Dagskrá:
Fundargerð
1. 2310004F - Framkvæmdaráð - 140
Fundargerð 140. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2310014 - Laugarborg íbúð
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 140
Forstöðumaður eignasjóðs fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í íbúð Laugarborgar. Framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í fyrirhugaðar framkvæmdir.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 2304023 - Staða framkvæmda 2023
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 140
Skrifstofustjóri fór yfir fjárhagsstöðu á ýmsum framkvæmdaþáttum. Sveitarstjóra og forstöðumanni eignasjóðs falið að taka saman minnisblað um stöðu verkefna fyrir næsta fund.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - fyrri umræða
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 140
Sveitarstjóra falið að kalla eftir lista frá forstöðumönnum varðandi mikilvæg verkefni fyrir næsta fund. Erindi frestað.
Afgreiðsla framkvæmtaráðs gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 140
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs gefur ekki tilefni til ályktana.
1.5 2310001 - Innviðaráðuneytið - Römpum upp Ísland
Niðurstaða Framkvæmdaráð - 140
Forstöðumaður eignasjóðs fór yfir möguleika í römpum. Framkvæmdaráð felur sveitarstjóra að óska eftir samstarfi við Römpum upp Ísland vegna aðgengis að íþróttamiðstöð að norðan.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 2310005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 399
Fundargerð 399. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2306003 - Brúnaholt - umsókn um byggingarreit fyrir íbúðarhús
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 399
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stækkun lóðinarinnar Holt, út úr Brúnaholti, og byggingarreitur verði samþykkt.
Berglind Kristinsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stækkun lóðarinnar Holt út úr Brúnaholti L152581 og einnig byggingarreit lóðarinnar. Lóð eftir stækkun verður 1.65 ha.
2.2 2309015 - Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 399
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40.gr skipulagslaga 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40.gr skipulagslaga 123/2010.
2.3 2309044 - Hvítbók um skipulagsmál
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 399
Skipulagsfulltrúa falið að skrifa umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
Drög að umsögn liggur fyrir frá skipulagsfulltrúa og verður sent sveitarstjórnarmönnum til yfirlestrar.
2.4 2310008 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - ósk um umræðu um endurskoðun skipulags
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 399
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að halda áfram samvinnunni við önnur sveitarfélög í Eyjafirði og að farið verði í að endurskoða ákveðna kafla í svæðisskipulaginu í takt við þróun samfélagsins. Uppfæra þarf til dæmis samgöngukaflann og meðhöndlun úrgangs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda áfram samvinnunni við önnur sveitarfélög í Eyjafirði og að farið verði í að endurskoða ákveðna kafla í svæðisskipulaginu í takt við þróun samfélagsins. Uppfæra þarf til dæmis samgöngukaflann og um meðhöndlun úrgangs.
2.5 2310005 - Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 399
Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir að skipulagslýsingin verði uppfærð í samræmi við umræðuna á fundinum.
Gefur ekki tilefni til ályktana. Sveitarstjórn leggur áherslu á að væntanlegur þjóðvegur muni liggja um skipulagssvæðið.
Fundargerðir til kynningar
3. 2309036 - HNE - Fundargerð 231
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
4. 2309039 - Norðurorka - Fundargerð 289. fundar
Í ljósi 6. liðar fundargerðar Norðurorku áréttar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar eftirfarandi:
Eyjafjarðarsveit hefur til fjölda ára bent stjórn Norðurorku á að sveitarfélagið telji óæskilegt að greiða arð út úr félaginu á meðan það er í viðamiklum uppbyggingarfasa sem þarf að fjármagna með lántöku og hækkandi verðskrám. Sveitarstjórn hefur talið að sú staða sem nú sé komin upp hjá félaginu sé að hluta til komin vegna þess að fjármunir séu ekki nýttir innan félagsins í þróun og uppbyggingu innviða heldur sé þeim beint út úr félaginu í formi arðgreiðslna. Í þessu samhengi hefur sveitarfélagið bent á mikilvægi þess að stjórn hafi hagsmuni félagsins í forgrunni í tillögum sínum til eigenda. Þetta er ekki einungis vegna þess að Eyjafjarðarsveit er örhluthafi í fyrirtækinu heldur ekki síst vegna þess að stór hluti íbúa þess eru viðskiptavinir fyrirtækisins og þar með háðir því að fjárfestingar í veitukerfum geti staðið undir rekstri þeirra og vexti. Einnig verður ekki fram hjá því horft að hluti af þeim auðlindastraumum sem Norðurorka nýtir eru innan Eyjafjarðarsveitar og eðlilegt að íbúar horfi til þess að þeir straumar nýtist til uppbyggingar þar ekki síður en annarsstaðar.
Árétta skal að líkt og fram kom á fundi með stjórnarformanni Norðurorku sneri erindi til stjórnar ekki einungis um þrjú verkefni í Eyjafjarðarsveit heldur samhengi þeirra við önnur verkefni hjá félaginu og takmarkaða getu til að afhenda heitt vatn í dag sem sveitarstjórn hefur skilning á. Þá sneri erindið að auki um samhengi arðgreiðslna, lántöku og fjárfestingaþarfar félagsins. Upplifun sveitarfélagsins var á þeim tíma sú að mögulega væri verkefnum mismunað eftir staðsetningu þeirra og var því óskað eftir samtali við stjórn um stöðuna. Bendir sveitarfélagið á að mikilvægt sé að samfélögin öll sem standa að Norðurorku nálgist málið sameiginlega með hóflegum væntingum um verkefni þar til félagið hefur náð vopnum sínum aftur.
Ekki hefur borist formlegt erindi frá stjórn Norðurorku um það hvort bjóða eigi sveitarfélaginu kaup á hlut þess í félaginu eða fyrirspurn um það hvort sveitarfélagið beri ekki traust til þess.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að mikilvægt sé að skapa og viðhalda góðu trausti milli eigenda, viðskiptavina og stjórnar Norðurorku. Það mætti meðal annars gera með því að verða við óskum um samtöl við stjórn þegar eigendur telja málefnin brýn, að eigendur hafi hver fyrir sig áheyrnafulltrúa í stjórn í stað eins sameiginlegs, að eigendur taki allir þátt í gerð eigendastefnu þegar þar að kemur og að í stjórn sitji fagaðilar til blands við kjörna fulltrúa.
Aðrir fundarliðir eru lagðir fram til kynningar og gefa ekki tilefni til ályktunar.
5. 2310019 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 934
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
6. 2310026 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 935
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
7. 2310020 - SSNE - Fundargerð 55. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
Almenn erindi
8. 2310016 - Okkar heimur góðgerðarsamtök - Fjölskyldusmiðjur á Akureyri
Lagt fram til kynningar og er sveitarstjóra er falið að svara erindinu í samræmi við umræðum á fundinum.
9. 2310017 - Umboðsmaður barna - Boð á barnaþing 16.-17. nóvember 2023
Lagt fram til kynningar og er sveitarstjóra er falið að svara erindinu í samræmi við umræðum á fundinum.
10. 2201017 - Lög um farsæld barna, samþætting þjónustu, innleiðingarferli
Lagt fram til kynningar.
11. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Samþykkt að skipa Óðinn Ásgeirsson sem aðalmann fyrir K lista í velferðar- og menningarnefnd. Óðinn er skipaður í stað Jónasar Vigfússonar.
12. 2310027 - Skólastefna Eyjafjarðarsveitar
Rætt um að gera tillögu að skólastefnu Eyjafjarðarsveitar.
Afgreiðslu frestað.
13. 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027
Gefur ekki tilefni til ályktana.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15