Dagskrá:
Fundargerð
1. 2405011F - Framkvæmdaráð - 147
Fundargerð 147. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2404005 - Leiga á Dalborg
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 147
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að greidd verði óuppgerð leiga á geymslu í Dalborg undanfarinna sjö ára og út árið 2024, að upphæð 3.500.000 kr.-. Verði það tekið af óráðstöfuðu eigið fé. Þá verði sveitarstjóra falið að setja upp drög af leigusamning fyrir rýmið á tímabilinu 1.janúar 2025 - 31.desember 2027.
Sveitarstjórn samþykkir að greidd verði óuppgerð leiga á geymslu í Dalborg undanfarinna sjö ára og út árið 2024, að upphæð 3.500.000 kr. Verði það tekið af óráðstöfuðu eigið fé. Þá er sveitarstjóra falið að setja upp drög af leigusamning fyrir rýmið á tímabilinu 1.janúar 2025 - 31.desember 2027.
1.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 147
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að næstu áfangar verði boðnir út í einu lagi haustið 2024 og að tekið sé mið af því að verkinu verði að fullu lokið haustið 2026.
Sveitarstjórn samþykkir að næstu áfangar vegna viðbyggingar við Hrafnagilsskóla verði boðnir út í einu lagi haustið 2024 og að tekið sé mið af því að verkinu verði að fullu lokið haustið 2026.
1.3 2405022 - Umferðaröryggisáætlun 2024
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 147
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að í sumar verði unnið að sértækum aðgerðum sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins í umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar. Þá verði sett upp umferðarmerki með hraðatakmörkunum 30km á Hrafnatröð strax og sveitarfélagið tekur við veginum og í íbúðargötur þar sem þær merkingar vantar.
Sveitarstjórn tekur undir með framkvæmdaráði og leggur áherslu á að í sumar verði unnið að sértækum aðgerðum sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins í umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar. Þá verði sett upp umferðarmerki með hraðatakmörkunum 30km á Hrafnatröð strax og sveitarfélagið tekur við veginum og í íbúðargötur þar sem þær merkingar vantar.
1.4 2404015 - Sala fasteigna - Laugalandsskóli
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 147
Framkvæmdaráð heldur áfram umræðum um fyrirhugaða sölu Laugalandsskóla og yfirfer verðmat eignarinnar. Sveitarstjóri mun halda aðilum upplýstum sem aðstöðu hafa í húsinu.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
1.5 2405013 - Leiguíbúðir
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 147
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Skólatröð 13 verði leigð út til eins árs meðan framkvæmdir eru í gangi í næsta nágrenni eignarinnar og þar til gatnagerð og tengingum við það er lokið.
Sveitarstjórn samþykkir að Skólatröð 13 verði leigð út til eins árs meðan framkvæmdir eru í gangi í næsta nágrenni eignarinnar og þar til gatnagerð og tengingum við það er lokið. Eignin verður auglýst til leigu.
1.6 2405037 - Hjóla- og göngustígur Eyjafjarðarbraut eystri frá Miðbraut að þjóðvegi 1
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 147
Framkvæmdaráð tekur umræðu um möguleika á lagningu hjóla- og göngustígs meðfram Eyjafjarðarbraut eystri frá Miðbraut að hringvegi.
Sveitarstjórn fagnar að skriður sé kominn á málið og vísar því til umsagnar skipulagsnefndar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að vinna málið áfram.
K-listinn bendir á að réttara hefði verið að ákvörðun um að hefja vinnu við undirbúning á hjóla- og göngustíg Eyjafjarðarbrautar eystri frá Miðbraut að þjóðvegi hefði verið tekin á vettvangi sveitarstjórnar.
2. 2406001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Fundargerð 414. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2402001 - Ekra 2 - beiðni um heimild til deiliskipulagningar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Með vísan í úrskurð Innviðaráðuneytisins um að hafna undanþágubeiðninni frá ákvæði d-liðar gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar 90/2013 um fjarlægð byggingar frá stofn- og tengivegum getur sveitarfélagið ekki veitt heimild til deiliskipulagningar fyrir eitt íbúðarhús á lóðinni að svo stöddu.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitastjórn að skipulagsfulltrúa sé falið að ræða við landeiganda og ráðuneytið um framhald málsins.
Með vísan í úrskurð Innviðaráðuneytisins um að hafna undanþágubeiðninni frá ákvæði d-liðar gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar 90/2013 um fjarlægð byggingar frá stofn- og tengivegum getur sveitarfélagið ekki veitt heimild til deiliskipulagningar fyrir eitt íbúðarhús á lóðinni að svo stöddu. Sveitastjórn felur skipulagsfulltrúa að ræða við landeiganda og ráðuneytið um framhald málsins.
2.2 2311009 - Mikligarður II - umsókn um stofnun lóðar 2023
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda sé tryggð kvöð um aðkomurétt að lóðinni skv. afstöðumynd og eftir samkomulagi við jarðeigendur.
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda sé tryggð kvöð um aðkomurétt að lóðinni skv. afstöðumynd og eftir samkomulagi við jarðeigendur.
2.3 2405036 - Teigur - umsókn um framlengingu á leyfi til efnistöku 2024
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlengingu framkvæmdaleyfis til 19. júní 2024. Hnykkt er á því að frágangur sandtökusvæðis verði með þeim hætti að ekki séu skildir eftir sandhaugar í ánni.
Sveitarstjórn samþykkir framlengingu framkvæmdaleyfis til 19. júní 2024. Hnykkt er á því að frágangur sandtökusvæðis verði með þeim hætti að ekki séu skildir eftir sandhaugar í ánni.
2.4 2406008 - Hólmatröð 1 L235818 - skipulagsbreyting bílastæði
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd telur einsýnt að áformin skerði í engu hagsmuni nágranna sbr. gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og leggur því til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem frávik frá deiliskipulagi.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og telur einsýnt að áformin skerði í engu hagsmuni nágranna sbr. gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og samþykkir erindið sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi.
2.5 2405024 - Brekka L152576 - stofnun lóðar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda sé tryggð kvöð um aðkomurétt að lóðinni skv. afstöðumynd og eftir samkomulagi við jarðeigendur. Ekki er hægt að verða við ósk um að landeignin fái heitið Litli-Lækur þar sem annað hús í Eyjafjarðarsveit hefur þetta nafn. Hákon Bjarki Harðarsson vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda sé tryggð kvöð um aðkomurétt að lóðinni skv. afstöðumynd og eftir samkomulagi við jarðeigendur. Ekki er hægt að verða við ósk um að landeignin fái heitið Litli-Lækur þar sem annað hús í Eyjafjarðarsveit ber það nafn.
2.6 2406013 - Gröf L152616 - umsókn um byggingarreit fyrir vélageymslu
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki allra eigenda jarðar L152616 liggur fyrir. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við erindið. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu. Hákon Bjarki Harðarsson vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki allra eigenda jarðarinnar L152616 liggur fyrir. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við erindið. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
2.7 2405026 - Laugafell (Fjöllin, austur), stofnun þjóðlendu
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja beiðni Forsætisráðuneytis um að stofna þjóðlendu á Laugafelli innan marka Eyjafjarðarsveitar svo hægt sé að afmarka lóðir utan um mannvirki Ferðafélagsins innan þjóðlendunnar samkvæmt framlögðum gögnum. Heiti fasteignar verður Laugafell (Fjöllin, austur).
Sveitarstjórn samþykkir beiðni Forsætisráðuneytis um að stofna þjóðlendu á Laugafelli innan marka Eyjafjarðarsveitar svo hægt sé að afmarka lóðir utan um mannvirki Ferðafélagsins innan þjóðlendunnar samkvæmt framlögðum gögnum. Heiti fasteignar verður Laugafell (Fjöllin, austur).
2.8 2405034 - Arnarhóll L152559- hnitsetning núverandi landamerkja jarðarinnar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda verði þinglýst kvöð um aksturs-, göngu- og reiðleið gegnum land Arnarhóls næst Eyjafjarðará samkvæmt uppdrætti.
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda verði þinglýst kvöð um aksturs-, göngu- og reiðleið gegnum land Arnarhóls næst Eyjafjarðará samkvæmt uppdrætti.
2.9 2406004 - Syðri-Hóll 3 L221981 - hnitsetning núverandi landamerkja jarðar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd frestar erindinu þar sem ekki liggja fyrir undirskriftir allra landeigenda.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.10 2406005 - Syðri-Hóll 2 L221980 og Syðri-Hóll 2 lóð L152797 - hnitsetning núverandi landamerkja
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd frestar erindinu þar sem ekki liggja fyrir undirskriftir allra landeigenda.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.11 2406006 - Syðri-Hóll L226119 og Syðri-Hóll 1 L152796 - hnitsetning á núverandi landamerkjum
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd frestar erindinu þar sem ekki liggja fyrir undirskriftir allra landeigenda.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.12 2406007 - Ytri-Hóll 1 L152833 - hnitsetning núverandi landamerkja
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd frestar erindinu þar sem ekki liggja fyrir undirskriftir allra landeigenda.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.13 2406010 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn - Heiðin ehf. Rekstrarleyfi gistingar vegna Brúnagerði 5
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd frestar erindinu.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.14 2406009 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn - Heiðin ehf. Rekstrarleyfi gistingar vegna Brúnagerði 3
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd frestar erindinu.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.15 2406011 - Byttunes L228844 - framkvæmdaleyfi v.haugsetningar á sandi
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi vegna tímabundinnar haugsetningar á sandi á Byttunesi L 228844 verði samþykkt til eins árs frá því að haugsetning hefst. Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi vegna tímabundinnar haugsetningar á sandi á Byttunesi L 228844 til eins árs frá því að haugsetning hefst. Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
2.16 2405028 - Ölduhverfi íbúðarsvæði - breyting á deiliskipulagi 2024
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 414
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að göngustíg milli norðurenda Norðuröldu og Austuröldu verði bætt við deiliskipulagsuppdráttinn. Einnig þarf að laga texta í greinargerð 2.3 varðandi leiksvæði sem er staðsett við Austuröldu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt skipulagstillaga verði auglýst skv. 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn fellur frá kröfu um göngustíg milli norðurenda Norðuröldu og Austuröldu. Skýra þarf texta í greinargerð 2.3 varðandi leiksvæði sem er staðsett við Austuröldu. Sveitarstjórn vísar breyttri skipulagstillögu til auglýsingar skv. 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
3. 2405009F - Velferðar- og menningarnefnd - 13
Fundargerð 13. fundar velferðar- og menningarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2405033 - Opnunartími Íþróttamiðstöðvar
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 13
Velferðar- og menningarnefnd leggur til að opnunartími Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar um helgar yfir vetrartímann, verði færður fram um klukkustund. Nýr opnunartími yrði þá frá kl. 9:00-18:00.
Karl Jónsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
3.2 2406016 - UMF Samherjar - fjöldi tíma í íþróttahúsi
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 13
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting verði gerð á 4. gr. samnings við Ungmennafélagið Samherja á þá leið að félagið fái 15 klukkustundir gjaldfrjálsar á tímatöflu í stað 10 tíma. Lagt er til að skilyrði þess að tímarnir verði gjaldfrjálsir verði háð því að tímarnir nýtist börnum og/eða unglingum að einhverju leyti.
Með vísan til bókunar um lið 1 á fundi þessum, er jafnframt lagt til að gjaldfrjáls tími UMF Samherja um helgar, skv. 4. gr. sama samnings, verði frá kl. 9-13.
Nefndin leggur einnig til að breyting verði gerð á 4. gr. sama samnings um að UMF Samherjar greiði ekki leigu fyrir notkun á íþróttasal undir íþróttamót.
Karl Jónsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Almenn erindi
Anna Guðmundsdóttir F-lista vék af fundi kl. 10:05
4. 2405030 - Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra - Umsögn LSNE um þingsályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar tekur undir umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og lýsir yfir áhyggjum af vanfjármögnun í löggæslumálum sem kemur niður á öryggi íbúa.
5. 2405031 - SSNE - Tillaga frá mennta- og barnamálaráðuneyti um innleiðingu svæðisbundinna farsældarráða
Sveitarstjórn líst vel á þá hugmynd að svæði farsældarráðs verði hið sama og starfssvæði SSNE.
6. 2406003 - Íris Ósk, Kristín Hólm og Tinna - Hugmynd að nýtingu á gamla þinghúsinu
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
7. 2307007 - Hrafnagilsskóli - viðbygging - leikskóli
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
8. 2404019 - Brúnagerði - umsókn um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa
Meðal gagna málsins er nýtt gagn, bréf LOGOS lögmannssþjónustu f.h. leyfisbeiðanda dags. 7. júní sl. til sveitarstjórnar og skipulagsnefndar, þar sem komið er á framfæri sjónarmiðum og röksemdum um rekstrarleyfi fyrir skammtímaleigu íbúðarhúsa við götuna Brúnagerði. Fram kemur í erindinu ásamt fleiru að sótt hafi verið um rekstrarleyfi fyrir tvö hús hjá sýslumanni, en leyfisbeiðandi hafi jafnframt í hyggju að sækja um rekstrarleyfi fyrir 10 hús til viðbótar.
Í þessum áformum felst að nær allt íbúðarhúsnæði skipulagssvæðisins verði nýtt til leyfisskylds gistirekstrar í atvinnuskyni, en ekki til varanlegrar íbúðar. Lögmaður sveitarfélagsins hefur ritað LOGOS bréf með ósk um frekari sjónarmið vegna málsins, þar á meðal um atriði sem vísað er til í fyrrnefndu bréfi og réttarstöðu gagnvart gildandi deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu.
Skrifstofu sveitarfélagsins er falið að taka saman og afla frekari gagna í málinu ásamt lögmanni sveitarfélagsins, þar á meðal að gefa fasteignaeigendum sem kunna að eiga grenndarhagsmuna að gæta, kost á að koma að sjónarmiðum. Afgreiðslu málsins er frestað.
9. 2406017 - Fundaáætlun sveitarstjórar ágúst 2024 - júní 2025
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
10. 2406018 - Vinnustofa vegna vinnu við nýja Sóknaráætlun
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Almenn erindi til kynningar
11. 2311040 - Holt ehf. og Ljósaborg ehf. - Bótakrafa vegna deiliskipulags á svínabúi að Torfum
Þann 30. maí síðastliðin tók úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fyrir mál nr. 29/2024, kæra á ákvörðun Eyjafjarðarsveitar frá 14. febrúar 2024 um synjun á viðurkenningu á bótaskyldu vegna deiliskipulags svínabús að Torfum.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun Eyjafjarðarsveitar frá 14. febrúar 2024 um synjun á viðurkenningu á bótaskyldu vegna deiliskipulags svínabús að Torfum.
Fundargerðir til kynningar
12. 2404013 - Skógræktarfélag Eyfirðinga - Ársskýrsla 2023
Lagt fram til kynningar.
13. 2404007 - SSNE - Ársþing 2024
Lagt fram til kynningar.
14. 2406001 - Norðurorka - Fundargerð 299. fundar
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15