Dagskrá:
1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 353 - 2110001F
Fundargerð 353. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 2110001 - Arnarhóll 2 - afmörkun lóðar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindi Harðar Kristinssonar um afmörkun lóðarinnar Arnarhóls 2
1.3 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
1.4 2110002 - Ytri-Varðgjá - stofnun lóðar fyrir íbúðarhús
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða stofnun lóðar undir íbúðarhús og útihús á Ytri-Varðgjá.
1.5 2110003 - Grísará efnistaka - framlenging á framkvæmdaleyfi frá 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Breyting á Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar - 2109024
Afgreiðslu frestað.
3. Jafnlaunakerfi Eyjafjarðarsveitar 2021 - 2109032
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir tillögur sveitarstjóra umorðun á jafnlaunastefnu sveitarfélagsins og felur honum að gefa uppfærða stefnu út á viðeigandi stöðum og kynna fyrir starfsfólki sveitarfélagsins.
4. SSNE - Líforkuver - 2109018
Í innsendu erindi óskar SSNE eftir því að sveitarfélög á starfssvæði samtakanna leggi óstofnuðu hlutafélagi til 12 millj. kr. í hlutafé, sem verði nýtt til hagkvæmnimats vegna líforkuvers. Samkvæmt framlögðu erindi þá er hlutur Eyjafjarðarsveitar kr. 431.000,- sem miðast við hlutfall af heildarfjárhæð m.v. íbúatölu sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna.
Sveitarstjórn samþykkir að leggja kr. 431.000,- til verkefnisins en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE.
Sveitarstjórn skorar jafnframt á stjórn SSNE að endurvekja og ljúka vinnu við greiningu og stefnumörkun í úrgangsmálum sem hafin var í samstarfi við SSNV, en ekki lokið eftir því sem næst verður komist. Í tengslum við hagkvæmnisathugun á líforkuveri ætti því einnig að horfa til meðhöndlunar á öðrum úrgangi, þannig að heildstæð stefna verði mörkuð í úrgangsmálum á Norðurlandi öllu.
Til viðbótar er eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hluta Eyjafjarðarsveitar í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama.“
5. Framtíð minni sveitarfélaga á Íslandi - 2109033
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjóri sæki boðaðan fund um framtíð minni sveitarfélaga á Íslandi og að hann fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
6. Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu - 2110005
Lagt fram til kynningar. Erindinu er vísað til umsagnar hjá landbúnaðar- og atvinnumálanefndar.
7. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 - 2109021
Rætt var um helstu verkefni sem framundan eru á fjárhagsáætlunartímabilinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35