vegna málsins með drögum um reglur vegna útgáfu rekstrarleyfa fyrir starfsemi í íbúðarbyggð í Eyjafjarðarsveit.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi:
Reglur vegna útgáfu rekstrarleyfa fyrir starfsemi í íbúðarbyggð í Eyjafjarðarsveit.
Markmið þessara reglna er að marka verklag og setja viðmið um afgreiðslu umsagna til sýslumanns um atvinnustarfsemi á svæðum sem í skipulagsáætlunum eru skilgreind sem svæði fyrir íbúðabyggð. Með reglunum birtast áherslur sveitarstjórnar um hvernig skuli fjalla um mál þegar beiðni berst frá sýslumanni um umsögn um rekstrarleyfi á grundvelli laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
1. gr.
Starfsemi sem til þarf rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 er óheimil á svæðum sem skilgreind eru sem íbúðabyggð í skipulagsáætlunum sveitarfélagsins sem settar eru samkvæmt ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010.
2. gr.
Í umsögn sem sýslumaður biður um á grundvelli laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististarfsemi eða aðra rekstrarleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögunum sem fyrirhuguð er á svæði, sem í skipulagsáætlun er skilgreint fyrir íbúðarbyggð, skal sveitarstjórn mæla gegn útgáfu nýs rekstrarleyfis, nema skipulagsskilmálar heimili sérstaklega tilgreinda starfsemi á íbúðasvæðinu. Sveitarstjórn tekur ákvörðun um hverja umsagnarbeiðni sem berst með rökstuddum hætti í samræmi við stjórnsýslulög og aðrar stjórnsýslureglur.
Sveitarstjóri, skrifstofustjóri og skipulagsfulltrúi hafa hver fyrir sig heimild til að svara umsagnarbeiðni Sýslumanns fyrir hönd sveitarstjórnar án sérstakrar umfjöllunar sveitarstjórnar þar sem ekki er sérstaklega getið um undanþágu í deiliskipulagi viðkomandi íbúðarsvæðis enda byggi sú umsögn á reglum þessum. Kynna skal slíka umsögn á næsta fundi sveitarstjórnar.
3. gr.
Verði jákvæð umsögn veitt með skilyrðum, skal vekja athygli sýslumanns á þeim skilyrðum og skulu þau koma fram í rekstrarleyfi.
4. gr.
Vinnureglur þessar taka gildi þegar í stað og gilda um beiðnir um rekstrarleyfi sem berast leyfisveitanda eftir gildistöku reglnanna.
Þannig samþykkt á fundi sveitarstjórnar, dags. 21. nóvember 2024.
14. 2411003 - Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls - Beiðni um fjárframlag vegna endurnýjunar á girðingu og gerð bílaplans við kirkjugarðinn á Möðruvöllum og jarðvegskeyrslu á Grund
Fyrir fundinum liggur beiðni um fjárframlag vegna endurnýjunar á girðingu og gerð bílaplans við kirkjugarðinn á Möðruvöllum og stækkunar kirkjugarðsins á Grund.
Sveitarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir 1.500.000 kr.- í stækkun Grundarkirkjugarðs á komandi ári auk 800.000 kr.- fyrir endurbætur á girðingum kirkjugarðanna. Erindinu er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2024.
15. 2410003 - Gistirými fyrir mótshald
Vísað til sveitarstjórnar frá 14. fundi Velferðar- og mennignarnefndar. Velferðar- og menningarnefnd tekur vel í hugmyndir forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um að húsnæði Hrafnagilsskóla eða Laugarborgar séu notuð sem gistimöguleikar fyrir aðkomulið í tengslum við íþróttamót á vegum Umf. Samherja, sé það gert í fullri sátt við skólastjórnendur sem og forstöðumann eignasjóðs og jafnframt ef öryggismál bygginga bjóði upp á það. Nefndin leggur til að gerð verði drög af reglum sem verða lögð fyrir nefndina til samþykktar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingarnar séu nýttar undir gistingu fyrir ungmennafélög í tengslum við mótshald sem fram fer í Eyjafjarðarsveit að því gefnu að húsnæði uppfylli þær kröfur sem til slíkra nota eru gerðar. Þá er lögð áhersla á að slík notkun sé ekki í árekstri við þá kjarnastarfsemi sem er í viðkomandi byggingum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna drög að reglum varðandi notkunina og koma með tillögu að viðeigandi gjaldskrá og leggja fyrir Velferðar- og menningarnefnd til umsagnar.
16. 2401006 - Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Vísað til sveitarstjórnar frá 15. fundi velferðar- og menningarnefndar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hámarks styrkupphæð sérstaks hússnæðisstuðnings 15-17 ára barna verði hækkaður í 30.000 kr.-.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu Velferðar- og menningarnefndar þess efnis að sérstakur húsnæðisstuðningur 15-17 ára barna verði hækkaður í 30.000 kr.- og felur sveitarstjóra að uppfæra þær og gefa út að nýju.
17. 2208030 - Jafnréttisáætlun 2023-2026
Vísað frá 15. fundi Velferðar- og menningarnefndar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög að Jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024-2027 verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir fram lagða Jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024-2027.
18. 2408011 - Ósk um endurnýjun samnings við UMSE
Vísað til sveitarstjórnar frá 14. fundi velferðar- og menningarnefndar.
Sveitarstjórn frestar erindinu og felur sveitarstjóra að kalla eftir upplýsingum um framtíðaráform UMSE frá forsvarsmönnum sambandsins.
19. 2411008 - SSNE - Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við drög að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029.
Almenn erindi til kynningar
10. 2410031 - BKNE o.fl. fulltrúar félaga - Áskorun til bæjar- og sveitastjórna á Norðurlandi eystra
Lagt fram til kynningar.
21. 2411005 - Molta - Gjaldskrá 2025
Gjaldskrá Moltu ehf. fyrir árið 2025 lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðir til kynningar
20. 2411020 - Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Ársskýrsla 2023
Ársskýrsla Héraðasskjalasafnsins á Akureyri fyrir árið 2023 lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
22. 2411017 - Molta - 113. stjórnarfundur
Fundargerð 113. stjórnarfundar Moltu lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
23. 2411018 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 146. fundar
Fundargerð 146. fundar stjórnar Tónlistarskóla Eyjafjarðar lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
24. 2410034 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerði 953
Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
25. 2411006 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 954
Fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
26. 2411023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 955
Fundargerð 955. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
27. 2411002 - Norðurorka - Fundargerð 303. fundar
Fundargerð 303. fundar stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
28. 2411007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 422
Fundargerð 422. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
28.1 2308022 - Reiðleið um Brúnir
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 422
Skipulagsnefnd telur ábendingu landeiganda varðandi orðalag í skipulagstillögu um að reiðleiðin fari meðfram skjólbelti sé réttmæt og leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði um orðuð á þann veg að skjólbeltisins sé ekki getið, enda telur skipulagsnefnd ljóst að um sé að ræða svæði það sem landeigandi getur um í erindi sínu og hnitsett var með kaupsamningi.
Leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umrædd setning í skipulagstillögunni verði því orðuð svo: „Þaðan liggur reiðleiðin til suðurs um hitaveituveg, yfir Miðbraut (823) meðfram landamerkjum Brúna og Syðra Laugalands að Eyjafjarðarbraut (829).“
Skipulagsnefnd telur skipulagsbreytinguna ólíklega til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa sé falið að senda uppfærð skipulagsgögn til Skipulagsstofnunar og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir situr hjá við afgreiðsluna erindisins vegna vankanta sem orðið hafa. Upplýsingar lágu ekki fyrir í skipulagsnefnd þegar ákvarðanir voru teknar á fyrri stigum í skipulagsferlinu.
Vísað í fyrri afgreiðslu.
28.2 2304027 - Eyjafjarðará - aukning á rennsli austurkvíslar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 422
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kannaður sé vilji landeigenda til verkefnisins áður en næstu skref eru ákveðin. Þá verði umsögn Umhverfisstofnunar send Óshólmanefnd til kynningar.
Vísað í fyrri afgreiðslu.
28.3 2411007 - Leifsstaðir II L152714 - breyting á deiliskipulagi, hótel orlofshús
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 422
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa sé falið að boða málsaðila á fund til að kynna áformin frekar.
Vísað í fyrri afgreiðslu.
28.4 2411012 - Eyrarland L152588 - umsókn um stofnun landspildunnar Eyrarlands ytra
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 422
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun landspildunnar sé samþykkt enda verði almennur umferðarréttur tryggður að öllum lóðum innan hennar auk heimreiðar að Eyrarlandi og greiður aðgangur að merktri gönguleið líkt og fram kemur á deiliskipulagi. Þá leggur nefndin jafnframt til við sveitarstjórn að staðfangið Eyrarland ytra verði samþykkt.
Vísað í fyrri afgreiðslu.
28.5 2411004 - Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - endurskoðun, nr. 13172024 Lýsing (Breyting á aðalskipulagi) - umsagnarbeiðni
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 422
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
Vísað í fyrri afgreiðslu.
28.6 2411014 - Sýslum. á Norðurl.eystra - umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi gististaða vegna Leifsstaða lóð F2310045
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 422
Skipulagsnefnd vísar umsagnarbeiðninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Vísað í fyrri afgreiðslu.
29. 2410006F - Framkvæmdaráð - 151
Fundargerð 151. fundar framkvæmdaráðs lögð fram til kynningar.
29.1 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 151
Framkvæmdaráð fer yfir drög af fjárhagsáætlun ársins 2025 og áranna 2026-2028.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
30. 2411008F - Framkvæmdaráð - 152
Fundargerð 152. fundar framkvæmdaráðs lögð fram til kynningar.
30.1 2311014 - Framkvæmdir ársins 2024
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 152
Framkævmdaráð rýndi í stöðu framkvæmda.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
30.2 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 152
Framkvæmdaráð heldur áfram umræðu um fjárhagsáætlun ársins 2025 og áranna 2026-2028. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að áætlununni í samræmi við umræður á fundinum.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
31. 2411006F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 14
Fundargerð 14. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
31.1 2409010 - Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu 2023-2024
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 14
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
31.2 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 14
Sveitarstjóri fer yfir minnisblað og tillögur að breyttri uppsetningu á gjaldtöku á gámasvæðinu þar sem endurskoðuð er gjaldskrá fyrir sorphirðu sveitarfélagsins í heild sinni með það fyrir augum að aðlaga nálgunina að nýjum lagaramma málaflokksins. Nefndin vísar afgreiðslu til fjórða fundarliðar undir fjárhagsáætlun Eyjarðarsveitar 2025 og 2026-2028.
Nefndin leggur til að endurskoðað verði fyrirkomulag á gám fyrir dýraleyfar, varðandi stærð og aðgengi.
Vísast til fyrri afgreiðslu fundar sveitarstjórnar.
31.3 2405022 - Umferðaröryggisáætlun 2024
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 14
Nefndin óskar aðstoðar sveitarstjóra við uppfærslu umferðaröryggisáætlunar.
Áhersla er lögð á þær breytingar sem hafa orðið í Hrafnagilshverfi og næsta nágrenni þess. Þá verður lögð áhersla á að auka öryggi óvarinna vegfarenda sem víðast og horft sérstaklega til hjóla- og göngustígs frá Hrafnagilshverfi um miðbraut og til norðurs eftir Eyjafjarðarbraut eystri að sveitarfélagamörkum við Akureyrarbæ á þjóðvegi 1.
Þá verður ítrekuð ósk sveitarfélagsins til Vegagerðarinnar um að fá sérstaka úttekt Vegagerðarinnar og aðgerðaráætlun varðandi Eyjafjarðarbraut eystri frá Miðbraut að Þjóðvegi 1 með tilliti til bætts öryggis eigi síðar en vorið 2023. Mikilvægt er að aðstæður séu skoðaðar bæði að vetri og sumri.
Undirbúa þarf samráð við Vegagerðina og aðra hagaðila sem kallaðir verða að borði eftir því sem verkefninu vindur áfram.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
31.4 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 14
Nefndin leggur til að gjaldskrá sorphirðu verði uppfærð til samræmis við tillögur sem fram koma í fundarlið 2 undir gjaldskrá gámasvæðis í þeim tilgangi að uppfylla lagaskilyrði varðandi málaflokkinn. Sorphirðugjald hækki þannig um 11.198 krónur á íbúð miðað við 240L ílát og þrjár tunnur. Hver íbúð fái árlega afhent 16 skipta kort á gámasvæðið. Þá verði gjaldskráin varðandi aðrar stærðir og þjónustuþega að auki aðlöguð samhliða breytingunum til í samræmis við framlagðar tillögur sveitarstjóra.
Nefndin leggur til að gjöld fyrir dýraleifar hækki um 15% sem skref í átt að því að málaflokkurinn standi undir sér og standist þannig lög um hann.
Lagt er til að gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróar haldist óbreytt.
Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun vegna umhverfis- og atvinnumála er samþykkt.
Vísast til fyrri afgreiðslu fundar sveitarstjórnar.
32. 2411004F - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 8
Fundargerð 8. fundar ungmennaráðs lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
32.1 2411011 - Ungmennaráð - Kosning formanns og ritara
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 8
Til embættis formanns bjóða eftirtaldir sig fram:
Emelía Lind Brynjarsdóttir
Sunna Bríet Jónsdóttir
Haukur Skúli Óttarsson
Halldór Ingi Guðmundsson
Haukur Skúli Óttarsson er kjörinn formaður ungmennaráðs.
Til embættis ritara bjóða eftirtaldir sig fram:
Kristín Harpa Friðriksdóttir
Sunna Bríet Jónsdóttir
Kristín Harpa Friðriksdóttir kosin ritari ungmennaráðs.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
32.2 2102022 - Erindisbréf ungmennaráðs
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 8
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
32.3 2411009 - Handbók ungmennaráðs
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 8
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
32.4 2411010 - Félagsmiðstöðin Hyldýpi
Niðurstaða Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 8
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
33. 2410008F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 276
Fundargerð 17. fundar skólanefndar lögð fram til kynningar.
33.1 2410025 - Leikskólinn krummakot - Starfsáætlun 2024-2025
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 276
Starfsáætlun Krummakots 2024-2025 lögð fram til samþykktar.
Umræður urðu meðal annars um skráningardaga, fyrirkomulag gjaldtöku og öryggisáætlun. Góð tengsl eru milli starfsáætlunar og innra matsskýrslu frá því í vor.
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun 2024-2025 Krummakots verði samþykkt.
Vísast til fyrri afgreiðslu fundar sveitarstjórnar.
33.2 2410026 - Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2024-2025
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 276
Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2024-2025 lögð fram til samþykktar. Umræður urðu meðal annars um foreldrastefnumót, gæðaráð, öryggiseftirlit, símafrí og yfirlit yfir skimanir.
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2024-2025 verði samþykkt.
Vísast til fyrri afgreiðslu fundar sveitarstjórnar.
33.3 2410027 - Leikskólinn Krummakot - Sérkennsla - staða og skipulag
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 276
Leikskólastjóri kynnti stöðu sérfræðiþjónustu við skólann en auglýst er eftir fleira fagfólki til starfa.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
33.4 2410028 - Hrafnagilsskóli - Sérkennsla - staða og skipulag
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 276
Grunnskólastjóri kynnti stöðu sérfræðiþjónustu við skólann en skólastjóri telur skólann vel mannaðan af fagfólki í sérfræðiþjónustu.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
33.5 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 276
Lagt fram til kynningar minnisblað sveitarstjóra um stöðu framkvæmda við viðbyggingu Hrafnagilsskóla.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
33.6 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 276
Skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir ramma fjárhagsáætlunar.
Nefndin leggur til að fjármagn til tölvukaupa verði aukið sbr. minnisblað grunnskólastjóra.
Vísast til fyrri afgreiðslu fundar sveitarstjórnar.
34. 2411001F - Velferðar- og menningarnefnd - 14
Fundargerð 14. fundar velferðar- og menningarnefndar lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
34.1 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Karl Jónsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar kynnir væntanlegar breytingar á lögum um frístundastarf barna og unglinga og þarfagreiningu vegna málefnisins á Norðurlandi, ásamt hugmyndum um framtíðarstarf í frístundastarfi í Eyjafjarðarsveit. Nefndin tekur vel í hugmyndir um málefnið og lýsir yfir ánægju með að umfjöllunin liggi tímanlega fyrir. Nefndin þakkar Karli fyrir ítarlega kynningu.
Þá var kynnt minnisblað frá skrifstofu- og fjármálastjóra Eyjafjarðarsveitar um aukið fjármagn vegna félagsmiðstöðvar frá haustinu 2025. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja beiðni forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar skv. framangreindu minnisblaði sem liggur fyrir og að gert verði ráð fyrir umræddu fjármagni við gerð fjárhagsáætlunar.
Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir ramma fjárhagsáætlunar.
Vísast til fyrri afgreiðslu fundar sveitarstjórnar.
34.2 2208030 - Jafnréttisáætlun 2023-2026
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
34.3 2408006 - Jafnlaunakerfi Eyjafjarðarsveitar 2024
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
34.4 2401006 - Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
34.5 2408011 - Ósk um endurnýjun samnings við UMSE
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Velferðar- og menningarnefnd vísar málinu til sveitarstjórnar.
Vísast til fyrri afgreiðslu fundar sveitarstjórnar.
34.6 2410003 - Gistirými fyrir mótshald
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Velferðar- og menningarnefnd tekur vel í hugmyndir forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um að húsnæði Hrafnagilsskóla eða Laugarborgar séu notuð sem gistimöguleikar fyrir aðkomulið í tengslum við íþróttamót á vegum Umf. Samherja, sé það gert í fullri sátt við skólastjórnendur sem og forstöðumann eignasjóðs og jafnframt ef öryggismál bygginga bjóði upp á það. Nefndin leggur til að gerð verði drög af reglum sem verða lögð fyrir nefndina til samþykktar.
Vísast til fyrri afgreiðslu fundar sveitarstjórnar.
34.7 2310024 - Hrund Hlöðversdóttir - Umsókn um styrk til menningarmála 2023
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
34.8 2405023 - Aðalsteinn Þórsson - Umsókn um styrk til menningarmála 2024
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
34.9 2409005 - Hljómsveitin Færibandið - Umsókn um styrk
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
34.10 2410024 - Helgi og Hljóðfæraleikararnir - Umsókn um styrk til menningarmála
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
34.11 2410033 - GDFC - Ósk um styrk fyrir þýðingu á Ljósvetninga sögu yfir á frönsku
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
34.12 2410032 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2025
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
34.13 2410008 - Okkar heimur góðgerðarsamtök - Beiðni um styrk fyrir fjölskyldusmiðjur á Akureyri
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
34.14 2406000 - Fundargerðir öldungaráðs
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
34.15 2406028 - Jafnréttisstofa - Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 14
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
35. 2411003F - Velferðar- og menningarnefnd - 15
Fundargerð 15. fundar velferðar- og menningarnefndar lögð fram til kynningar.
35.1 2208030 - Jafnréttisáætlun 2023-2026
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 15
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrir liggjandi drög að Jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024-2027 verði samþykkt.
Vísast til fyrri afgreiðslu fundar sveitarstjórnar.
35.2 2401006 - Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 15
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hámarks styrkupphæð sérstaks hússnæðisstuðnings 15-17 ára barna verði hækkaður í 30.000 kr.-.
Vísast til fyrri afgreiðslu fundar sveitarstjórnar.
35.3 2405023 - Aðalsteinn Þórsson - Umsókn um styrk til menningarmála 2024
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 15
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir samhljóða að styrkja viðburðinn um 119.700 kr.-
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
35.4 2409005 - Hljómsveitin Færibandið - Umsókn um styrk
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 15
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir að styrkja viðburðinn um sem nemur húsaleigunni á Laugarborg.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
35.5 2410024 - Helgi og Hljóðfæraleikararnir - Umsókn um styrk til menningarmála
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 15
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir að styrkja hljómsveitina Helga og hljófæraleikarana um 250.000 kr.- vegna útgáfu á bestu lögum sveitarinnar. Nefndin tekur jafnframt vel í hugmyndir sveitarinnar um viðburð í sveitarfélaginu og óskar eftir því við sveitarstjóra að vera í sambandi við umsækjanda um nánari útfærslu.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
35.6 2410033 - GDFC - Ósk um styrk fyrir þýðingu á Ljósvetninga sögu yfir á frönsku
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 15
Velferðar- og menningarnefnd hafnar styrkumsókninni sem fellur ekki að úthlutunarreglum nefndarinnar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
35.7 2410032 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2025
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 15
Velferðar- og menningarnefnd hafnar styrkumsókninni þar sem nefndin styrkir systursamtök Stígamóta, Aflið á Akureyri.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
35.8 2410008 - Okkar heimur góðgerðarsamtök - Beiðni um styrk fyrir fjölskyldusmiðjur á Akureyri
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 15
Velferðar- og menningarnefnd frestar erindinu fram á næsta fund í upphafi árs 2025.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
35.9 2310024 - Hrund Hlöðversdóttir - Umsókn um styrk til menningarmála 2023
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 15
Velferðar- og menningarnefnd þakkar Hrund Hlöðverdóttur fyrir samantektina.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
35.10 2411019 - Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri 2025
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 15
Velferðar- og menningarnefnd óskar eftir því við sveitarstjóra að halda nefndinni upplýstri um þróun samtals vegna verkefnisins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
35.11 2411022 - Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis - Jólaaðstoð 2024
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 15
Nefndin samþykkir að styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
35.12 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 15
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að horft verði til hóflegra breytinga á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis nú í ár líkt og síðasta vegna þeirra miklu verðbólgu sem heimilin hafa verið að glíma við. Leggur nefndin til að eftirfarandi gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar taki gildi þann 1.janúar 2025.
Fullorðnir
Eitt skipti - 1.080 kr. (3% hækkun)
10 miðar - 5.780 kr. (3% hækkun)
30 miðar - 14.650 kr. (3% hækkun)
Árskort - 35.100 kr. (3% hækkun)
Sturta - 520 kr. (4% hækkun)
Börn 6-17 ára
Eitt skipti - 360 kr. (3% hækkun)
10 miðar - 3.100 kr. (3% hækkun)
Árskort - 3.100 kr. (3% hækkun)
Eldri borgarar 67
Eitt skipti - 490 kr. (4% hækkun)
10 miðar - 4.350 kr. (4% hækkun)
Árskort - 17.550 kr. (3% hækkun)
Sturta - 520 kr. (4% hækkun)
Námsmenn (gegn framvísun á gildu skólaskírteini)
Árskort - 17.550 kr. (3% hækkun)
Leiga
Sundföt - 980 kr. (3% hækkun)
Handklæði - 980 kr. (3% hækkun)
Leiga á handklæði og sundfötum saman - 1.610 kr. (3% hækkun)
Íþróttasalur
Ein klukkustund 10.500 kr. (3% hækkun)
Tvær klukkustundir 15.700 kr. (3% hækkun)
Hver klukkustund umfram það 5.300 kr. (4% hækkun)
Fastur tími í sal yfir veturinn v/fótbolta og þ.h. 7.800 kr. (3% hækkun)
Ef greitt er fyrir allan veturinn í einu er veittur 10% afsláttur.
Ef greitt er fyrir eina önn í einu er veittur 5% afsláttur.
Hyldýpi - Leiga
Ein klukkustund 2.000 kr. (engin breyting)
Tvær klukkustundir 3.500 kr. (engin breyting)
Hver klukkustund umfram það 500 kr. (engin breyting)
Tjaldsvæði
Gisting per mann 1.700 kr. (3% hækkun)
Rafmagn per sólarhring 1.080 kr. (3% hækkun)
Nefndin gerir ekki frekari athugasemdir við fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun vegna íþróttamála.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Velferðar- og menningarnefndar að horft verði til hóflegrar breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar líkt og síðast. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur nefndarinnar að breyttri verðskrá og vísar henni til vinnu við fjárhagsáætlun.
36. 2411002F - Öldungaráð - 2
Fundargerð 2. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar.
36.1 2411001 - Gjaldskrármál
Niðurstaða Öldungaráð - 2
Umræður um gjaldskrármál tengt eldri íbúum í Eyjafjarðarsveit.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
36.2 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
Niðurstaða Öldungaráð - 2
Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að skoða tekjutengda afslætti og tekjuviðmið í samræmi við nágrannasveitarfélög.
Vísast til fyrri afgreiðslu fundar sveitarstjórnar.
36.3 2410018 - Önnur mál öldungaráðs
Niðurstaða Öldungaráð - 2
Almenn umræða um málefni eldri íbúum í Eyjafjarðarsveit. Á næsta fundi á að ræða málefni heimaþjónustu og heimahjúkrunar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40