Sveitarstjórn

632. fundur 02. maí 2024 kl. 08:00 - 10:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofustjóri.
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofustjóri.
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2404005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 411
Fundargerð 411. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2208016 - Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - aðal- og deiliskipulag v/hótels
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 411
Skipulagsnefnd fjallar um afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærð skipulagsgögn verði samþykkt skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
 
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum fundarlið.
Kjartan Sigurðsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærð skipulagsgögn skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulagsins.
 
 
1.2 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 411
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði krafa um að útbúin verði grænt belti milli Hlíðargjár og Hjallagjár og að gert verði ráð fyrir útivistarstíg þar. Einnig leggur nefndin til að ákvæði um víði- og birkikjarr á lóðum verði felld úr skipulagi og að hæð gróðurs við lóðarmörk verði samræmd við gr. 7.2.2 í byggingarreglugerð. Einnig fer nefndin fram á að nyrsta hreinsivirki fráveitu verði fellt út. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að afla undanþágu ráðherra vegna fjarlægðar íbúðarhúsa frá Veigastaðavegi enda samræmist fyrirliggjandi skipulagstillaga byggð sem fyrir er á svæðinu.
 
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og gerir kröfu um að útbúið verði grænt belti milli Hlíðargjár og Hjallagjár og að gert verði ráð fyrir útivistarstíg þar. Er þetta í samræmi við fyrirætlanir í rammaskipulagi sem nú er í vinnslu þar sem gert er ráð fyrir að allar lóðir skuli hafa að minnsta kosti eina hlið sem snúi að grænu svæði. Þá telur sveitarstjórn að fella eigi út ákvæði um víði- og birkikjarr á lóðum og bendir á að nauðsynlegt sé að samræma hæð gróðurs við lóðarmörk við gr.7.2.2 í byggingarreglugerð.
Þá fer sveitarstjórn fram á að nyrsta hreinsivirki fráveitu verði fellt út.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að afla undanþágu ráðherra vegna fjarlægðar íbúðarhúsa frá Veigastaðavegi enda samræmist fyrirliggjandi skipulagstillaga byggð sem fyrir er á svæðinu.
Þá óskar sveitarstjórn eftir því að í kafla 3.1 verði texta um áfangaskiptingu breytt á þann veg að upphafi hvers byggingaráfanga verði stýrt í samráði við sveitarstjórn.
 
1.3 2403029 - Ytri-Varðgjá - umsókn um stöðuleyfi fyrir skemmu
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 411
Skipulagsnefnd telur að erindið varði ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins sjálfs og leggur því til við sveitarstjórn að fallið verði frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
Sveitarstjórn samþykkir erindið og að fallið verði frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda varðar erindið ekki hagsmuni annarra en málshefjandi og sveitarfélagsins sjálfs.
 
1.4 2403022 - Garðsá L152598 - fyrirspurn um varnir gegn landbroti og malarnám 2024
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 411
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við áformin.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við áformin.
 
1.5 2404016 - Ytri-Varðgjá - ósk um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna efnistökusvæðis
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 411
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði synjað með vísan til nálægðar til vatnsból. Einnig virðist langsótt að hægt sé að draga úr sjónrænum áhrifum á fullnægjandi hátt með mönum á þessu svæði.
Með vísan í nálægð við vatnsból hafnar sveitarstjórn erindinu og felur skipulagsfulltrúa að tilkynna niðurstöðuna.
 
1.6 2404019 - Brúnagerði - umsókn um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 411
Skipulagsnefnd er hugsi yfir fyrirætlunum sem lýst er í erindinu og kallar málshefjanda á næsta fund nefndarinnar til að upplýsa málið betur. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
1.7 2310005 - Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 411
Skipulagsnefnd telur að ákveða þurfi stærð gámasvæðis á vandaðan hátt með tilliti til framtíðarþarfa sveitarfélagsins og felur skipulagshönnuði að leggja mat á þá þörf og endurskoða skipulagstillöguna á grundvelli þess. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
1.8 2404036 - Akraborg - byggingarreitur fyrir kornskemmu
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 411
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við erindið. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
 
Dagný Linda Kristjánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
Hermann Ingi Gunnarsson og Berglind Kristinsdóttir lýstu sig vanhæf og véku af fundinum undir þessum lið.
 
Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við erindið. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
 
1.9 2404031 - Möðruvellir land L192810 - ósk um breytingu á staðfangi 2024
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 411
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að nýtt staðfang Möðruvellir land verði Möðruvellir 2.
 
1.10 2404033 - Hrafnatröð 4 - beiðni um breytingu á deiliskipulagsskilmálum lóðar
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 411
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu.
Sveitarstjórn samþykkir erindið sem óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins verður fallið frá grenndarkynningu.
 
1.11 2404035 - Höskuldsstaðir - deiliskipulag íbúðarsvæði
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 411
Skipulagsnefnd kallar eftir uppfærðu deiliskipulagi sem samræmist gildandi aðalskipulagi. Skipulagsnefnd kallar ennfremur eftir uppdráttum af húsi á íbúðarsvæði ÍB24 til afgreiðslu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
2. 2404003F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 271
Fundargerð 271. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2403030 - Háskólinn á Akureyri - Beiðni um gerð rannsóknar í Hrafnagilsskóla
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 271
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að beiðnin verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir beiðni Sigríðar Margrétar Sigurðardóttur, lektors við Háskólann á Akureyri, um gerð rannsóknar í Hrafnagilsskóla.
 
2.2 2402002 - Viðbrögð við mönnunarvanda í leikskóla
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 271
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að tekin verði upp skráning eftir klukkan eitt á föstudögum í maí með sama fyrirkomulagi og var í mars. Ef ekki rætist úr mönnunarvanda verði lokað klukkan eitt á föstudögum í júní.
Einnig leggur skólanefnd til að fyrsta vikan í júlí verði skráningardagar. Til framtíðar verði gert ráð fyrir því að öll börn þurfi að taka fimm vikna samfellt sumarfrí.
Að lokum hvetur skólanefnd sveitarstjórn að kanna möguleika þess að taka upp sex gjaldfrjálsa skólatíma í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu næsta árs.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að stuðst sé áfram við sama fyrirkomulag og viðhaft var fyrir páska á leikskólanum Krummakoti þar sem stuðst var við skráningarkerfi og niðurfellingu leikskólagjalda fyrir börn eftir klukkan 13 á föstudögum í samstarfi við foreldra. Þá hafi sveitarstjóri ennþá heimild til að grípa til lokunar kl. 13 á föstudögum ef engar breytingar verða á þeim mönnunarvanda sem leikskólinn stendur frammi fyrir.
 
Sveitarstjórn samþykkir að innleiddir verði skráningardagar vikuna fyrir sumarlokun leikskólans.
 
Sveitarstjórn leggur áherslu á að skoða þá ýmsu möguleika sem sveitarfélög hafa gripið til í útfærslu starfsumhverfis nemenda og starfsmanna á leikskólum og að unnið verði að því í samráði við foreldra á komandi hausti. Meðal annars verði skoðaður sá möguleiki að taka upp sex gjaldfrjálsa tíma líkt og á Akureyri og lengd sumarfrís leikskólans endurskoðaður.
 
Sveitarstjóra er falið að afla gagna um árangur annarra sveitarfélaga á breyttu fyrirkomulagi á gjaldskrá leikskóla.
 
2.3 2404024 - Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2024-2025
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 271
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að skóladagatal Hrafnagilsskóla veturinn 2024-2025 verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skóladagatal Hrafnagilsskóla fyrir veturinn 2024-2025.
 
2.4 2404023 - Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2024-2025
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 271
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að skóladagatal Krummakots veturinn 2024-2025 verði samþykkt.
Skólanefnd hvetur skólastjórnendur til að senda foreldrum greinargóðar útskýringar á tilgangi og fyrirkomulagi skráningardaga í samráði við sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skóladagatal Krummakots fyrir veturinn 2024-2025.
 
2.5 2404025 - Leikskólinn Krummakot - Umbótaáætlun í framhaldi af ytra mati árið 2023
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 271
Frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2.6 2302012 - Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 271
Lagt fram minnisblað formanns skólanefndar um vinnu við skólastefnu Eyjafjarðarsveitar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
3. 2404007F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 272
Fundargerð 272. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2404037 - Skólastjóri Hrafnagilsskóla - ráðningarferli
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 272
Sveitarstjóri og skólaráðgjafi kynntu niðurstöður úr atvinnuviðtölum og mati á hæfni umsækjenda. Skólanefnd leggur til að sveitastjórn samþykki tillögu sveitastjóra um ráðningu nýs skólastjóra Hrafnagilsskóla.
Lögð fram til kynningar umsögn skólanefndar. Afgreiðslu vísað til fundarliðar nr. 6.
 
 
4. 2403004F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 10
Fundargerð 10. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2401016 - Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir - Umsókn um leyfi til búfjárhalds
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 10
Nefndin leggur til að sveitastjórn samþykki erindið með fyrirvara um samþykki allra landeigenda.
Sveitarstjórn samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki allra landeigenda.
 
4.2 2110036 - Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 10
Erindið frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
4.3 2404009 - Refa- og minkaveiði
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 10
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
4.4 2304028 - Umhverfisverðlaun 2023
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 10
Nefndin ákveður að umhverfisverðlaun 2023 verði afhent á stóra plokkdeginum þann 28.apríl 2024.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
4.5 2404018 - Stóri plokkdagurinn 2024
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 10
Stóri plokkdagurinn verður haldinn frá morgni til kvölds sunnudaginn 28. apríl. Atvinnu- og umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar hvetur íbúa til virkrar þátttöku í deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið taki gjaldfrjálst við sorpi frá duglegum plokkurum dagana í kringum stóra plokkdaginn.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
5. 2404004F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 11
Fundargerð 11. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2110036 - Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 11
Afgreiðslu frestað til næsta fundar, óskað eftir að sveitarstjóri uppfæri lagatilvitnanir fyrir næstu umræðu.
Gefur ekki tilefni til ályktunar. Sveitarstjórn ræðir núverandi drög undir fundarlið nr. 7.
 
5.2 2401016 - Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir - Umsókn um leyfi til búfjárhalds
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 11
Atvinnu- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin sé samþykkt og umsækjanda verði heimilt að halda 40 hross að Hrísum.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Guðrúnu Dögg Sveinbjörnsdóttur umbeðið leyfi til búfjárhalds á 40 hrossum að Hrísum.
 
5.3 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 11
Ágætlega hefur gengið með gjaldtöku á gámasvæðinu en helstu ábendingar starfsmanna á svæðinu snúast að því að bjóða uppá klippikort og hafa þeir trú á að slíkt muni hraða og einfalda afgreiðslu þeirra.
Atvinnu- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að innleiða klippikort á gámasvæðinu, þá verði athugað með lausnir á rafrænu klippikorti.
Sveitarstjórn samþykkir að innleiða klippikort fyrir gjaldtöku á gámasvæði sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að setja innleiðingu þess í ferli og athuga að auki með rafrænar lausnir á slíku fyrirkomulagi.
 
5.4 2404026 - Græn skref
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 11
Minnisblað um stöðu á innliðeingu Grænna skrefa lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
5.5 2404027 - Þröm í Garðsárdal
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 11
Atvinnu- og umhverfisnefnd ræðir landeign sveitarfélagsins að Þröm með það fyrir augum að koma landinu í nýtingu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað sé til Lands og Skógar og kannað hvaða möguleikar eru varðandi svæðið í skógrækt.
Sveitarstjórn leggur til að atvinnu- og umhverfisnefnd skoði heildstætt nýtingu á landi í eigu sveitarfélagsins og fái til þess hagaðila.
 
5.6 2404029 - Lækkun hámarkshraða á 822 Kristnesvegi
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 11
Atvinnu- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tekið sé jákvætt í lækkun hámarkshraða á Kristnesvegi til samræmis við fyrirætlanir Vegagerðarinnar enda muni það auka umferðaröryggi á svæðinu. Þá bendir nefndin að auki á að mikilvægt sé að koma Kristnesvegi til suðurs aftur inn á vegaskrá og inn í viðhald Vegagerðarinnar enda muni það auka umferðaröryggi enn frekar á svæðinu, er það í samræmi við ábendingar sveitarfélagsins og umferðaröryggisáætlun þess frá árinu 2022 sem Vegagerðin hefur undir höndum.
 
Sveitarstjórn tekur jákvætt í lækkun hámarkshraða á Kristnesvegi til samræmis við fyrirætlanir Vegagerðarinnar enda muni það auka umferðaröryggi á svæðinu.
Þá óskar sveitarstjórn jafnframt eftir því við Vegagerðina að Kristnesvegi til suðurs sé aftur komið í umsjón Vegagerðarinnar enda muni það auka umferðaröryggi enn frekar á svæðinu. Bendir sveitarstjórn Vegagerðinni á að þetta sé í samræmi við ábendingar sveitarfélagsins og umferðaröryggisáætlun þess frá árinu 2022 sem Vegagerðin hefur undir höndum.
 
Fundargerðir til kynningar
8. 2404012 - Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar - aðalfundur 10.04.24
Fundargerð aðalfundar Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar lögð fram til kynningar ásamt skýrslu um starfsemina.
 
9. 2404014 - KPMG - Lokaskýrsla um stjórnsýsluskoðun Eyjafjarðarsveitar 2024
Skýrsla um stjórnsýsluendurskoðun Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
 
10. 2404034 - Molta - 112. stjórnarfundur
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 
Almenn erindi
6. 2404037 - Skólastjóri Hrafnagilsskóla - ráðningarferli
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir samhljóða að ráða Ólöfu Ásu Bendediktsdóttur í stöðu skólastjóra Hrafnagilsskóla að fenginni umsögn skólanefndar.
 
Um leið vill sveitarstjórn þakka Hrund Hlöðversdóttur sérstaklega fyrir samstarfið undanfarin ár og þá góðu vinnu sem hún hefur lagt af mörkum til skólasamfélagsins í Eyjafjarðarsveit. Óskar sveitarstjórn henni alls hins besta.
 
7. 2110036 - Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn tekur drög af búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar til fyrri umræðu.
 
Drög af búfjársamþykkt tekin til fyrri umræðu og vísað aftur til Atvinnu- og umhverfisnefndar í umfjöllun fyrir síðari umræðu sveitarstjórnar.
 
Almenn erindi til kynningar
11. 1912009 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Eyjafjarðarsveitar um deiliskipulags svínabús að Torfum
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Landsréttar um að hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 13.janúar 2022 þar sem sveitarfélagið var sýknað af kröfu stefnenda Holts og Ljósuborgar ehf. skuli vera óraskaður.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Getum við bætt efni síðunnar?