Sveitarstjórn

605. fundur 02. mars 2023 kl. 08:00 - 10:35 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
  • Anna Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð 131. fundar framkvæmdaráðs. Var það samþykkt og verður 3. liður dagskrár.
Dagskrá:

Fundargerð
1. 2302004F - Framkvæmdaráð - 129
Fundargerð 129. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 129
Ragnar Bjarnason frá Verkís mætti á fund undir þessum fundarlið.
Framkvæmdaráð fer yfir niðurstöður tilboða úr útboði á öðrum áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla sem opnuð voru föstudaginn 17.febrúar.

Þrjú tilboð bárust í verkefnið og hljóðaði lægsta tilboð upp á 126% af kostnaðaráætlun.

Framkvæmdaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram í málinu og fundar aftur föstudaginn 24.febrúar.
Gefur ekki tilefni ályktana.

1.2 2208006 - Staða framkvæmda 2022

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 129
Fundarlið frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni ályktana.

1.3 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 129
Fundarlið frestað til næsta fundar.
Gefur ekki tilefni ályktana.


2. 2302006F - Framkvæmdaráð - 130
Fundargerð 130. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 130
Brynjólfur Árnason mætir á fund framkvæmdaráðs og gerir grein fyrir útboðsferlinu, víkur síðan af fundi.
Framkvæmdaráð ræðir næstu skref og felur sveitarstjóra að vinna áfram í málinu með lögfræðingi.
Gefur ekki tilefni ályktana.

2.2 2208006 - Staða framkvæmda 2022

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 130
Fundarlið frestað.
Gefur ekki tilefni ályktana.


3. 2302010F - Framkvæmdaráð - 131
Fundargerð 131. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 131
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að öllum tilboðum í viðbyggingu við Hrafnagilsskóla verði hafnað. Þá leggur framkvæmdaráð til við sveitarstjórn að hafið verði undirbúningur að samningskaupsferli við þá aðila sem skiluðu inn tilboðum í verkið og þegar öll gögn liggja fyrir þá setji sveitarstjóri ferlið af stað.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdaráðs um að öllum tilboðum í viðbyggingu við Hrafnagilsskóla verði hafnað. Sveitarstjóra er falið að undirbúa nýtt innkaupaferli og afla fullnægandi útboðsgagna.

3.2 2208006 - Staða framkvæmda 2022

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 131
Fundarlið frestað
Gefur ekki tilefni til ályktana.


4. 2301006F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 264
Fundargerð 264. fundar skólanefndar tekin tila afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2209005 - Leikskólinn Krummakot - staða og horfur skólaárið 2022-2023

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 264
Skólanefnd þakkar fyrir greinargóð svör við því hvernig húsnæðisþrengsl í leikskólanum voru leyst til bráðabirgða og þökkum starfsfólki fyrir mikla og góða vinnu.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skólanefndar.

4.2 2302008 - Leikskólinn Krummakot - Mat á skólastarfi

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 264
Erna skólastjóri kynnti niðurstöður úr foreldrakönnun frá nóvember 2022.
Gefur ekki tilefni ályktana.

4.3 2302012 - Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 264
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að setja af stað endurskoðun skólastefnunnar- þar sem komin er tími til þess.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar en frestar frekari umfjöllun til vors. Tíminn verði notaður til að safna gögnum og kynna sér mótun skólastefnu.

 


4.4 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 264
Minnisblað um húsnæðismál leik- og grunnskóla var kynnt og rætt. Ábendingar komu fram um að þess verði gætt að vera í samráði við alla hagsmunaaðila í öllum skrefum framkvæmda. Við áframhaldandi skipulag skólanna er mikilvægt að vinna í góðu samráði við fagaðila, stjórnendur og starfsfólk.
Skólanefnd óskar eftir að fá kynningu á fyrirliggjandi teikningum og framkvæmdaráætlun.
Sveitarstjóra er falið að undirbúa kynningu fyrir nefndina á fyrirliggjandi teikningum og framkvæmdaráætlun.

4.5 2209047 - Torfufell - Erindi til skólanefndar um skólabílaáætlun

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 264
Minnisblað vegna skólaaksturs var kynnt.
Gefur ekki tilefni ályktana.

4.6 2302014 - Skólanefnd - Kosning varaformanns

Niðurstaða Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 264
Guðmundur bauð sig fram sem varaformaður. Allir fundarmenn samþykkir.
Gefur ekki tilefni ályktana.


5. 2302008F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384
Fundargerð 384. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2302010 - Finnastaðaá - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku 2023

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að leyfi verði veitt til efnistöku allt að 25000 m3 á efnistökusvæði 17. Framkvæmdarleyfið verður ekki veitt fyrr en jákvæð umsögn hefur borist frá Fiskistofu.
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við tilmæli Fiskifræðings. Fjarðlægð efnistöku frá vegi þarf að ákveða í samráði við Vegagerðina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða heimild til að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir allt að 25.000 m3 á efnistökusvæði 17 Finnastaðaá. Framkvæmdarleyfið verður ekki veitt fyrr en jákvæð umsögn hefur borist frá Fiskistofu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við tilmæli Fiskifræðings. Fjarðlægð efnistöku frá vegi þarf að ákveða í samráði við Vegagerðina.

5.2 2301010 - Stóri-Hamar 1 - Ný heimreið

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda sé tekið tillit til ábendinga Vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða enda verði tekið tillit til ábendinga Vegagerðarinnar.

5.3 2302016 - Stóri-Hamar 1 - umsókn um leyfi fyrir malarnámu

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað þar sem að í Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-20230 er ekki gert ráð fyrir efnistökusvæði á Stór-Hamri 1.
Sveitarstjórn hafnar erindinu þar sem að í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er ekki gert ráð fyrir efnistökusvæði á Stór-Hamri 1.

5.4 2302018 - Höskuldsstaðir 10 - umsókn um stofnun lóðar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

5.5 2302022 - Ytri-Varðgjá - umsókn um stofnun nýrrar lóðar Ytri-Varðgjá-Vaðlaskógur

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindi um stofnun lóðar úr landi Ytri-Varðgjá 3. Lóðin verður 8,1 ha og verður nefnd Ytri-Varðgjá-Vaðlaskógur.

5.6 2302027 - Ytri-Varðgjá - sameining lóða

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindi N10b eiganda Ytri-Varðgjá 3 L152838, Syðri-Varðgjá 2 L235011 og Syðri-Varðgjá land L210168, um að lóðir verði sameinaðar svo úr verði ein lóð: Ytri-Varðgjá-Vaðlaskógur, sem stofnuð er úr landi Ytri-Varðgjár 3 landeignanúmer L152838 og sameinuð Syðri-Varðgjá 2 L235011 og Syðri-Varðgjáland L210168. Stærð er 16,6 ha.

5.7 2302021 - Ytri-Varðgjá - beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir stíg við strandlengjuna

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði heimilað að fenginni umsögn frá Umhverfisstofnun.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða enda liggi fyrir umsögn frá Umhverfisstofnun.

5.8 2302023 - Torfufell 2 - umsókn um stofnun lögbýlis

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lögbýlis að Torfufelli 2 L186448.

5.9 2211023 - Tjarnagerði - umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384
Við grenndarkynningu bárust athugasemdir. Erindi frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.

Gefur ekki tilefni til ályktana.

5.10 2302001 - Kaupangur - umsókn um stofnun lóðar undir núverandi bragga

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384
Sigríður Kristjánsdóttir vék af fundi.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og sveitarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


Fundargerðir til kynningar
6. 2302005 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 918
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Almenn erindi
7. 2111020 - SSNE - Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026
Lagt fram til kynningar.

8. 2302006 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár
Lagt fram til kynningar.

9. 2208011 - Sala fasteigna - Sólgarður
Borist hefur tilboð í fasteign Eyjafjarðarsveitar að Sólgarði sem samsvarar vel þeim áherslum sem sveitarfélagið hafði vonir um að gæti gengið með nýjum eiganda hússins.

Tilboðinu fylgir samkomulag um afnot af húsinu undir Smámunasafn Sverris Hermannssonar að því gefnu að safninu verði áfram haldið opnu til sýnis.

Þá hafa tilboðsgjafar hug á að önnur starfsemi sem fyrir er í húsinu geti verið þar áfram og vilja þeir efla nýtingu hússins enn frekar.

Tilboðið hljómar uppá 75 milljónir króna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð frá Fjárfestingafélaginu Firði í Sólgarð (fnr 215-9483) og skilyrt samkomulag um afnot sveitarfélagsins af húsinu vegna Smámunasafns Sverris Hermannssonar.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi kaupsamning, afsal og skilyrt samkomulag fyrir sína hönd samkvæmt ábendingum á fundi.

10. 2301009 - Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Í ljósi mikils velvilja kaupanda af Sólgarði í garð Smámunasafns Sverris Hermannssonar og samfélagsins í Eyjafjarðarsveit samþykkir sveitarstjórn samhljóða að stuðla áfram að opnun sýningar Smámunasafns Sverris Hermanssonar áhugasömum til fróðleiks og gamans frá 1.júní til 10 september á árinu 2023. Þá felur sveitarstjórn sveitarstjóra jafnframt, í samstarfi við velferðar- og menningarnefnd, að leita skynsamlegra leiða til að halda sýningunni opinni á sambærilegan máta á ári hverju auk þess að tryggja aðgengi fræðimanna og skólahópa að sýningunni og safninu eftir því sem við á hverju sinni allt árið um kring.

Sveitarstjórn vill koma sérstökum þökkum til þeirra Kristjáns V. Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttir vegna þeirrar miklu velvildar sem þau sýna í garð samfélagsins með fyrirliggjandi samkomulagi um afnot af húsinu undir Smámunasafn Sverris Hermannssonar og þeirri sýn sem þau hafa um áframhaldandi nýtingu hússins fyrir samfélagið á komandi árum.

11. 2302002 - Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar
Fyrir sveitarstjórn er lagður samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar sem gerður er vegna breytinga á lagaumhverfi barnaverndar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

12. 2302003 - Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar
Sveitarstjórn tekur til fyrri umræðu samþykkt um fullnaðarafgreiðsu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar vegna breytinga á lagaumhverfi barnaverndar.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykktir um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og vísar henni til síðari umræðu.

13. 2302030 - Samþykkt um breytingu á stjórn Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn tekur til fyrri umræðu samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar vegna breytinga á lagaumhverfi barnaverndar.

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða og vísað til síðari umræðu.

14. 2302020 - Drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu - Umsögn
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:35

Getum við bætt efni síðunnar?