Sveitarstjórn

633. fundur 16. maí 2024 kl. 08:00 - 09:50 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir var fjarverandi en fundinn sat Anna Guðmundsdóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
 
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2405000F - Velferðar- og menningarnefnd - 11
Fundargerð 11. fundar velferðar- og menningarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2210013 - Þjónustusamningur um málefni fatlaðra
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 11
Umræður um samninginn fóru fram á fundinum og fór sveitarstjóri yfir samninginn og þá vinnu sem liggur að baki honum. Nefndin gerir engar efnislegar athugasemdir við samninginn.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
1.2 2404042 - UMF Samherjar - Sumarnámskeið og árskort
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 11
Nefndin fagnar þeirri virkni sem er í starfi Ungmennafélagsins Samherja.
 
Nefndin óskar eftir því við sveitarstjóra að hann boði stjórn Samherja til næsta fundar nefndarinnar ásamt forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar, þann 27. maí 2024. Stjórnin leggi þá skilgreindar hugmyndir um erindi sín fyrir nefndina, eftir atvikum og sérstaklega hvað varðar erindi 1 og 2, í samráði við forstöðumann og hefji umræður við nefndina.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
1.3 2404004 - Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 11
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að styrkja verkefnið samkvæmt fyrirliggjandi beiðni um kr. 400.000. Ekki er tekin afstaða til frekari stuðnings.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja rekstur Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri um 400.000 kr. og verður styrkfjárhæð tekin af fjárhag nefndarinnar í málaflokknum.
 
1.4 2402005 - Brynjólfur Brynjólfsson - Umsókn um styrk til menningarmála
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 11
Afgreiðslu erindis frestað í ljósi fyrri niðurstöðu nefndar frá 2. nóvember 2023.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
1.5 2405005 - Guðrún H Bjarnadóttir - Umsókn um styrk til menningarmála
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 11
Velferðar- og menningarnefnd leggur til að styrkumsókn Guðrúnar H. Bjarnadóttur að fjárhæð kr. 150.000 verði samþykkt.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og verður styrkfjárhæð tekin af fjárhag nefndarinnar í málaflokknum.
 
1.6 2403004 - Freyvangsleikhúsið - Samningur um afnot af Freyvangi
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 11
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
2. 2405002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 412
Fundargerð 412. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2308022 - Reiðleið um Brúnir
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 412
Nefndin frestar afgreiðslu málsins þar sem fullnægjandi umsögn hefur ekki borist frá Vegagerðinni.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.2 2404019 - Brúnagerði - umsókn um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 412
Nefndin heldur áfram umfjöllun um erindi Heiðarinnar ehf. varðandi rekstarleyfi fyrir gistiþjónustu í nýbyggðu íbúðarsvæði í Brúnagerði. Fulltrúar nefndarinnar skoðuðu aðstæður á vettvangi þann 3. maí 2024. Ingólfur Guðmundsson og Andrea Olsen fulltrúar Heiðarinnar mættu á fund nefndarinnar og gerðu grein fyrir áformunum. Nefndin telur að rýna þurfi betur í ólíkar sviðsmyndir varðandi nýtingu húsnæðis í gistiþjónustu og fordæmisgildi sem af afgreiðlsu erindisins gæti myndast. Nefndin frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.3 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 412
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að grænt belti milli Hlíðargjár og Hjallagjár verði útfært á sama hátt og beltið milli Hagagjár og Hólagjár og að ákvæði um útsýni og trjágróður á lóðum verði rýmkað svo lóðarhafar hafi að einhverju marki frjálsari hendur varðandi trjárækt á lóðum sínum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt skipulagstillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að grænt belti milli Hlíðargjár og Hjallagjár verði útfært á sambærilegan máta og beltið milli Hagagjár og Hólagjár og að ákvæði um útsýni og trjágróður á lóðum verði rýmkað svo lóðarhafar hafi að einhverju marki frjálsari hendur varðandi trjárækt á lóðum sínum. Þá beinir sveitarstjórn því til skipulagshönnuðar að setja inn ákvæði í skipulagsskilmálana þess efnis að útlit og yfirbragð bygginga skuli ekki vera einsleitt á skipulagssvæðinu.
Sveitarstjórn vísar breyttri tillögu aftur til umfjöllunar skipulagsnefndar.
 
2.4 2404039 - Leifsstaðir land L208303 - beiðni um breytt staðfang 2024
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 412
Skipulagsnefnd telur óheppilegt að staðfang lóðarinnar sé ekki í samræmi við staðföng annarra lóða í götunni og leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði synjað og að lóðin fái staðfangið Brúnagerði 15.
Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd og synjar erindinu þar sem umbeðið staðfang lóðarinnar sé ekki í samræmi við staðföng annarra lóða í götunni. Samræmist beiðnin þannig ekki reglugerð um staðföng númer 577/2017 þar sem áhersla er á að "staðfang ber alla jafna að tengja þeim staðvísi sem samræmist best skilgreindri aðkomu" og "staðvísar götuheita skulu einkenna afmarkað umferðarsvæði innan hverfis þar sem staðgreinar raðast rökrétt í hækkandi röð og eru leiðandi fyrir notendur".
Þá leggur sveitarstjórn til við skipulagsnefnd að farið verði í endurskoðun á staðföngum út frá reglugerðinni.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt tillögu skipulagsnefndar um að lóðin fái staðfangið Brúnagerði 15.
 
2.5 2405007 - Skólatröð 8 - umsókn um breytingu á lóðarmörkum
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 412
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að útbúið verði breytingarblað deiliskipulags vegna óverulegrar deiliskipulagsbreyingar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir erindið sem óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sveitarstjóra að fullnusta erindið í samræmi við tillögu nefndarinnar.
 
2.6 2405009 - Bakkatröð 26 - umsókn um stækkun lóðar
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 412
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað en að lóðarhöfum í Bakkatröð 26-30 verði boðinn samningur um víkjandi afnotarétt vegna svæðis sunnan lóðarinnar.
Sveitarstjórn hafnar erindinu en samþykkir að lóðarhafar í Bakkatröð 26-30 verði boðinn samningur um víkjandi afnotarétt vegna svæðis sunnan viðkomandi lóða.
 
2.7 2404017 - Espihóll - umsókn um stofnun lóðar 2024
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 412
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, enda verði aðgengi að Lundi um lóðina Espilund.
 
Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
Sveitarstjórn samþykkir erindið, enda verði aðgengi að Lundi um lóðina Espilund.
 
2.8 2405010 - Laugarengi L209832 - umsókn um stofnun lóðarinnar Laugasel
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 412
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
Fundargerðir til kynningar
3. 2405002 - HNE - Fundargerð 235
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
4. 2404038 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 947
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
5. 2405003 - Norðurorka - Fundargerð 298. fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
Almenn erindi
6. 2405008 - Norðurorka - Fjármögnun framkvæmda í hitaveitu
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum og framkvæmdum við fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku hf. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Eyjafjarðarsveit selji eignarhlut í Norðurorku hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Eyjafjarðarsveit sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Finni Yngva Kristinssyni sveitarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Eyjafjarðarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
 
7. 2405012 - Íbúar í Bakkatröð 44, 46, 48, 50 og 52 - Áskorun um hljóðmön
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Kjartan Sigurðsson lýsti sig vanhæfan vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
 
8. 2210013 - Þjónustusamningur um málefni fatlaðra
Samningur um málefni fatlaðra lagður fram til fyrri umræðu.
 
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samningnum til síðari umræðu og er sveitarstjóra og oddvita falið að yfirfara samninginn frekar milli umræðna og vinna að breytingum á honum eftir atvikum, í takt við umræðu á fundinum.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50
Getum við bætt efni síðunnar?