Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar
2. 2403023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 945
Fundargerð 945. fundar lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til álykunar.
3. 2403027 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 145. fundar skólanefndar
Fundargerð 14. fundar lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til álykunar.
Ársreikningur Tónlistarskóla Eyjafjarðar fyrir árið 2023 lagður fram og samþykktur.
4. 2403028 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 946
Fundargerð 946. fundar lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til álykunar.
Almenn erindi
1. 2403002 - Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2023 - síðari umræða
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2023 tekinn til síðari umræðu og samþykktur samhljóða. Fyrri umræða fór fram 7. mars.
Rekstur sveitarfélagsins gekk vel á árinu 2023. Staða sveitarfélagsins er sterk og reksturinn er í góðu jafnvægi.
Markmið sveitarstjórnar síðustu ár hafa miðast við að sveitarfélagið væri í árslok 2023 vel í stakk búið til að takast á við það stóra verkefni að byggja nýjan leikskóla, byggja við Hrafnagilsskóla og íþróttamiðstöðina.
Verkefnið er þegar hafið og er áætlaður kostnaður um 1.800 millj.. Ekki verður séð annað en markmið sveitafélagsins um að skuldahlutfall sveitarfélagsins fari ekki yfir 50% náist. Leyfilegt skuldahlutfall er 150%.
Helstu niðurstöður ársreiknings 2023:
Rekstrartekjur A- og B-hluta voru 1.632 millj. sem er um 7,7% umfram áætlun ársins.
Laun og launatengd gjöld voru 823,9 millj. sem er 4,7% umfram áætlun ársins sem gerði ráð fyrir 786,6 millj.
Launakostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum er 50,5 % og hækkaði hlutfallið um 1,9 % milli ára.
Annar rekstrarkostnaður var 490 millj. sem er um 6,8 % undir áætlun ársins.
Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 285 millj. en áætlun gerði ráð fyrir 148,7 millj..
Lang stærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins er vegna fræðslumála og var á árinu 2023 810,2 millj. eða 54,8% af skatttekjum ársins, áætlun ársins gerði ráð fyrir 816,3 millj.
Langtímaskuldir A-hluta eru engar. Langtímaskuldir B-hluta eru 64,2 millj. og eru það eingöngu lán vegna leiguíbúða. Skuldaviðmið sveitarfélagsins samkv. reglugerð er 0%, leyfilegt hámark er 150%.
Veltufé frá rekstri var 270,7 millj. eða 16,6 %. Nettó fjárfestingar ársins voru 75,3 millj.
Handbært fé í árslok var 557,6 millj. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 1.720 millj.
Staða sveitarfélagsins er sterk, reksturinn er í góðu jafnvægi og sveitarfélagið vel í stakk búið til að takast á við stór verkefni í framtíðinni.
5. 2402004 - Skipan í Öldungaráð Eyjafjarðarsveitar
Tilkynning um tilnefningu í Öldungaráð frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit:
Aðalmenn Hulda M. Jónsdóttir, Bergljót Sigurðardóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Varamenn: Ísleifur Ingimarsson, Kristín Thorberg, Valdemar Gunnarsson. Afgreiðslu frestað til næsta fundar þar sem beðið er eftir tilnefningu frá HSN.
6. 2305013 - Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps - Eignarhlutur í Sólgarði
Í samræmi við umræður á fundinum samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra og oddvita að taka upp viðræður við fulltrúa Búnaðarfélags Saurbæjarhrepps.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:50