Sveitarstjórn

555. fundur 24. september 2020 kl. 15:00 - 18:00 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

1. Heimsókn frá SSNE - 2009022
Til fundarins mætti frá SSNE Elva Gunnlaugsdóttir. Erindið var m.a. að kanna hug sveitarstjórnar til sóknaráætlunar og hvort sveitarfélagið telji þörf á að breyta henni. Elva fór yfir og gerði grein fyrir því hvað sóknaráætlun væri og benti á að núna væri tækifærið til að koma með ábendingar og tillögur um breytingar.

2. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 180 - 2009001F
Fundargerð 180. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2006027 - Aðalsteinn Þórsson - Umsókn um styrk vegna sýningahalds í Einkasafninu sumarið 2020
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.2 2008018 - Fyrrum starfsmenn Dags á Akureyri - Ósk um styrk til útgáfu bókar um sögu dagblaðsins Dags á Akureyri
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 2009007 - Lamb Inn og Fimbul cafe - Aðventutónleikar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 2009008 - Heimsókn á Smámunasafnið og kynning frá safnstýru, Sigríði Rósu Sigurðardóttur
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 332 - 2009002F
Fundargerð 332. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2009009 - Tjarnagerði - Ósk um leyfi fyrir gestahúsi
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið.
3.2 2008013 - Merking göngu- og hjólastígs
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar um merkingar á hjóla- og göngustígnum.
3.3 2009015 - Syðra-Laugaland efra - Umsókn um byggingarreit
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.4 2008003 - Þröstur H. Jóhannesson - Ósk um byggingarreit á jörðinni Hraungerði
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið.
3.5 2009017 - Flugslóð, Melgerðismelum - beiðni um lóð
Agreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.
3.6 2009016 - Rauðhús 21 - beiðni um breytta landnotkun
Að tillögu skipulagsnefndar hafnar sveitarstjórn samhljóða erindinu þar sem þinglýstur eigandi landsins er ekki aðili að málinu.
3.7 2009018 - Björk landspilda L210665 - landskipti
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið.

4. SSNE - Fundargerð 12. stjórnarfundar - 2009011
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. SSNE - Fundargerð 13. stjórnarfundar - 2009020
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Markaðsstofa Norðurlands - Stöðuskýrsla Flugklasans Air 66N 1. apríl -15. sept. 2020 - 2009014
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Markaðsstofa Norðurlands - fundargerð stjórnar 8. september 2020 - 2009013
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. Norðurorka - Fundargerð 248. fundar - 2009005
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 886 - 2009003
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10. Eyjafjarðarsveit - breyting á samþykktum vegna byggingarnefndar - 1911027
Fyrri umræða fór fram í sveitarstjórn þann 2. desember 2019.

Breytingar á samþykktum vegna byggingarnefndar er nú tekin til siðari umræðu og eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
Samþykkt um niðurfellingu sameiginlegrar byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis og samþykktar um afgreiðslur nefndarinnar. 1. gr. Sameiginleg byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis skal lögð niður. 2. gr. Samþykkt um afgreiðslur sameiginlegrar byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis, birt í B deild Stjórnartíðinda þann 17. apríl 2013, nr. 420/2013,skal felld niður. 3. gr. Samþykkt þessi tekur gildi þegar öll samstarfssveitarfélögin hafa samþykkt hana og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur látið birta hana í Stjórnartíðindum.

11. Jafnlaunavottun - 1912005
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar jafnlaunavottun sveitarfélagsins.

12. Samtök íslenskra handverksbrugg - Áskorun á ráðherra, þingmenn og sveitarstjórnarmenn - 2009010
Lagt fram til kynningar.

13. Sameiningar sveitarfélaga - 2009021
Ræddur var fundur sem haldinn var með sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps. Efni fundarins var gagnkvæm kynning á sveitarfélögunum og starfsemi þeirra.

14. Skipulagsnefnd, erindisbréf - 1704006
Fyrri umræða um endurskoðun erindisbréfs skipulagsnefndar.
Farið var yfir erindisbréf skipulagsnefndar og samþykkt samhljóða að vísa því til síðari umræðu.

15. Fjárhagsáætlun 2021 og 2022 til 2024 - 2009001
Farið yfir stöðu mála. Samþykkt að stefna að fundi með öllum nefndum sveitarfélagsins og forstöðumönnum stofnana. Áætlað er að fundurinn verði fimmtudaginn 8. október n.k. kl. 16:30

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?