Sveitarstjórn

620. fundur 09. nóvember 2023 kl. 08:00 - 10:10 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri
Dagskrá:
 
Fundargerð
1. 2310007F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 268
Fundargerð 268. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 268
Enn á eftir að uppfæra launalið og skólaakstur. Að öðru leyti gerir skólanefnd ekki athugasemd við fjárhagsáætlun ársins 2023.
Áætlununni er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.
 
1.2 2310028 - Leikskólinn Krummakot - Beiðni um hækkun á starfshlutfalli sérkennslustjóra
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 268
Skólanefnd leggur til að erindið verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skólanefndar.
 
1.3 2308007 - ADHD samtökin - Styrkumsókn 2023
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 268
Skólanefnd leggur til að styrkumsókn ADHD samtakanna verði hafnað. Skólastjórar Hrafnagilsskóla og Krummakots eru hvattir til að kynna sér þá þjónustu og fræðslu sem ADHD samtökin hafa upp á að bjóða.
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.
 
1.4 2310032 - Opnunartími leiksólans Krummakot
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 268
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að opnunartími Krummakots verði styttur frá áramótum frá kl. 16:30 til kl. 16:15. Þessi tími er illa nýttur og því kostnaðarsamur fyrir sveitarfélagið. Auk þess hefur reynst erfitt að manna leikskólann og sérstaklega þennan vinnutíma.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skólanefndar um breyttan opnunartíma á Krummakoti.
 
1.5 2310004 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla - lóð og tæki
 
Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 268
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
2. 2310008F - Velferðar- og menningarnefnd - 9
Fundargerð 9. fundar velferðar- og menningarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 9
Drög að fjárhagsáætlun tekin til umfjöllunar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög vegna félags- og menningarmála. Afgreiðslu frestað hvað varðar íþróttamál.
Fjárhagsáætlun fyrir félags- og menningarmál vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn. Afgreiðslu er frestað hvað varðar málaflokk 06 íþrótta- og tómstundamál.
 
2.2 2309037 - Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 9
Nefndin samþykkir styrkbeiðni Aflsins, styrkfjárhæð kr. 200.000.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.3 2208029 - Styrkir til menningarmála 2022
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 9
Umfjöllun um úthlutunarreglur frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.4 2310018 - Huldustígur - Umsókn um styrk til menningarmála 2023
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 9
Styrkbeiðni Bryndísar Fjólu Pétursdóttur vegna Huldustígs er hafnað þar sem hún samræmist ekki reglum um Menningarsjóð sveitarfélagsins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.5 2310023 - Sólveig Bennýjar. Haraldsdóttir - Umsókn um styrk til menningarmála 2023
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 9
Styrkbeiðni Sólveigar Bennýjar - Haraldsdóttur er hafnað þar sem hún samræmist ekki reglum um Menningarsjóð sveitarfélagsins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.6 2310024 - Hrund Hlöðversdóttir - Umsókn um styrk til menningarmála 2023
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 9
Nefndin samþykkir beiðni Hrundar Hlöðversdóttur um styrk að fjárhæð kr. 370.000 vegna Söguloka - hátíðar í Laugarborg vorið 2024. Nefndin óskar eftir því að styrkþegi skili skýrslu um verkefnið til nefndarinnar þegar því er lokið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.7 2304032 - Brynjólfur Brynjólfsson - Umsókn um styrk
 
Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 9
Nefndin samþykkir beiðni Brynjólfs Brynjólfssonar um styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna upptöku og útgáfu á frumsaminni tónlist og útgáfutónleika. Nefndin óskar eftir því að styrkþegi skili skýrslu um verkefnið til nefndarinnar þegar því er lokið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
3. 2310011F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 9
Fundargerð 9. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 9
Nefndin leggur til að almennt sorphirðugjald hækki um 3%, gjöld fyrir dýraleifar hækki um 15% og að gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróar haldist óbreytt. Fyrirliggjandi áætlun vegna umhverfis- og atvinnumála er samþykkt.
Fjárhagsáætlun vegna hreinlætis-, umhverfis- og atvinnumála er vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn.
 
3.2 2309023 - Umhverfisstofnun - Samningur um refaveiðar 2023-2025 og áætlun 2023-2025
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 9
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
3.3 2309032 - Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu 2022-2023
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 9
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
3.4 2309004 - Loftslagsstefna Eyjafjarðarsveitar
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 9
Umræða tekin um áskoranir og tækifæri í gerð loftlagsáætlunar. Stefnt er á samráðsfund með SSNE.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
3.5 2304028 - Umhverfisverðlaun 2023
 
Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 9
Ákveðið var hvaða aðilar hlytu umhverfisverðlaun ársins 2023 í flokki íbúðarhúsa og fyrirtækja. Kjartan Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
4. 2311001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 400
Fundargerð 400. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2310005 - Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 400
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera nokkrar lagfæringar á skipulagslýsingunni og leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðslu frestað.
 
4.2 2211015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 400
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
4.3 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 400
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar um að skipulagshönnuður hafi hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögu.
 
4.4 2311009 - Mikligarður II - umsókn um stofnun lóðar 2023
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 400
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
4.5 2311001 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Helgastaðavegar nr. 8397-01 af vegaskrá
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 400
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
4.6 2311002 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Botnsvegar (8328-01) af vegaskrá
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 400
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma ábendingu um fasta búsetu á Botni til Vegagerðarinnar vegna málsins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 
Fundargerðir til kynningar
5. 2310029 - Norðurorka - Fundargerð 290. fundar
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
 
6. 2310030 - Norðurorka - Fundargerð 291. fundar
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
 
7. 2311006 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 936
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
 
8. 2311012 - Molta - 110. stjórnarfundur
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
 
Almenn erindi
9. 2311004 - Samstarfssamningur Eyjafjarðarsveitar og Hestamannafélagsins Funa
Stjórn Hestamannafélagsins Funa óskar eftir samtali við sveitarstjórn um samstarfssamning milli Eyjafjarðarsveitar og Hestamannafélagsins Funa en samkvæmt honum á að endurskoða hann á fjögurra ára fresti, einu ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Óskað er samtals sérstaklega um uppbyggingu í Funaborg með það fyrir augum hvort útvíkka megi uppbygginguna út fyrir félagsheimilið.
 
Sveitarstjóra, oddvita og formanni velferðar- og menningarnefndar er falið að taka upp viðræður við forsvarsmenn félagsins varðandi samstarfssamning.
 
10. 2311005 - Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar
Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar tekinn til fyrri umræðu.
 
Samningurinn er tekin til fyrri umræðu. Samningnum er vísað til síðari umræðu.
 
11. 2311007 - Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls - Beiðni um fjárframlag vegna endurnýjunar á girðingu og gerð bílaplans við kirkjugarðinn á Möðruvöllum og minni háttar framkvæmdir við hina kirkjugarðana
Kallað er eftir nánari upplýsingum, hönnun og kostnaðaráætlun varðandi stækkun á kirkjugarðinum á Grund. Erindinu er að öðru leiti vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2023.
 
12. 2311008 - SSNE - Vetraríþróttamiðstöð Íslands
Lagt fram til kynningar.
 
13. 2311010 - Ríkisjarðirnar Háls og Saurbær
Sveitarstjórn felur sveitarsjóra að taka upp samtal við Framkvæmdasýslu Ríkisins með það fyrir augum að festa kaup á jörðunum og þeim eignum sem þeim fylgja. Í viðræðunum verði meðal annars haft að leiðarljósi að tryggja áframhaldandi viðveru og uppbyggingu Búsögu í Saurbæ en félagið hefur lagt töluverða fjármuni og vinnu til uppbyggingar á svæðinu.
 
16. 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027
Farið yfir stöðuna hvað varðar vinnu við áætlunina.
 
Almenn erindi til kynningar
14. 2310031 - Markaðsstofa Norðurlands - Staðan okt 2023
Lagt fram til kynningar.
 
15. 2311011 - Molta - Ný gjaldskrá frá 1. janúar 2024
Lagt fram til kynningar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10
Getum við bætt efni síðunnar?