Dagskrá:
1. Lýðheilsunefnd - 197 - 2103004F
197. fundargerð lýðheilsunefndar tekin fyrir eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2103006 - Kosning ritara nefndarinnar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 2103007 - UMF Samherjar samráðsfundur
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3 2103008 - Lýðheilsustyrkur reglur
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að reglum um lýheilsustyrk íbúa 67 ára og eldri.
1.4 2103009 - Ársskýrsla Lýðheilsunefndar 2020
Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir greinagóða ársskýrslu.
1.5 2103010 - Íþrótta- og tómstundastyrkur
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.6 1911028 - Erindisbréf Lýðheilsunefndar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 254 - 2103003F
254. fundargerð skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til álytana.
2.2 2101008 - Sumarlokun leikskólans Krummakots
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 183 - 2103002F
183. fundargerð menningarmálanefndar tekin fyrir eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2102015 - Verklagsregur fyrir úthlutun styrkja
Afgreiðsla menningarmálanefndar er samþykkt. Sveitarstjóra er falið að vinna drög að reglum um styrkveitingar til menningarmála í sveitarfélaginu.
3.2 2103013 - E.L.A. - Styrkumsókn vegna útskriftarmyndar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
3.3 2103017 - Heimsókn í Laugaland, kynning frá Handraðanum og Högum höndum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Framkvæmdaráð - 102 - 2103001F
Fundargerð 102. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 340 - 2103007F
Fundargerð 340. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2103005 - Akureyrarkaupstaður - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna heilsugæslustöðva
Að tillögu skipulagsnefndar gerir sveitarstjórn ekki arhugasemd við skipulagstillöguna.
5.2 2103012 - Jón Gunnar og Kristín - Ósk um leyfi til að byggja gestahús eða geymslu við bústað
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að erindinu sé vísað í grenndarkynningu á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar ef hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindi telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.
5.3 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að við deiliskipulag sé bætt tímaákvæði á þá leið að ef byggingarheimildir vegna íbúðarhúsa í deiliskipulaginu séu ekki nýttar 10 árum eftir gildistöku deiliskipulagsins þá falli heimildirnar niður. Þá samþykkir sveitarstjórn einnig að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í lögboðið kynningar- og auglýsingarferli skv. 4. mgr. 40 gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.4 2103021 - Flokkun landbúnaðarlands - samræmdar leiðbeiningar ráðuneytis
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og felur nefndinni að skipa í vinnuhópinn.
5.5 2009017 - Flugslóð, Melgerðismelum - beiðni um lóð
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
5.6 2103022 - Hrafnagil - byggingarreitur fyrir fjós
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að erindinu sé vísað í grenndarkynningu á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar ef hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin.
6. SSNE - Fundargerð 22. stjórnarfundar - 2102026
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 895 - 2103004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
8. Óshólmanefnd - fundargerð 11. mars 2021 - 2103024
Fundargerðin er vísað til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
9. Hestamannafélagið Funi - Ósk um styrk vegna tjóns í Funaborg - 2103002
Sigríður Bjarnadóttir lýsti sig vanhæfa undir þessum lið og vék af fundi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að að styrkja Funa um kr. 300.000.- vegna vatnstjóns sem varð í Fundaborg. Fjarveitingunni verður mætt með lækkun á handbæru fé.
10. Erindisbréf ungmennaráðs - 2102022
Síðari umræða um breytingar á erindisbréfi ungmennaráðs.
Erindisbréf ungmennaráðs tekið til síðari umræðu. Að tillögu umboðsmanns barna og í samræmi við umræður á 561.fundar sveitarstjórnar er erindisbréf ungmennaráðs nú tekið til síðari umræðu. Að leiðarljósi er haft að í ráðinu séu einungis ungmenni 17 ára og yngri.
Erindisbréfið er samþykkt samhljóða.
11. Sumarleyfi sveitarstjórnar og fundaáætlun til desember 2021 - 2103023
Fyrir fundinum lá minnisblað með tillögu um að fundir sveitarstjórnar verði haldnir á tveggja vikna fresti í stað þriggja sem tíðkast hefur hingað til.
Sveitarstjórn vekur athygli skipulagsnefndar á þesssari breytingu og hvetur nefndina til að gera slíkt hið sama.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þessa breytingu og má gera ráð fyrir að fundum sveitarstjórnar fjölgi um 6-7 á ári og er aukin kostnaður áætlaður um 680 þús á árinu 2021. Kostnaðarauka verður mætt með lækkun á handbæru fé. Þá samþykkir sveitarstjórn einnig fundarplan fram að sumarleyfi sveitarstjórna sem hefst 16. júní.
12. Samningur um urðun úrgangs Norðurá bs - 2103026
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning.
13. Styrkumsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - Risakusa - 2010029
Lagt fram til kynningar.
14. Styrkumsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - göngu- og hjólaleiðir og áningastaðir - 2010030
Lagt fram til kynningar.
15. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar fyrir innsendar ábendingar sem verða tekar til afgreiðslu hjá framkvæmdaráði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40