Dagskrá:
Fundargerð
1. 2409005F - Framkvæmdaráð - 149
Fundargerð 149. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2311014 - Framkvæmdir ársins 2024
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 149
Framkvæmdaráð fer yfir stöðu framkvæmda ársins 2024.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
1.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 149
Til fundar mæta Garðar Guðnason, frá Arkitektastofunni, og Ragnar Bjarnason, frá Verkís. Farið er yfir gögn í tengslum við fyrirhugað útboð á efri hæð byggingar við Hrafnagilsskóla og íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.
Gerðar eru athugasemdir við teikningar og ráðgjöfum falið að vinna áfram með gögnin út frá þeim athugsemdum sem fram komu á fundinum.
Framkvæmdaráð mun fara yfir uppfærð útboðsgögn, teikningar og áætlun á fundi sínum þann 30.september.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. 2409006F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 418
Fundargerð 418. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 418
Skipulagsnefnd fór yfir drög af rammaskipulagi og samþykkir tillögur að breytingum til sveitarstjórnar.
Tekin fyrir að nýju rammahluti aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði. Erindinu var vísað í kynningarferli þann 7.desember 2023 sem lauk þann 14.mars 2024 og hefur nú verið unnið úr þeim athugasemdum sem bárust. Fyrir liggur nú tillaga að rammahluta til auglýsingar. Rammaskipulagið fjallar um þróun frístunda- og íbúðarbyggðar á svæði sem nær til sveitarfélaganna Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps og markar heildstæða stefnu um landnotkun sveitarfélaganna. Samhliða er unnið að breytingu á gildandi aðalskipulag fyrir hvort sveitarfélag. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 - 2030 frá Landslagi ehf, dags. 10. september 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að rammahluta aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði með þeim breytingum sem skipulagsnefnd leggur til. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 með breytingu á legu ÍB14 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa svo breyttar tillögurnar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. 2409007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 419
Fundargerð 419. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 419
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærð deiliskipulagsgögn verði samþykkt skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir uppfærð deiliskipulagsgögn skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulagsins.
3.2 2409016 - Fagrabrekka L237823 - byggingarleyfi einbýlishús
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 419
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við byggingaráformin og leggur til við sveitarstjórn að nafnið Fagrabrekka verði samþykkt.
Sveitarstjórn samyþykkir að lóðin fái nafnið Fagrabrekka.
3.3 2402011 - Stekkjarhóll lnr 234754 - umsókn um byggingu heilsárshúss 2024
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 419
Benjamín Örn Davíðsson víkur af fundi undir þessum fundarlið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40.gr skipulagslaga 123/2010.
Sveitarstjórn bendir á að breyta þurfi núgildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar til að heimila deiliskipulagslýsingu á svæðinu skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. Sveitarstjórn heimilar að farið verði í breytingu á aðalskipulagi.
3.4 2409028 - Skólatröð 8 - breyting á deiliskipulagi - geymsluskúr, gróðurhús, bílastæði og sorpskýli
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 419
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
3.5 2409018 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Gnúpufellsvegar nr. 8390 af vegaskrá
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 419
Skipulagsnefnd frestar umræðum um erindið og kallar eftir upplýsingum um vinnureglur Vegargerðarinnar er varðar niðurfellingu vega af vegaskrá og innleiðingu þeirra á ný.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
3.6 2409019 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Kaupangsvegar nr. 7490-01 af vegaskrá
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 419
Skipulagsnefnd frestar umræðum um erindið og kallar eftir upplýsingum um vinnureglur Vegargerðarinnar er varðar niðurfellingu vega af vegaskrá og innleiðingu þeirra á ný.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
3.7 2405028 - Ölduhverfi íbúðarsvæði - breyting á deiliskipulagi 2024
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 419
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Erindi frestað þar til uppfærð skipulagsgögn liggja fyrir.
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
Almenn erindi
4. 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Sveitarstjórn ræðir fyrirhugað útboð á byggingu efri hæðar á Hrafnagilsskóla og íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hefja útboðsferli á byggingu efri hæðar Hrafnagilsskóla og íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
5. 2409021 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028
Sveitarstjórn tekur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025 og árin 2026-2028
Fyrir fundinum var lögð fram tillaga til fyrri umræðu að fjárhagsáætlun 2025 og 2026 - 2028.
Tillaga tekin til umræðu og samþykkt samhljóða. Tillögunni er vísað til síðari umræðu sem áætluð er 5. desember.
6. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Fyrir fundinum liggur tilnefning í ungmennaráð fyrir starfsárið 2024-2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi skipun í Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar.
Aðalfulltrúar
Anton Berg Almarsson
Emelía Lind Brynjarsdóttir
Haukur Skúli Óttarsson
Kristín Harpa Friðriksdóttir
Halldór Ingi Guðmundsson
Varafulltrúar
Berglind Eva Ágústsdóttir
Sunna Bríet Jónsdóttir
Katrín Björk Andradóttir
Teitur Nolsöe Baldursson
Björgvin Freyr Snorrason
7. 2409030 - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra
Erindi lagt fram til kynningar.
8. 2409024 - Skógræktarfélag Eyfirðinga - Áhugi SE á að eignast landið undir skógrækt á Hálsi og í Saurbæ
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
9. 2409017 - Markaðsstofa Norðurlands - Málefni Flugklasans - Staðan í dag
Lagt fram til kynningar erindi Markaðsstofu Norðurlands um málefni Flugklasans.
10. 2409023 - Akureyrarkaupstaður - Eigendastefna Akureyrarbæjar
Lagt fram til kynningar.
11. 2409020 - Laxós ehf. - Erindi til sveitarfélaga við Eyjafjörð varðandi fiskeldi
Lagt fram til kynningar.
12. 2406032 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar, Vogar 8
Sveitarstjórn hefur kannað afstöðu næstu nágranna til fyrirhugaðs gistirekstur. Ekki komu fram andmæli í því ferli.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðan gistirekstur í Vogum 8.
Fundargerðir til kynningar
13. 2409022 - HNE - Fundargerð 237 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2025
Lögð fram til kynningar.
14. 2409025 - Akureyrarbær - 1. fundargerð framkvæmdaráðs í málaflokki fatlaðs fólks
Lögð er fyrir fundargerð og ársskýrsla í málaflokki fatlaðs fólks en boðað hefur verið til kynningarfundar fyrir kjörna fulltrúa þann 16.október næstkomandi.
Lögð er fyrir fundargerð og ársskýrsla í málaflokki fatlaðs fólks en boðað hefur verið til kynningarfundar fyrir kjörna fulltrúa þann 16. október næstkomandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00