Dagskrá:
1. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar - Fundargerð 3. afgreiðslufundar - 2004001
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar - Fundargerð 4. afgreiðslufundar - 2007006
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Skipulags- og byggingarfulltrú Eyjafjarðar - Fundargerð 5. afgreiðslufundar - 2007007
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Skipulags- og byggingarfulltrú Eyjafjarðar - Fundargerð 6. afgreiðslufundar - 2007008
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Skipulags- og byggingarfulltrú Eyjafjarðar - Fundargerð 7. afgreiðslufundar - 2007009
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
6. Norðurorka - Fundargerð 246. fundar - 2006030
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 885 - 2006028
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
8. SSNE - Fundargerð 10. stjórnarfundar - 2006001
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
9. Kvennaathvarf á Norðurlandi eystra - 2007010
Sveitarstjórn samþykkir styrkbeiðnina kr. 88.000.-
10. FFA - Prílur smíðaðar á nýja girðingu ofan Eyrarlands í Kaupangssveit - 2008004
Bréf frá Ferðafélagi Akureyrar þar sem þakkaður er veittur stuðningur við félagið.
Sveitarstjórn þakkar Ferðafélaginu framtakið.
11. Samband íslenskra sveitarfélaga - Átak í fráveituframkvæmdum - 2006004
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.
12. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Sveitastjórn fór yfir nýjar teikningar sem OG Arkitektar hafa unnið að eftir að hafa tekið tillit til athugasemda og ábendinga sem bárust eftir íbúafund sem haldinn var 24. júní s.l.
Helstu áherslur sveitastjórnar eru eftirfarandi
1. Að leikskólinn komist í nýtt húsnæði sem uppfylli allar kröfur fyrir slíka starfsemi.
2. Að gera grunnskólanum kleift að hætta bóknámskennslu í kjallara íþróttahúss.
3. Að mögulegt sé að flytja frístund í nýtt húsnæði og flytja bókasafn úr kjallara.
4. Að hið nýja húsnæði bjóði uppá möguleika á sameiningu skólanna og hagræðingu í rekstri eftir því sem unnt er.
5. Að hönnun bygginga og svæðis taki mið af því að skólaumhverfi, íþróttamiðstöð og önnur þjónusta á svæðinu geti vaxið og dafnað með auknum íbúafjölda og nýjum áherslum í framtíðinni.
13. Skipurit Eyjafjarðarsveitar - 2008005
Uppfært skipurit sveitarfélagsins lagt fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
14. Vinnuskóli - Átaksverkefni - 2008010
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum er tengdust atvinnuátakinu í sumar.
15. Fjárhagur staða 31.07.20 - 2008007
Lögð var fram til kynningar yfirlit um stöðu á rekstri málaflokka 31.07.2020. Horfur eru á að afkoma sveitarfélagsins verði um 120 millj. verri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Helstu ástæður eru vegna áhrifa Covd19, mikill kostnaður við snjómokstur s.l. vetur og fleira.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40