Sveitarstjórn

609. fundur 27. apríl 2023 kl. 08:00 - 09:35 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

Fundargerð
1. 2304002F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 265
Fundargerð 265. fundar skólanefdar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2304007 - Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2023-2024

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 265
Skólanefnd leggur til að skóladagatal Krummakots verður samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Krummakots.

1.2 2304008 - Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2023-2024

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 265
Skólanefnd leggur til að skóladagatal Hrafnagilsskóla sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Hrafnagilsskóla.

1.3 2304009 - Leikskólinn Krummakot - Fjölgun barna

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 265
Skólanefnd leggur til að sem fyrst verði hugað að því hvernig hægt verði að mæta fjölgun barna, fari svo sem nú horfir að ekki verði pláss fyrir þau í núverandi húsnæði.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að úrlausn málsins í samráði við framkvæmdaráð.

1.4 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 265
Minnisblað lagt fram til kynningar.
Langt fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

1.5 2304010 - Hrafnagilsskóli - Foreldrakönnun Skólapúls 2023

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 265
Niðurstöður kynntar. Skólanefnd lýsir ánægju með góða stöðu og almenna ánægju foreldra með skólastarfið sem í mörgum þáttum er marktækt meiri en að meðaltali í öðrum skólum landsins og hefur aukist talsvert frá síðustu könnun fyrir 2. árum.
Langt fram til kynningar. Sveitarstjórn tekur undir bókun skólanefndar með góða stöðu og almenna ánægju foreldra með skólastarfið. Lögð er áhersla á að skoðað sé áfram það sem betur má fara.

1.6 2302012 - Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 265
Minnisblað formanns lagt fram til kynningar. Skólanefnd telur æskilegt að ráðinn verði utanaðkomandi verkefnastjóri með trausta þekkingu á skólastarfi til að halda utan um endurskoðun -skólastefnu Eyjafjarðarsveitar.
Langt fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

1.7 2304011 - Skólanefnd - Heimsókn í skólana

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 265
Formaður lagði til að skólanefnd fari í heimsókn í heimsókn í skólana. Skólanefnd tók vel í það og tímasetning ákveðin.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 2304006F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 389
Fundargerð 389. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2304016 - Brúnir lóð - Brúnir - beiðni um breytt staðfang

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 389
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að staðfangi lóðarinnar Brúnir lóð (landeignarnr. L176493) verði breytt í "Brúnir"

2.2 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 389
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að texta aðalskipulagstillögu fyrir ÍB14 í landi Eyrarlands, sem nú er í yfirferð hjá Skipulagsstofnun, verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir 16 húsum á íbúðarsvæðinu.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að texta aðalskipulagstillögu fyrir ÍB14 í landi Eyrarlands, sem nú er í yfirferð hjá Skipulagsstofnun, verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir 16 húsum á íbúðarsvæðinu.

2.3 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 389
Gefur ekki tilefni til bókunar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

2.4 2304024 - Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - umsókn um stofnun lóðarinnar Hótel Gjá

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 389
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Kjartan Sigurðsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir skráningu lóðar undir fyrirhugað hótel neðst í landi Syðri- og Ytri-Varðgjár. Erindinu fylgir lóðarblað unnið af Ómari dags. 18. apríl 2023.

2.5 2304025 - Skógarböð - umsókn um stækkun lóðar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 389
Skipulagsnefnd bendir á að í gildi sé deiliskipulag fyrir svæðið sem skilgreinir lóð Skógarböðin og að stækkun lóðarinnar er ekki í samræmi við það. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Kjartan Sigurðsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.6 2304026 - Kotra 17 - umsókn um stækkun byggingarreits

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 389
Skipulagsnefnd átelur að framkvæmdaraðili skuli ekki hafa fylgt samþykktum uppdráttum við framkvæmdina. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hugur nágranna til deiliskipulagsbreytingar verði kannaður með grenndarkynningu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að hugur nágranna til deiliskipulagsbreytingar verði kannaður með grenndarkynningu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.7 2303031 - Eyrarland - ósk um leyfi til efnistöku úr Eyjafjarðará, vestan Fosslands

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 389
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað sé eftir umsögn Umhverfisstofnunar um það hvort fyrirhugað framkvæmdasvæði skarist við náttúruverndarsvæði og bendir ennfremur á að framkvæmdin er háð leyfi Vegagerðarinnar og Fiskistofu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og óskar eftir að fyrir liggi umsögn frá Umhverfisstofnun um það hvort fyrirhugað framkvæmdasvæði skarist við náttúruverndarsvæði og bendir ennfremur á að framkvæmdin er háð leyfi Vegagerðarinnar og Fiskistofu.

2.8 2304027 - Eyjafjarðará - aukning á rennsli austurkvíslar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 389
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað verði eftir umsögn Umhverfisstofnunar um möguleg áhrif framkvæmda til að auka rennsli í eystri kvísl Eyjafjarðarár.
Sveitarstjórn samþykkir að kalla eftir umsögn Umhverfisstofnunar um möguleg áhrif framkvæmda til að auka rennsli í eystri kvísl Eyjafjarðarár.


3. 2304005F - Framkvæmdaráð - 132
Fundargerð 132. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2208006 - Staða framkvæmda 2022

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 132
Forstöðumaður eignasjóðs fór yfir framkvæmdir ársins 2022.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.2 2304023 - Staða framkvæmda 2023

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 132
Forstöðumaður eignasjóðs fer yfir núverandi stöðu framkvæmda ársins og fyrirhugaðra framkvæmda.
Breytingar á skrifstofum eru á lokametrunum sem og endurnýjun á íbúð annarrar hæðar í Skólatröð 7. Farið verður í þak á skrifstofum og gluggaskipti í Skólatröð 11 í framhaldi þess.
Forstöðumaður fór yfir fyrirhugaða framkvæmd á sparkvelli, búið er að panta nýtt gervigras sem er væntanlegt um mánaðarmótin.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að framkvæmdum við körfuboltavöll verði lokið sem fyrst.

Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.3 2303020 - Hleðslustöð á Laugalandi

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 132
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að meðferðarheimilinu Bjargey verði heimilt að koma fyrir hleðslustöð í samráði við forstöðumann eignasjóðs.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að meðferðarheimilinu Bjargey verði heimilað að koma fyrir hleðslustöð í samráði við forstöðumann eignasjóðs.

3.4 2304022 - Gámasvæði Eyjafjarðarsveitar að Bakkaflöt

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 132
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að hafinn verði undirbúningur af því að fergja landið næst nýju vegstæði. Mið verði tekið af því hversu langt þarf að fergja svo að áframhaldandi uppbygging svæðisins muni ekki hafa áhrif á gæði vegarins. Lagt er til við sveitarstjórn að verðkönnun fyrir verkið verði unnin samhliða verðkönnun vegna gatnagerðar Hrafnagilshverfis.

Þá leggur framkvæmdaráð til við sveitarstjórn að hafið verði skipulagsferli á spildunni.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdaráðs varðandi framkvæmdir á fyrirhuguðu gámasvæði.

3.5 2304030 - Gatnagerð í Hrafnagilshverfi 2023

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 132
Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gögn vegna verðkönnunar og leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verð falið að setja verðkönnun í gang að undangenginn viðbót vegna fergingar á Bakkaflöt.
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.

3.6 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 132
Sveitarstjóri fór yfir stöðu á innkaupaferlinu en áætlað er að verktakar fái uppfærð gögn í hendur um mánaðarmótin apríl/maí.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


4. 2304004F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 6
Fundargerð 6. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 6
Ný gjaldskrá afgreidd af nefndinni til sveitastjórnar og lagt til að gjaldtaka hefjist 1.júní næstkomandi. Lagt til að gjaldskrá sé send á sveitunga og kynningafundur haldinn miðvikudaginn 10.maí. Í kjölfar kynningafundar verði kynningarefni sent á sveitunga þar sem flokkun er vel kynnt.
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og tillögu um gjaldtöku og gjaldskrá á gámasvæðinu.

4.2 2304028 - Umhverfisverðlaun 2023

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 6
Nefndin stefnir á vettvangsferð um sveitina í sumar. Nefndin hvetur sveitunga til að koma með ábendingar um þau sem þeir telja eiga að hljóta umhverfisverðlaun 2023.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.3 2304029 - Stóri Plokkdagurinn 2023

Niðurstaða Atvinnu- og umhverfisnefnd - 6
Nefndin vill hvetja sveitunga til þess að taka þátt í stóra plokkdeginum sunnudaginn 30.apríl. Hægt verður að fá lánuð plokkprik í anddyri sundlaugarinnar á plokkdeginum, á meðan birgðir endast.
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og hvetur íbúa til að taka þátt.


Fundargerðir til kynningar
5. 2303027 - SSNE - Fundargerð 50. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

6. 2304015 - Óshólmanefnd - fundargerð 4.04.2023
Fundargerðin er lögð fram til kynningar Sveitarstjórn leggur áherslu á að haft sé fullt samráð við landeigendur og sveitarfélagið um framkvæmdina.


Almenn erindi
7. 2303017 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Lagt fram til kynningar og vísað til kynningar hjá nefndum sveitarsfélagsins og
að þær hafi markmiðin til hliðsjónar við sína vinnu.

8. 2304017 - SSNE - Skipan í stjórn
Hermann Ingi Gunnarsson var kosinn aðalmaður 4 með atkvæðum og Sigríður Bjarnadóttir varamaður með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi til kynningar
9. 2303028 - KPMG - Lokaskýrsla um stjórnsýsluskoðun Eyjafjarðarsveitar 2022
Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35

Getum við bætt efni síðunnar?