Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tvö mál.
1. Umsögn um "Drög að þingsályktunartillögu um matvælastefnu"
Var það samþykkt samhljóða og verður það 7. liður dagskrár.
2. Umsögn um "Drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu"
Var það samþykkt samhljóða og verður það 8. liður dagskrár.
Dagskrá:
Fundargerð
1. 2302001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 382
Fundargerð 382. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 382
Hugmyndir varðandi rammahluta aðalskipulags fyrir nyrsta hluta Kaupangssveitar ræddar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 2302003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 383
Fundargerð 383. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 383
1. erindi, sendandi Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra
Athugasemd a) Minnt er á að samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp skal leiða ofanvatn í
aðskildu kerfi til viðtaka sé þess kostur.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að viðeigandi ákvæði um
meðferð ofanvatns skuli bætt við deiliskipulagsgögnin.
2. erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd a) Sendandi gerir athugasemd við útfærslu vegtengingar íbúðarsvæðisins við
Veigastaðaveg með vísan til veghönnunarreglna Vegagerðarinnar og leggur til að vegtenginin verði
sameinuð vegtengingu að Kotru 25 eða að vegtengingin verði flutt sunnar en gert er ráð fyrir í
auglýstri skipulagstillögu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landeiganda verði gert að
uppfæra vegtengingu í samræmi við fram komna athugasemd.
Athugasemd b) Sendandi minnir á að samkvæmt skipulagsreglugerð skuli ný íbúðarhús vera a.m.k.
100 m frá Veigastaðavegi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að auglýst deiliskipulagstillaga samræmist
byggðarmynstri svæðisins varðandi fjarlægð frá Veigastaðavegi og telur ekki að athugasemdin gefi
tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa
sé falið að afla undanþágu ráðherra frá fjarlægðarkröfu í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð.
Athugasemd c) Sendandi minnir á að skv. lögum nr. 80/2007 skuli sækja um leyfi til Vegagerðarinnar
vegna allra framkvæmda innan veghelgunarsvæðis.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
3. erindi, sendandi Minjastofnun.
Athugasemd a) Sendandi minnir á ákvæði laga um menningarminjar nr. 80/2012 er varða áður
ókunnar minjar sem finnast við framkvæmdir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
4. erindi, sendandi Norðurorka.
Athugasemd a) Stofnlögn hitaveitu liggur í vesturhluta skipulagssvæðisins og taka þarf fullt tillit til
hennar. Einnig þarf að skipuleggja aðkomu að hverfinu og húsum þannig að lögnin lendi sem minnst
undir þeim mannvirkjum og sé varin með ídráttarröri þar sem hún lendir undir vegum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ákvæði um ídráttarrör þar
sem hitaveitulögn lendi undir vegum sé bætt við greinargerð deiliskipulags.
Athugasemd b) Sendandi bendir á að dæla þurfi heitu vatni upp í efri hluta hverfisins og gera þurfi
ráð fyrir dælustöð innan svæðisins vegna þess.
Afgreiðsla skipualgsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð sé grein fyrir
staðsetningu dælustöðvar í skipulagsgögnum.
Athugasemd c) Sendandi bendir á að tryggja þurfi stofnlögn vatnsveitu og öðrum lögnum Norðurorku
sinn stað innan skipulagssvæðisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að viðeigandi grein verði gerð
fyrir núverandi og fyrirhuguðum lögnum Norðurorku í skipulagsgögnunum.
Athugasemd d) Sendandi áréttar að ef færa þarf veitulagnir vegna úthlutunar nýrra lóða til
húsbygginga fellur sá kostnaður á þann er óskar breytinga.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstum skipulagstillögum verði breytt eins og fram
kemur í afgreiðslu á athugasemdum 1a, 2a, 4a, 4b og 4c og að svo breyttar aðal- og
deiliskipulagstillögur verði samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010. Að svo búnu leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að
fullnusta gildistöku skipulaganna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á innkomnum erindum og að auglýstum skipulagstillögum verði breytt eins og fram kemur í afgreiðslu skipulagsnefndar á athugasemdum 1a, 2a, 4a, 4b og 4c og að svo breyttar aðal- og deiliskipulagstillögur verði samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að svo búnu samþykkir sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulaganna.
2.2 2301019 - Eyrarland - Umsókn um framkvæmdaleyfi skv. deiliskipulagi
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 383
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfið verði samþykkt, enda liggi fyrir samþykki sveitarstjórnar á nýju deiliskipulagi Eyrarlands.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð og frárennslislögnum samkvæmt nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Eyrarlandi.
2.3 2301028 - Grísará - umsókn um skráningu landeignar undir vegsvæði
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 383
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
2.4 2302007 - Brúnir - Brúnaholt - beiðni um breytt staðfang
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 383
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Berglind Kristinsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
2.5 2302009 - Hrafnagil - umsókn um stofnun lóðar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 383
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda liggi fyrir samþykki að liggjandi landeigenda um landamerkin.
Berglind Kristinsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða enda liggi fyrir samþykki aðliggjandi landeigenda um landamerkin.
2.6 2301017 - Raðhúsalóðir við götu D, lóð 4 og 6 - ósk um að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 383
Frestað. Skipulagnefnd telur vankvæðum bundið að fjölga bílastæðum við tiltekin raðhús og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn skipulagshönnuðar Hrafnagilshverfisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.7 2302011 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og landmótunar við Reyká á Hrafnagili
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 383
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórna að erindið verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
2.8 2301027 - Leifsstaðabrúnir 10
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 383
Skipulagsnefnd er að marka heildstæða stefnu um landnotkunar í norðurhluta Kaupangsveitar og erindu er vísað til þeirrar vinnu. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.
2.9 2302001 - Kaupangur - umsókn um stofnun lóðar undir núverandi bragga
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 383
Sigríður Kristjánsdóttir víkur af fundi.
Skipulagsnefnd frestar umfjöllun um erindið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.10 2302010 - Finnastaðaá - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku 2023
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 383
Skipulagsnefnd frestar umfjöllun um erindið og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir umsögn frá Vegagerðinni.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerðir til kynningar
3. 2301022 - Minjasafnið á Akureyri - Fundargerðir stjórnar nr. 1.-4. árið 2022
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar og gefa ekki tilefni til ályktana.
4. 2301023 - Minjasafnið á Akureyri - Fundargerð stjórnar nr. 5, 2023
Fundargerð og eftirlitsskýrsla eru lagðar fram til kynningar og gefa ekki tilefni til ályktana.
Almenn erindi
5. 2302004 - Verðskrá leiguíbúða
Fyrir fundinum lá minnisblað sveitarstjóra varðandi verðskrá leiguíbúða.
Sveitarstjórn samþykkir nýja verðskrá fyrir leiguíbúðir og framsetningu hennar.
Í kjölfarið verði núverandi leigjendum tilkynnt um fyrirhugaða hækkun á leiguverði sem taki gildi í tveimur þrepum fyrir núverandi leigjendur annarsvegar eftir 12 mánuði og svo eftir 18 mánuði.
Allir nýir leigjendur fari strax á nýja verðskrá. Lagt er til að sveitarstjóri í samráði við framkvæmdaráð hafi heimild til að gefa allt að 25% afslátt af nýrri verðskrá ef ástand eigna er verulega ábótavant að loknu aðlögunarferli.
Gjaldskrá vegna félagslegs leiguhúsnæðis verði vísað til meðferðar hjá Velferðar- og menningarnefnd og taki gildi eftir yfirferð hennar og samþykkt sveitarstjórnar. Verðskráin taki gildi strax og núverandi íbúar byrji að greiða samkvæmt henni með sama aðlögunarfrest og aðrir leigjendur. Þá verði Velferðar- og menningarnefnd falið að yfirfara samþykktir sveitarfélagsins um félagslegt leiguhúsnæði og sveitarstjóra falið að veita nefndinni þá aðstoð sem hún þarf við þá vinnu.
6. 2302015 - Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Eyjafjarðarsveit
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn telur ekkert tilefni til að breyta núgildandi reglum. Siðareglunum er vísað til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.
7. 2302019 - Drög að þingsályktunartillögu um matvælastefnu - umsögn
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma til skila umsögn í samráðsgátt í samræmi við umræður á fundinum.
8. 2302020 - Drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu - Umsögn
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma til skila umsögn í samráðsgátt í samræmi við umræður á fundinum.
9. 2302017 - Kynning og samtal um starfsemi SSNE
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE, mætir á fund sveitarstjórnar.
Til fundarins mættu Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Elva Gunnlaugsdóttir, frá SSNE. Kynntu þær rekstur samtakanna, helstu verkefni og þjónustu. Sérstaklega var farið yfir verkefni og áherslur Sóknaráætlunnar og Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra.
Sveitarstjórn þakkar Albertínu og Elvu fyrir fróðlega heimsókn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20