Sveitarstjórn

577. fundur 25. nóvember 2021 kl. 08:00 - 11:00 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð 258. fundar skólanefndar. Var það samþykkt samhljóða og verður 3. liður dagskrár.
Dagskrá:

1. Samráðsfundur sveitarstjórnar og skipulagsnefndar - 2111032
Farið yfir drög að verklagsreglum vegna skipulagsframkvæmda á vegum einkaaðila.
Farið yfir tillögu að deiliskipulagi fyrir Hrafnagilshverfi á fundinn mættu Lilja Filippusdóttir og Árni Ólafsson arkitektar.

2. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 158 - 2111008F
Fundargerð 158. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2110055 - Fjárhagsáætlun 2022 - Umhverfisnefnd
Fjárhagsáætlun nefndarinnar og gjaldskrártillögum er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2022.
2.2 2111012 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 2109016 - Umhverfisverðlaun 2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 258 - 2111009F
Fundargerð 258. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2110054 - Fjárhagsáætlun 2022 - Skólanefnd
Áætlun skólanefndar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2022.
3.2 2109027 - Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2021-2022
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3 2111011 - Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál
Sveitarstjórn tekur undir fyrirliggjandi bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um fulla viðurkenningu ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun með því að ríkisvaldið skilgreini sveitarfélögum tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Jafnframt þarf að tryggja leiðir til að fjármagna þjónustu við fötluð börn á leikskólum og þau börn sem hafa annað móðurmál en íslensku, t.d. með jöfnunarframlögum.

3.4 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. SSNE - Fundargerð 31. stjórnarfundar - 2111030
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Norðurorka - Fundargerð 267. fundar - 2111029
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð í jarðvinnu sökkla og lagnir - 2111027
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna fyrirliggjandi tilboði og bjóða verkið út aftur eftir áramót.

7. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 - 2109021
Unnið með fjárhagsáætlun næsta árs.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

Getum við bætt efni síðunnar?