Dagskrá:
Fundargerð
1. 2203002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 362
Fundargerð 362. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2202019 - Akureyrarbær - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Höefnersbryggju
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 362
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagstillögu.
1.2 2202020 - Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi um efnisnám úr námu
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 362
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir samþykki landeiganda áður en leyfisbréf er gefið út.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið, enda liggi fyrir samþykki landeiganda áður en leyfisbréf er gefið út.
1.3 2203002 - Kambur - nýskráning bújarðar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 362
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda liggi fyrir viðeigandi staðfesting á landamerkjum áður en skráning fer fram.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið enda liggi fyrir viðeigandi staðfesting á landamerkjum áður en skráning fer fram.
1.4 2201022 - Stóri-Hamar 1 - Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel, dýraathvarf
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 362
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að leyfi til starfrækslu hundahótels á Stóra-Hamri 1 sé veitt, enda skuli aðkoma að hótelinu merkt greinilega til að umferð fari rétta leið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita leyfi til starfrækslu hundahótels á Stóra-Hamri 1, enda skuli aðkoma að hótelinu merkt greinilega til að umferð fari rétta leið.
1.5 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 362
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærð deiliskipulagstillaga sé auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um samhliða auglýsingu aðalskipulagstillögu sem nú er í yfirferð hjá Skipulagsstofnun.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að uppfærð deiliskipulagstillaga sé auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um samhliða auglýsingu aðalskipulagstillögu sem nú er í yfirferð hjá Skipulagsstofnun.
1.6 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 362
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að málshefjendum sé veitt leyfi til að vinna deiliskipulag fyrir tíu íbúðarlóðir í samræmi við fyrirliggjandi tillögu skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fjöldi lóða skv. tillögunni er umfram byggingarheimildir í gildandi aðalskipulagi og leggur skipulagsnefnd til að fram fari aðalskipulagsbreyting samhliða deiliskipulagsgerðinni. Skipulagsnefnd bendir á stærð nyrstu lóðanna í tillögunni sé talsvert minni en á lóðunum á aðlægum svæði í Kotru og beinir þeim tilmælum til málshefjenda að lóðarstærðir miðist við að viðhalda sambærilegu byggðarmynstri á svæðinu. Ennfremur þarf að hafa samráð við Vegagerðina vegna nýrrar vegtengingar við Veigastaðaveg.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málshefjendum sé veitt leyfi til að vinna deiliskipulag fyrir tíu íbúðarlóðir í samræmi við fyrirliggjandi tillögu skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fjöldi lóða skv. tillögunni er umfram byggingarheimildir í gildandi aðalskipulagi og samþykkir að fram fari aðalskipulagsbreyting samhliða deiliskipulagsgerðinni.
Þeim tillögum er beint til málshefjanda að lóðarstærðir miðist við að viðhalda sambærilegu byggðarmynstri á svæðinu. Ennfremur þarf að hafa samráð við Vegagerðina vegna nýrrar vegtengingar við Veigastaðaveg.
1.7 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 362
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.8 2202018 - Kotra - framkvæmdaleyfi fráveitna 2022
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 362
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og fráveitu í 3. áfanga íbúðasvæðisins Kotru.
Fundargerðir til kynningar
2. 2203001 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 907
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
Almenn erindi
3. 2112006 - Leifsstaðabrúnir 8-10 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi
Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu skipulagsnefndar á 580. fundi sínum þann 27. janúar 2021 og boðaði skipulagsnefnd með sér í sameiginlega vettvangsferð í Vaðlaheiði þar sem aðstæður væru skoðaðar. Sú vettvangsferð hefur nú verið farin.
Sveitarstjórn óskar eftir tillögum að aðalskipulagsbreytingu frá skipulagsnefnd byggða á þeim forsendum sem nefndin lagði til á 359. fundi sínum. Þá leggur sveitarstjórn áherslu á að í skilmálum aðalskipulags verði komið inná hvaða kröfur þurfi að uppfylla til að viðkomandi íbúðareiningar eða svæði þurfi að uppfylla til að þar sé mögulegt að samþykkja íbúðarhúsnæði.
4. 2203003 - Ölduhverfi samningur um uppbyggingu íbúðahverfis
Linda Margét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Fyrir sveitarstjórn liggja drög af samningi milli sveitarfélagsins og Ölduhverfis ehf. um uppbyggingu félagsins á um 200 íbúða hverfi í landi þess að Kroppi.
Íbúðarsvæðið er staðsett í norðurjaðri Hrafnagilshverfis og því vel til þess fallið að stuðla að hagkvæmri framtíðaruppbygginu í kringum þéttbýliskjarna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn fagnar framtakssemi eigenda Ölduhverfis ehf.. Afgreiðslu er frestað til næsta fundar og sveitarstjóra falið að fullklára fyrirliggjandi drög.
5. 2010030 - Styrkumsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - göngu- og hjólaleiðir og áningastaðir
Sveitarstjóri fer yfir stöðu verkefnis um undirbúning, hönnun og kortlagningu á göngu- og hjólaleiðum og áningarstöðum.
Markmið verkefnisins var að ná utan um þær göngu- og hjólaleiðir sem til eru í sveitarfélaginu, mynda stefnu um það hvernig skuli stýra umferð um leiðirnar og hvernig umhverfi þeirra skuli verndað. Afraksturinn er leiðbeinandi hönnunarhandbók sem nýst getur við skipulag og hönnun stígagerðar í sveitarfélaginu í framtíðinni. Þá eru lagðar fram tillögur af nokkrum vel völdum stöðum sem mögulegt væri að vinna sérstaklega með í framhaldinu og nokkrar hnitsettar gönguleiðir tilbúnar með leiðarlýsingum og myndum.
Mikilvægt er að landeigendur og sveitarfélagið hafi sem mesta stjórn á því hvar og hvernig gönguleiðir í sveitarfélaginu birtast á veraldarvefnum og í hinum ýmsu snjallforritum sem almenningur nýtir á ferðum sínum um svæðið.
Sveitarstjórn fagnar verkefninu og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við landeigendur og vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
6. 2203004 - Málefni flóttafólks frá Úkraínu
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Sveitarstjórn lýsir yfir vilja til að styðja við móttöku flóttafólks frá Úkraínu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Þá tekur sveitarstjórn einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.
7. 2202017 - Öldungaráð
Til fundarins mættu fulltrúar frá félagi aldraðra þau Valgerður Schiöth og Hulda M. Jónsdóttir. Umræðuefnið var m.a. skipan í Öldungaráð. Í lögum segir: Í hverju sveitarfélagi, eða í sveitarfélögum sem eiga samstarf um öldrunarmál og þjónustu við aldraða, skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist Öldungaráð. Þar sem stutt er í sveitarstjórnarkosningar og verið er að fara yfir samstarfsverkefni m.a. sem snúa að þjónustu við aldraða voru aðilar sammála um að bíða framá haustið með frekari ákvaðanir hvað varðar Öldungaráð. Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins til að bjóða upp á tölvunámskeið fyrir aldraða. Samþykkt að stefna að námskeiðshaldi í haust. Þá var einnig rætt um samskipti milli félagsins og sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55