Dagskrá:
Almenn erindi
1. 2406029 - Rökkurhöfði L208102 - umsókn um byggingu geymsluhúsnæðis
Bjarkey Sigurðardóttir sækir um samþykki sveitarstjórnar fyrir byggingarreit fyrir um 331,8 fermetra geymslu á lóðinni Rökkurhöfða (L208102) samanber meðfylgjandi aðaluppdrætti unna af Rögnvaldi Harðarsyni dags. 18.05.2024
Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við erindið. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
2. 2407001 - Höskuldsstaðir 4 L196631 - byggingarreitur fyrir gestahús
Ingólfur Sigurðsson og Bryndís Arna Lúðvíksdóttir sækja um heimild sveitarstjórnar fyrir byggingarreit undir um 25 fermetra gestahús á Höskuldsstöðum 4 (L196631). Húsið er nú staðsett til bráðabirgða á Höskuldsstöðum 11 (L233926) en sótt erum leyfi til að flytja það og staðsetja til frambúðar á Höskuldsstöðum 4. Erindinu fylgja m.a. afstöðumynd sem sýnir byggingarreit gestahússins ásamt samþykki eiganda Reinar 3 fyrir staðsetningu hússins.
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda liggi fyrir samþykki nágranna.
3. 2406031 - Birkiland 1 L236168 - beiðni um breytingu á deiliskipulagi
Tryggvi Tryggvason sækir fyrir hönd lóðarhafa Birkilands 1 L236168 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar þar sem fyrirhugað einbýlishús á lóðinni nær út fyrir byggingarreit sbr. meðfylgjandi grunn- og afstöðumynd frá Opus ehf. dags. 13.03.2014.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi og telur einsýnt að áformin skerði í engu hagsmuni nágranna sbr. gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
4. 2406032 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar, Vogar 8
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.
5. 1912009 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Eyjafjarðarsveitar um deiliskipulags svínabús að Torfum
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Hæstaréttar um að hafna beiðni Ljósaborgar ehf. um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar 26. apríl í málinu nr. 70/2023: Holt ehf. og Ljósaborg ehf. gegn Skipulagsstofnun, íslenska ríkinu, Eyjafjarðarsveit, og Teigi ehf.
6. 2406003 - Íris Ósk, Kristín Hólm og Tinna - Hugmynd að nýtingu á gamla þinghúsinu
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
7. 2406020 - Bíladagar 2024
Lagt fram minnisblað forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um rekstur tjaldsvæðisins yfir Bíladaga 2024.
8. 2407007 - Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti - Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að svara ráðuneytinu þess efnis.
9. 2406027 - Markaðsstofa Norðurlands - Ósk um áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N
Sveitarstjórn þakkar Markaðsstofu Norðurlands fyrir samantektina og tekur vel í að haldinn verði sameiginlegur fundur um málið að loknum sumarfríum sveitarstjórna á svæðinu þar sem mismunandi sviðsmyndir í samstarfinu væru ræddar.
10. 2307007 - Hrafnagilsskóli - 2. áfangi, viðbygging - leikskóli
Lagt fram minnisblað um stöðu framkvæmdar og kostnaðar vegna nýbyggingar við Hrafnagilsskóla.
11. 2405033 - Opnunartími Íþróttamiðstöðvar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að opnunartími Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar verði óbreyttur.
12. 2406016 - UMF Samherjar - fjöldi tíma í íþróttahúsi
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu Velferðar- og menningarnefndar um að breyting verði gerð á 4. gr. samnings við Ungmennafélagið Samherja á þá leið að félagið fái 15 klukkustundir gjaldfrjálsar á tímatöflu í stað 10 tíma. Þá verði skilyrt að þeir tímar sem verði gjaldfrjálsir nýtist börnum og/eða unglingum.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í að mótahald UMF Samherja fyrir börn og unglinga í íþróttmiðstöðinni verði félaginu að kostnaðarlausu enda ýti slíkt undir samstöðu og samfélagsanda innan sveitarfélagsins.
13. 2407008 - Póstbox í Hrafnagilshverfi
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir því við Íslandspóst að sett verði upp póstbox í Hrafnagilshverfi. Nánari útfærsla verði unnin af sveitarstjóra í samráði við framkvæmdaráð og Íslandspóst.
14. 2403017 - Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024
Sveitarstjórn samþykkir að hádegismatur grunnskólabarna verði forráðamönnum þeirra að kostnaðarlausu til samræmis við áherslur nýrra kjarasamninga og útfærslur sem fram koma í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kostnaðarauka að andvirði um tveggja milljóna króna á árinu 2024 verði mætt með lækkun á handbæru fé og er útfærslunni að auki vísað til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
15. 2406017 - Fundaáætlun sveitarstjórar ágúst 2024 - júní 2025
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi fundardaga fyrir tímabilið ágúst 2024 til og með júní 2025:
Haust 2024
15. ágúst
5. september
19. september
3. október
17. október
31. október
14. nóvember
28. nóvember
Vor 2025
16. janúar
30. janúar
13. febrúar
27. febrúar
13. mars
27. mars
10. apríl
30. apríl
8. maí
22. maí
5. júní
16. 2210013 - Þjónustusamningur um málefni fatlaðra
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi þjónustusamning við Akureyrarbæ um málefni fatlaðra og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir sína hönd.
Fundargerðir til kynningar
17. 2406025 - SSNE - Fundargerð 64. stjórnarfundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
18. 2407005 - HNE - Fundargerð 236
Fundargerð lögð fram til kynningar.
19. 2406026 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 948
Fundargerð lögð fram til kynningar.
20. 2406033 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 949
Fundargerð lögð fram til kynningar.
21. 2406034 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 950
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40