Sveitarstjórn

585. fundur 07. apríl 2022 kl. 08:00 - 09:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

Fundargerð
1. 2204002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 366
Fundargerð 366. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2203022 - Björk L210665 - Framkvæmdaleyfi vegna vegalagningar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 366
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt samhljóða.

1.2 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 366
Skipulagsnefnd fjallar um fyrirliggjandi skipulagstillögu og setur fram nokkrar athugasemdir. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuðum sé falið að uppfæra tillöguna skv. athugasemdum sem fram eru komnar og að svo breytt skipulagstillaga sé auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tilheyrandi aðalskipulagstillaga sé auglýst samhliða skv. 31. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagstillöguna með þeim athugasemdum sem fram hafa komið og felur skipulagshönnuði að uppfæra tillöguna. Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að uppfærð skipulagstillaga sé auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tilheyrandi aðalskipulagstillaga sé auglýst samhliða skv. 31. gr. skipulagslaga.

1.3 2204002 - Kotra - 3. áfangi deiliskipulags 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 366
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan sé auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að forgengnu viðeigandi samráði við hagsmunaaðila.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagstillagan sé auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að forgengnu viðeigandi samráði við hagsmunaaðila.

1.4 2203010 - Húsnæðisáætlun 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 366
Skipulagsnefnd frestar málinu.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.5 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 366
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinu.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


Fundargerðir til kynningar
2. 2203023 - Óshólmanefnd - fundargerð 18. mars 2022
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3. 2203025 - Norðurorka - Fundargerð 272. fundar
Varðandi 1. lið fundargerðar ársreikning Norðurorku fyrir árið 2021, vill sveitarstjórn ítreka fyrri bókun frá sína frá 20. maí 2021, um að óeðlilegt sá að fyrirtækið greiði út arð til eigenda á sama tíma og verið er að taka lán til að standa undir framkvæmdum.

Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til álytana.

4. 2203026 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 908
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Almenn erindi
5. 2203024 - UMF Samherjar - Hugmynd að frístundastarfi sumarið 2022
Rósa Margrét Húnadóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndina og felur sveitarstjóra að útfæra hana.

6. 2202010 - Skógræktarfélag Eyfirðinga - Viðræður um þjónustusamning
Fyrirliggjandi samningur er samþykktur samhljóða og er sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita samningin f.h. Eyjafjarðarsveitar. Jafnframt er samþykktur viðauki við áætlun ársins 2022 kr. 2.000.000.- á málafl. 11 umhverfismál. Útgöldunum verður mætt með lækkun á handbæru fé.

7. 2111027 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð í jarðvinnu sökkla og lagnir
Sveitarstjóri greinir frá viðræðum við B.Hreiðarsson ehf. vegna tilboðs í fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla.

Verkið var boðið út í annað sinn með breyttum forsendum. Þá var kostnaðaráætlun endurskoðuð og hækkaði hún í takt við rauntölur aðfanga og þróun markaðar á þeim óvissutímum sem nú ganga yfir.

Eitt tilboð barst í verkið og var það frá B.Hreiðarssyni ehf.
Tilboðið hljóðar uppá 88.132.000kr. og er 10,6% yfir kostnaðaráætlun verksins sem var uppá 79.712.700kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga að tilboði B.Hreiðarssyni ehf. og felur sveitarstjóra að skrifa undir samning þess efnis.

8. 2204003 - Framlög til framboða til sveitarstjórnar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þau framboð sem bjóða fram til sveitarstjórnar í Eyjafjarðarsveit 2022, fái framlag kr. 211.680.- sem er það sama og fyrirliggjandi viðmiðunarreglur gera ráð fyrir eða 189 kr. pr. íbúa. sem voru 1.120 01.janúar 2022.

9. 2203016 - Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2021, síðar umræða
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða.

Helstu niðurstöður:

Í ársreikningi ársins 2021 kemur fram að veltufé frá rekstri A og B hluta er 159,2 mkr. eða 12,4 % af rekstrartekjum. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 176,1 mkr. eða sem nemur um 13,8% af heildartekjum A og B hluta.
Langtímaskuldir A hluta eru engar en langtímaskuldir B hluta eru 57,8 millj. og er það eingöngu vegna leiguíbúða. Á sveitarfélaginu hvíla engar lífeyrisskuldbindingar.
Handbært fé í árslok var 222,8 millj. Skuldaviðmið sveitarfélagsins er 0% en má vera 150% samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Á árinu 2021 var unnið að hönnun á nýjum leikskóla og viðbyggingu við grunnskólann. Þá var farið í jarðvegsskipti undir nýrri leikskólabyggingu. Það er ljóst að fjárhagur sveitarfélagsins er sterkur og sveitarfélagið er vel í stakk búið til að takast á við þær miklu framkvæmdir sem framundan eru.

Sveitarstjórn færir stjórnendum og starfsmönnum öllum bestu þakkir fyrir framlag þeirra til ábyrgs reksturs sveitarfélagsins og vinnuframlag við erfiðar og krefjandi aðstæður.

Rétt er að geta þess að þess að fjárhagsáætlanir undanfarinna ára hafa verið unnar í mjög góðu samstarfi allra sveitarstjórnarfulltrúa. Samstarf í sveitarstjórn hefur verið traust og ánægjulegt, sem er mjög dýrmætt til að ná góðum árangri.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15

Getum við bætt efni síðunnar?